Siðareglur hjá Reykjavíkurborg endurskoðaðar í kjölfar #Metoo Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. desember 2017 14:59 Tillagan var samþykkt samhljóða í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að fela forsætisnefnd og ofbeldisvarnarnefnd að gera tillögur að aðgerðum til að bregðast við kynferðislegir áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi borgarinnar. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag. Lagt var til að umfang vandans verði metið, að siðareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar verði yfirfarnar ásamt samþykktri stefnumörkun, verklagsreglum og viðbragðsáætlunum og að gerðar verði tillögur til úrbóta þar sem þess er þörf. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að áskorun fjölda íslenskra stjórnmálakvenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni í stjórnmálastarfi landsins.Vísir/stefán „Samráð skal haft við mannauðsdeild ráðhússins og hagsmunaaðila og önnur fyrirtæki og stofnanir borgarinnar sem kunna að skipta máli. Gert er ráð fyrir að nefndirnar skili borgarstjórn tillögu að aðgerðar-, tíma-, og kostnaðaráætlun fyrir 1. febrúar 2018. Borgarstjórn samþykkir jafnframt að fela mannauðsdeild ráðhússins að standa fyrir opnum fundi um kynbundna og kynferðislega áreitni,“ segir í tillögunni sem var samþykkt samhljóða. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, flutti tillöguna. Heiða Björg stofnaði Facebook hópinn Í skugga valdsins þar sem íslenskar stjórnmálakonur úr öllum flokkum og af öllum stigum stjórnmálanna hafa tjáð sig um ofbeldi og áreitni sem þær hafa orðið fyrir í starfi. Á fimmta hundrað stjórnmálakakonur skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þær kölluðu eftir breytingum á stjórnmálamenningu landsins. MeToo Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að fela forsætisnefnd og ofbeldisvarnarnefnd að gera tillögur að aðgerðum til að bregðast við kynferðislegir áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi borgarinnar. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag. Lagt var til að umfang vandans verði metið, að siðareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar verði yfirfarnar ásamt samþykktri stefnumörkun, verklagsreglum og viðbragðsáætlunum og að gerðar verði tillögur til úrbóta þar sem þess er þörf. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að áskorun fjölda íslenskra stjórnmálakvenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni í stjórnmálastarfi landsins.Vísir/stefán „Samráð skal haft við mannauðsdeild ráðhússins og hagsmunaaðila og önnur fyrirtæki og stofnanir borgarinnar sem kunna að skipta máli. Gert er ráð fyrir að nefndirnar skili borgarstjórn tillögu að aðgerðar-, tíma-, og kostnaðaráætlun fyrir 1. febrúar 2018. Borgarstjórn samþykkir jafnframt að fela mannauðsdeild ráðhússins að standa fyrir opnum fundi um kynbundna og kynferðislega áreitni,“ segir í tillögunni sem var samþykkt samhljóða. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, flutti tillöguna. Heiða Björg stofnaði Facebook hópinn Í skugga valdsins þar sem íslenskar stjórnmálakonur úr öllum flokkum og af öllum stigum stjórnmálanna hafa tjáð sig um ofbeldi og áreitni sem þær hafa orðið fyrir í starfi. Á fimmta hundrað stjórnmálakakonur skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þær kölluðu eftir breytingum á stjórnmálamenningu landsins.
MeToo Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira