Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Atli Ísleifsson skrifar 5. desember 2017 19:32 Paulo Macchiarini. Vísir/afp Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafnar skýringum Tómasar Guðbjartssonar læknis um að hafi hann hafi blekkt Tómas í aðdraganda plastbarkaígræðslu sem Erítreumaðurinn Andemariam Beyene gekkst undir í Stokkhólmi árið 2011. Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam. Þetta kemur fram í frétt RÚV en rætt er við Macchiarini í fréttaskýringaþættinum Kveik sem sýndur verður í kvöld. Óháð rannsóknarnefnd, sem falið var að rannsaka aðkomu íslenskra lækna að plastbarkamálinu og skipuð var af rektor Háskóla Íslands og forstjóra Landspítalans, kynnti skýrslu sína í október síðastliðinn. Var þáttur læknanna í aðgerðinni skoðaður, sem og í meðferðinni eftir aðgerð og aðkomu þeirra að vísindagrein sem birtist í læknatímaritinu The Lancet.Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene.Vísir/VilhelmSegir Macchiarini hafa blekkt sig Í svörum sínum til nefndarinnar sagði Tómas að Macchiarini hafi blekkt sig og að hann hafi ekki haft vitneskju um að ætlunin væri að græða plastbarka í Andemariam, sem sendur var frá Íslandi til meðferðar á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Macchiarini segir í samtali sínu við RÚV að Tómas segi þar ekki satt og rétt frá. Macchiarini kveðst hafa beðið Tómas um allar „nauðsynlegar mælingar á barkanum, svo hægt væri að gera ígræðslu, en það [hafi] alltaf [verið] plan B. Tómas vissi vel að við gætum reynt að fjarlægja æxlið og græða barkann saman, en ef það gengi ekki þá þyrftum við að gera eitthvað annað,“ segir Macchiarini í samtali við RÚV. Macchiarini gagnrýnir sömuleiðis að íslenska rannsóknarnefndin hafi ekki haft samband við sig og gefa sér færi á að segja sína hlið málsins. Í skýrslum sem gerðar hafa verið um plastbarkamálið hefur því ítrekað verið varpað fram að Macchiarini hafi orðið uppvís að því að sniðganga siðanefndir, blekkja háskólastofnanir og samlækna sína. Andemariam lést tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina, í janúar 2014. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00 Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafnar skýringum Tómasar Guðbjartssonar læknis um að hafi hann hafi blekkt Tómas í aðdraganda plastbarkaígræðslu sem Erítreumaðurinn Andemariam Beyene gekkst undir í Stokkhólmi árið 2011. Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam. Þetta kemur fram í frétt RÚV en rætt er við Macchiarini í fréttaskýringaþættinum Kveik sem sýndur verður í kvöld. Óháð rannsóknarnefnd, sem falið var að rannsaka aðkomu íslenskra lækna að plastbarkamálinu og skipuð var af rektor Háskóla Íslands og forstjóra Landspítalans, kynnti skýrslu sína í október síðastliðinn. Var þáttur læknanna í aðgerðinni skoðaður, sem og í meðferðinni eftir aðgerð og aðkomu þeirra að vísindagrein sem birtist í læknatímaritinu The Lancet.Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene.Vísir/VilhelmSegir Macchiarini hafa blekkt sig Í svörum sínum til nefndarinnar sagði Tómas að Macchiarini hafi blekkt sig og að hann hafi ekki haft vitneskju um að ætlunin væri að græða plastbarka í Andemariam, sem sendur var frá Íslandi til meðferðar á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Macchiarini segir í samtali sínu við RÚV að Tómas segi þar ekki satt og rétt frá. Macchiarini kveðst hafa beðið Tómas um allar „nauðsynlegar mælingar á barkanum, svo hægt væri að gera ígræðslu, en það [hafi] alltaf [verið] plan B. Tómas vissi vel að við gætum reynt að fjarlægja æxlið og græða barkann saman, en ef það gengi ekki þá þyrftum við að gera eitthvað annað,“ segir Macchiarini í samtali við RÚV. Macchiarini gagnrýnir sömuleiðis að íslenska rannsóknarnefndin hafi ekki haft samband við sig og gefa sér færi á að segja sína hlið málsins. Í skýrslum sem gerðar hafa verið um plastbarkamálið hefur því ítrekað verið varpað fram að Macchiarini hafi orðið uppvís að því að sniðganga siðanefndir, blekkja háskólastofnanir og samlækna sína. Andemariam lést tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina, í janúar 2014.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00 Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00
Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30