Siðareglur hjá Reykjavíkurborg endurskoðaðar í kjölfar #Metoo Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. desember 2017 14:59 Tillagan var samþykkt samhljóða í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að fela forsætisnefnd og ofbeldisvarnarnefnd að gera tillögur að aðgerðum til að bregðast við kynferðislegir áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi borgarinnar. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag. Lagt var til að umfang vandans verði metið, að siðareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar verði yfirfarnar ásamt samþykktri stefnumörkun, verklagsreglum og viðbragðsáætlunum og að gerðar verði tillögur til úrbóta þar sem þess er þörf. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að áskorun fjölda íslenskra stjórnmálakvenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni í stjórnmálastarfi landsins.Vísir/stefán „Samráð skal haft við mannauðsdeild ráðhússins og hagsmunaaðila og önnur fyrirtæki og stofnanir borgarinnar sem kunna að skipta máli. Gert er ráð fyrir að nefndirnar skili borgarstjórn tillögu að aðgerðar-, tíma-, og kostnaðaráætlun fyrir 1. febrúar 2018. Borgarstjórn samþykkir jafnframt að fela mannauðsdeild ráðhússins að standa fyrir opnum fundi um kynbundna og kynferðislega áreitni,“ segir í tillögunni sem var samþykkt samhljóða. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, flutti tillöguna. Heiða Björg stofnaði Facebook hópinn Í skugga valdsins þar sem íslenskar stjórnmálakonur úr öllum flokkum og af öllum stigum stjórnmálanna hafa tjáð sig um ofbeldi og áreitni sem þær hafa orðið fyrir í starfi. Á fimmta hundrað stjórnmálakakonur skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þær kölluðu eftir breytingum á stjórnmálamenningu landsins. MeToo Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að fela forsætisnefnd og ofbeldisvarnarnefnd að gera tillögur að aðgerðum til að bregðast við kynferðislegir áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi borgarinnar. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag. Lagt var til að umfang vandans verði metið, að siðareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar verði yfirfarnar ásamt samþykktri stefnumörkun, verklagsreglum og viðbragðsáætlunum og að gerðar verði tillögur til úrbóta þar sem þess er þörf. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að áskorun fjölda íslenskra stjórnmálakvenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni í stjórnmálastarfi landsins.Vísir/stefán „Samráð skal haft við mannauðsdeild ráðhússins og hagsmunaaðila og önnur fyrirtæki og stofnanir borgarinnar sem kunna að skipta máli. Gert er ráð fyrir að nefndirnar skili borgarstjórn tillögu að aðgerðar-, tíma-, og kostnaðaráætlun fyrir 1. febrúar 2018. Borgarstjórn samþykkir jafnframt að fela mannauðsdeild ráðhússins að standa fyrir opnum fundi um kynbundna og kynferðislega áreitni,“ segir í tillögunni sem var samþykkt samhljóða. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, flutti tillöguna. Heiða Björg stofnaði Facebook hópinn Í skugga valdsins þar sem íslenskar stjórnmálakonur úr öllum flokkum og af öllum stigum stjórnmálanna hafa tjáð sig um ofbeldi og áreitni sem þær hafa orðið fyrir í starfi. Á fimmta hundrað stjórnmálakakonur skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þær kölluðu eftir breytingum á stjórnmálamenningu landsins.
MeToo Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjá meira