Björn Ulvaeus fagnar #Metoo: „Í þetta skiptið munu raddirnar ekki þagna“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. desember 2017 12:30 Björn Ulvaeus fagnar opinni umræðu um kynferðislega áreitni og er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í henni. Vísir/EPA Björn Ulvaeus, einn stofnanda goðsagnakenndu hljómsveitarinnar ABBA, segir að #metoo átakið hafi fengið hann til að staldra við og hugsa. Hann segist hafa litið yfir farinn veg og hugsað hvernig hann hafi komið fram við konur. Ulvaeus fer yfir #Metoo í skoðanapistli í Svenska Dagbladet. „Ég tek eftir því að ég staldra við og hugsa: Er ég hávær? Er ég of fyrirferðarmikill? Fundur tveggja kvenna og fimm karla. Er það tilhneiging karlanna að grípa fram í fyrir konunum, eða þá að þær segi ekki það sem þær hefðu ætlað að segja?“ Björn er hér lengst til vinstri ásamt félögum sínum í ABBA, þeim Agnethu, Anni-Frid og Benny.Vísir/Getty „Þetta gerði ég aldrei áður en #Metoo byltingin kom. En hversu hressandi er að gera það og hvers vegna í ósköpunum gerði ég það ekki fyrr?“ Fagnar því að upplifa #Metoo Ulvaeus, sem er orðinn 72 ára gamall, segist þakklátur fyrir að fá að upplifa þess umræðu. „Margir héldu að krafturinn myndi minnka, en hann hélt áfram og það vekur hjá manni von. Í þetta skiptið munu raddirnar ekki þagna. #Metoo er sögulegur vendipunktur. Að hugsa sér að maður fái að vera með!" #Metoo átakið hefur verið mjög áberandi í Svíþjóð, heimalandi Ulvaeus, þar sem þúsundir kvenna úr ýmsum starfstéttum, þar á meðal tónlistarheiminum, hafa stigið fram og greint frá kynferðisofbeldi eða kynferðislegri áreitni á vinnustað. Hér á landi hafa konur einnig stigið fram. Frásagnir stjórnmálakvenna, kvenna innan sviðslista og kvikmyndaiðnaðar hafa til að mynda verið áberandi. Þá hafa konur í vísindum einnig birt sögur af áreitni og eru samtöl milli kvenna úr ýmsum öðrum stéttum einnig að eiga sér stað. Björn Ulvaeus var sem fyrr segir hluti af hljómsveitinn ABBA sem naut gríðarlega vinsælda um heim allan á áttunda áratug síðustu aldar. Hér fyrir neðan má heyra eitt frægasta lag þeirra. MeToo Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Um tvö þúsund konur í sænska tónlistarheiminum greina frá kynferðisbrotum gegn sér Söngkonurnar sögðu frá reynslu sinni í grein í Dagens Nyheter í morgun. 17. nóvember 2017 13:29 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Björn Ulvaeus, einn stofnanda goðsagnakenndu hljómsveitarinnar ABBA, segir að #metoo átakið hafi fengið hann til að staldra við og hugsa. Hann segist hafa litið yfir farinn veg og hugsað hvernig hann hafi komið fram við konur. Ulvaeus fer yfir #Metoo í skoðanapistli í Svenska Dagbladet. „Ég tek eftir því að ég staldra við og hugsa: Er ég hávær? Er ég of fyrirferðarmikill? Fundur tveggja kvenna og fimm karla. Er það tilhneiging karlanna að grípa fram í fyrir konunum, eða þá að þær segi ekki það sem þær hefðu ætlað að segja?“ Björn er hér lengst til vinstri ásamt félögum sínum í ABBA, þeim Agnethu, Anni-Frid og Benny.Vísir/Getty „Þetta gerði ég aldrei áður en #Metoo byltingin kom. En hversu hressandi er að gera það og hvers vegna í ósköpunum gerði ég það ekki fyrr?“ Fagnar því að upplifa #Metoo Ulvaeus, sem er orðinn 72 ára gamall, segist þakklátur fyrir að fá að upplifa þess umræðu. „Margir héldu að krafturinn myndi minnka, en hann hélt áfram og það vekur hjá manni von. Í þetta skiptið munu raddirnar ekki þagna. #Metoo er sögulegur vendipunktur. Að hugsa sér að maður fái að vera með!" #Metoo átakið hefur verið mjög áberandi í Svíþjóð, heimalandi Ulvaeus, þar sem þúsundir kvenna úr ýmsum starfstéttum, þar á meðal tónlistarheiminum, hafa stigið fram og greint frá kynferðisofbeldi eða kynferðislegri áreitni á vinnustað. Hér á landi hafa konur einnig stigið fram. Frásagnir stjórnmálakvenna, kvenna innan sviðslista og kvikmyndaiðnaðar hafa til að mynda verið áberandi. Þá hafa konur í vísindum einnig birt sögur af áreitni og eru samtöl milli kvenna úr ýmsum öðrum stéttum einnig að eiga sér stað. Björn Ulvaeus var sem fyrr segir hluti af hljómsveitinn ABBA sem naut gríðarlega vinsælda um heim allan á áttunda áratug síðustu aldar. Hér fyrir neðan má heyra eitt frægasta lag þeirra.
MeToo Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Um tvö þúsund konur í sænska tónlistarheiminum greina frá kynferðisbrotum gegn sér Söngkonurnar sögðu frá reynslu sinni í grein í Dagens Nyheter í morgun. 17. nóvember 2017 13:29 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Um tvö þúsund konur í sænska tónlistarheiminum greina frá kynferðisbrotum gegn sér Söngkonurnar sögðu frá reynslu sinni í grein í Dagens Nyheter í morgun. 17. nóvember 2017 13:29
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10
Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45