„Við karlar eigum að hlusta, skilja og breyta“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. desember 2017 15:49 #Metoo var til umræðu í borgarstjórn í dag. Vísir/Anton Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir að karlar eigi að vera hluti af þeirri breytingu sem kallað er eftir þegar konur stíga fram og segja sögur af áreitni og ofbeldi á vinnustað. Borgarstjórn samþykkti í dag tillögu um aðgerðaráætlun til að bregðast við áreitni innan starfsstöðva borgarinnar. „Heiða Björg Hilmsdóttir og fjöldi kvenna í stjórnmálum á heiður skilinn fyrir að stíga fram og rjúfa þögnina undir merkjum #ískuggavaldsins. Leik- og sviðslistakonur einnig fyrir #tjaldiðfellur og von er á að fleiri hópar kvenna muni stíga fram,“ segir Dagur á Facebook síðu sinni. Hann segir að borgin þurfi einnig að gera sitt og bregðast við og geta stutt við starfsfólk þegar mál koma upp í starfsemi borgarinnar eða hjá starfsfólki hennar. „Við verðum að tryggja öruggan vinnustað. Borgin ætlar að líka að bjóða fram reynslu og verkferla til að vinna úr málum gagnvart Borgarleikhúsinu, íþróttahreyfingunni og öðrum mikilvægum samstarfsaðilum borgarinnar,“ skrifar Dagur. Karlar þurfi að vera hluti af breytingunni „En síðast en ekki síst þufa karlar líka að gera sitt. Við karlar eigum að hlusta, skilja og breyta. Vera hluti af þeirri breytingu sem kallað er eftir.“ Mörg hundruð íslenskar konur úr ýmsum starfstéttum hafa stigið fram undanfarnar vikur og greint frá ofbeldi eða áreitni sem þær hafa orðið fyrir í starfi. Þar hafa frásagnir stjórnmálakvenna og kvenna í sviðslitum og kvikmyndaiðnaði vakið hvað mesta athygli. Stjórnendur stærstu leikhúsanna hafa fundað vegna frásagna kvenna sem starfað hafa við leikhúsin og þá viðraði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félagsmálaráðherra, einnig áhyggjur sínar af ástandinu þegar konur í sviðslistum stigu fram. Hann sagði að það yrði að rannsaka málið og bregðast við. MeToo Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Í skugga valdsins: Vísindakonur deila 106 sögum af áreitni og ofbeldi 30. nóvember 2017 21:43 Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Siðareglur hjá Reykjavíkurborg endurskoðaðar í kjölfar #Metoo Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að fela forsætisnefnd og ofbeldisvarnarnefnd að gera tillögur að aðgerðum til að bregðast við kynferðislegir áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi borgarinnar. 5. desember 2017 14:59 Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir að karlar eigi að vera hluti af þeirri breytingu sem kallað er eftir þegar konur stíga fram og segja sögur af áreitni og ofbeldi á vinnustað. Borgarstjórn samþykkti í dag tillögu um aðgerðaráætlun til að bregðast við áreitni innan starfsstöðva borgarinnar. „Heiða Björg Hilmsdóttir og fjöldi kvenna í stjórnmálum á heiður skilinn fyrir að stíga fram og rjúfa þögnina undir merkjum #ískuggavaldsins. Leik- og sviðslistakonur einnig fyrir #tjaldiðfellur og von er á að fleiri hópar kvenna muni stíga fram,“ segir Dagur á Facebook síðu sinni. Hann segir að borgin þurfi einnig að gera sitt og bregðast við og geta stutt við starfsfólk þegar mál koma upp í starfsemi borgarinnar eða hjá starfsfólki hennar. „Við verðum að tryggja öruggan vinnustað. Borgin ætlar að líka að bjóða fram reynslu og verkferla til að vinna úr málum gagnvart Borgarleikhúsinu, íþróttahreyfingunni og öðrum mikilvægum samstarfsaðilum borgarinnar,“ skrifar Dagur. Karlar þurfi að vera hluti af breytingunni „En síðast en ekki síst þufa karlar líka að gera sitt. Við karlar eigum að hlusta, skilja og breyta. Vera hluti af þeirri breytingu sem kallað er eftir.“ Mörg hundruð íslenskar konur úr ýmsum starfstéttum hafa stigið fram undanfarnar vikur og greint frá ofbeldi eða áreitni sem þær hafa orðið fyrir í starfi. Þar hafa frásagnir stjórnmálakvenna og kvenna í sviðslitum og kvikmyndaiðnaði vakið hvað mesta athygli. Stjórnendur stærstu leikhúsanna hafa fundað vegna frásagna kvenna sem starfað hafa við leikhúsin og þá viðraði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félagsmálaráðherra, einnig áhyggjur sínar af ástandinu þegar konur í sviðslistum stigu fram. Hann sagði að það yrði að rannsaka málið og bregðast við.
MeToo Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Í skugga valdsins: Vísindakonur deila 106 sögum af áreitni og ofbeldi 30. nóvember 2017 21:43 Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Siðareglur hjá Reykjavíkurborg endurskoðaðar í kjölfar #Metoo Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að fela forsætisnefnd og ofbeldisvarnarnefnd að gera tillögur að aðgerðum til að bregðast við kynferðislegir áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi borgarinnar. 5. desember 2017 14:59 Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Siðareglur hjá Reykjavíkurborg endurskoðaðar í kjölfar #Metoo Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að fela forsætisnefnd og ofbeldisvarnarnefnd að gera tillögur að aðgerðum til að bregðast við kynferðislegir áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi borgarinnar. 5. desember 2017 14:59
Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00
Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00