Aðeins eitt prósent af gistirými á Airbnb laust yfir áramótin: „Gistimarkaðurinn eins og hann leggur sig er uppbókaður“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. desember 2017 18:45 Aðeins eitt prósent af gistirýmu á vef gistimiðlunarinnar Airbnb í Reykjavík eru á lausu yfir ármótin og aðeins örfá hótelherbergi, nú þegar tæpur mánuður er til áramót. Til að mynda eru 97 prósent af öllu gistirými í Reykjavík uppbókuð á nýjársnótt samkvæmt vefsíðu Booking.com, einu helsta hótelbókunarfyrirtæki heims. Aðeins tíu tveggja manna gistirými eru í boði í Reykjavík þá nóttina og aðeins sex ef leitað er að gistingu fyrir fjóra. Þá er aðeins eitt prósent af gistirýmum á lausu á vef Airbnb í Reykjavík yfir áramót ef leitað er að gistingu fyrir tvo. „Gistimarkaðurinn eins og hann leggur sig er bara uppbókaður og öll hotel uppbókuð og fullt af Íslendingum sem eru að leigja út íbúðirnar sínar yfir áramótin af því það er hægt að fá mjög góð verð þá,“ segir Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Eins og sést er verðlag klárlega í takt við eftirspurnina en dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á hundruðum þúsunda á nýjársnótt. Hér er til dæmis stúdíó íbúð á Airbnb, sem hýsir tvo einstaklinga, á 1775 dollara nóttina eða tæpar 185 þúsund krónur. „Þær íbúðir sem eru núna á lausu eru yfirleitt mjög hátt verðlagðar íbúðir. Fólk vonast til þess að detta í lukkupott og er þá til í að fara til foreldra sinna eða vina,“ segir Sölvi. Helga Árnadóttir, formaður Samtaka ferðþjónustunnar, segir að síðustu ár hafi allt verið uppbókað um áramót „Það sem er að breytast er það að bókarnir eru að fjölga yfir hátíðarnar í heild sinni, þar að segja yfir jólin líka,“ segir Helga en samtökin áætla að það verði um tuttugu þúsund ferðamenn á landinu yfir hátíðarnar og segir Helga að fyrirtæki séu nú vel í stakk búin að taka á móti fólkinu. „Og eins og fyrir þremur fjórum árum voru vel flest hotel á höfuðborgarsvæðinu lokuð yfir jólin. Þannig þetta hefur breyst mikið og ferðaþjónustuaðilar búnir í auknu mæli að bæta þjónustu sína yfir hátíðarnar.“ Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Aðeins eitt prósent af gistirýmu á vef gistimiðlunarinnar Airbnb í Reykjavík eru á lausu yfir ármótin og aðeins örfá hótelherbergi, nú þegar tæpur mánuður er til áramót. Til að mynda eru 97 prósent af öllu gistirými í Reykjavík uppbókuð á nýjársnótt samkvæmt vefsíðu Booking.com, einu helsta hótelbókunarfyrirtæki heims. Aðeins tíu tveggja manna gistirými eru í boði í Reykjavík þá nóttina og aðeins sex ef leitað er að gistingu fyrir fjóra. Þá er aðeins eitt prósent af gistirýmum á lausu á vef Airbnb í Reykjavík yfir áramót ef leitað er að gistingu fyrir tvo. „Gistimarkaðurinn eins og hann leggur sig er bara uppbókaður og öll hotel uppbókuð og fullt af Íslendingum sem eru að leigja út íbúðirnar sínar yfir áramótin af því það er hægt að fá mjög góð verð þá,“ segir Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Eins og sést er verðlag klárlega í takt við eftirspurnina en dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á hundruðum þúsunda á nýjársnótt. Hér er til dæmis stúdíó íbúð á Airbnb, sem hýsir tvo einstaklinga, á 1775 dollara nóttina eða tæpar 185 þúsund krónur. „Þær íbúðir sem eru núna á lausu eru yfirleitt mjög hátt verðlagðar íbúðir. Fólk vonast til þess að detta í lukkupott og er þá til í að fara til foreldra sinna eða vina,“ segir Sölvi. Helga Árnadóttir, formaður Samtaka ferðþjónustunnar, segir að síðustu ár hafi allt verið uppbókað um áramót „Það sem er að breytast er það að bókarnir eru að fjölga yfir hátíðarnar í heild sinni, þar að segja yfir jólin líka,“ segir Helga en samtökin áætla að það verði um tuttugu þúsund ferðamenn á landinu yfir hátíðarnar og segir Helga að fyrirtæki séu nú vel í stakk búin að taka á móti fólkinu. „Og eins og fyrir þremur fjórum árum voru vel flest hotel á höfuðborgarsvæðinu lokuð yfir jólin. Þannig þetta hefur breyst mikið og ferðaþjónustuaðilar búnir í auknu mæli að bæta þjónustu sína yfir hátíðarnar.“
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira