Breski bóndinn sem lærði að búa til skyr á Íslandi frumkvöðull ársins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2017 13:48 Sam Moorhouse fór ásamt Þórarni E. Sveinssyni vítt og breitt um landið til að kynna sér skyrgerð. Vísir Sam Moorhouse, ungur breskur bóndi sem ferðaðist um Ísland með það að markmiði að læra að búa til skyr, var valinn frumkvöðull ársins á verðlaunahátíð breskra bænda í síðasta mánuði. Hann framleiðir skyr eftir íslenskri aðferð og fer framleiðslan ört vaxandi. Alls komu 700 bændur og aðrir sérfræðingar saman á hátíðinni til þess að gera upp árið í mjólkuriðnaði á Bretlandi. Moorhouse, sem á og rekur Hesper Farm í Yorkshire-héraði, var valinn frumkvöðull ársins í flokki fjölbreytni. Moorhouse og fjölskylda hans hafa um árabil framleitt mjólk en vegna sviptinga á mjólkurmarkaði þurftu þau að leita nýrra leiða til að skjóta styrkari stoðum undir reksturinn. Íslenskt skyr var svarið.Vísir fjallaði á síðasta ári ítarlega um svaðilför Moorhouse til Íslands til þess að kynna sér hvernig ætti að framleiða skyr. Í samtali við Vísi sagðist Moorhouse hafa dottið í hug að koma til Íslands eftir að hann sá grein um íslensku kúna í tímariti. Flaug hann til Íslands og smakkaði sig áfram þangað til að honum var bent á að tala við Þórarinn E. Sveinsson, mjólkurverkfræðing og sérfræðing í öllu sem viðkemur mjólk.Sjá einnig:Bjargaði fjölskyldufyrirtækinu með óvissuferð til ÍslandsÞórarinn og Moorhouse ferðuðust saman um Suðurland og Vestfirði þar sem Moorhouse fékk að læra réttu handbrögðin. Þá fór Þórarinn einnig til Englands til þess að aðstoða við vöruþróunina. Úr varð Hesper Farm Skyr sem unnið hefur til verðlauna í Bretlandi og er nú selt í matvöruverslunum víða um Bretland. „Mér finnst ég hafa gert þetta á réttan hátt með því að fara til Íslands og læra hvernig á að búa til skyr af þeim sem hafa framleitt það í áraraðir,“ sagði Moorhouse í viðtali við Vísi.Í rökstuðningi dómnefndarinnar segir að Moorhouse hafi þróað nýja mjólkurvöru fyrir Bretlandsmarkað sem tryggt hafi bústörf fjölskyldu hans um ókomna tíð. „Hann rannsakaði vöruna, lærði að framleiða hana, var með skýra viðskiptaáætlun og mun deila þekkingu sinni eftir því sem fyrirtækið vex. Snilldarlegt og nýjungarlegt verkefni.“ Tengdar fréttir Bjargaði fjölskyldufyrirtækinu með óvissuferð til Íslands Hinn 23 ára gamli breski mjólkurbóndi Sam Moorhouse fór ótróðnar slóðir þegar mjólkurbændur í Bretlandi stóðu frammi fyrir erfiðum tímum vegna lágs afurðarverðs. 13. október 2016 13:30 Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Loka verslun í Smáralind Neytendur Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Hægt að borga með korti í strætó Neytendur „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Sam Moorhouse, ungur breskur bóndi sem ferðaðist um Ísland með það að markmiði að læra að búa til skyr, var valinn frumkvöðull ársins á verðlaunahátíð breskra bænda í síðasta mánuði. Hann framleiðir skyr eftir íslenskri aðferð og fer framleiðslan ört vaxandi. Alls komu 700 bændur og aðrir sérfræðingar saman á hátíðinni til þess að gera upp árið í mjólkuriðnaði á Bretlandi. Moorhouse, sem á og rekur Hesper Farm í Yorkshire-héraði, var valinn frumkvöðull ársins í flokki fjölbreytni. Moorhouse og fjölskylda hans hafa um árabil framleitt mjólk en vegna sviptinga á mjólkurmarkaði þurftu þau að leita nýrra leiða til að skjóta styrkari stoðum undir reksturinn. Íslenskt skyr var svarið.Vísir fjallaði á síðasta ári ítarlega um svaðilför Moorhouse til Íslands til þess að kynna sér hvernig ætti að framleiða skyr. Í samtali við Vísi sagðist Moorhouse hafa dottið í hug að koma til Íslands eftir að hann sá grein um íslensku kúna í tímariti. Flaug hann til Íslands og smakkaði sig áfram þangað til að honum var bent á að tala við Þórarinn E. Sveinsson, mjólkurverkfræðing og sérfræðing í öllu sem viðkemur mjólk.Sjá einnig:Bjargaði fjölskyldufyrirtækinu með óvissuferð til ÍslandsÞórarinn og Moorhouse ferðuðust saman um Suðurland og Vestfirði þar sem Moorhouse fékk að læra réttu handbrögðin. Þá fór Þórarinn einnig til Englands til þess að aðstoða við vöruþróunina. Úr varð Hesper Farm Skyr sem unnið hefur til verðlauna í Bretlandi og er nú selt í matvöruverslunum víða um Bretland. „Mér finnst ég hafa gert þetta á réttan hátt með því að fara til Íslands og læra hvernig á að búa til skyr af þeim sem hafa framleitt það í áraraðir,“ sagði Moorhouse í viðtali við Vísi.Í rökstuðningi dómnefndarinnar segir að Moorhouse hafi þróað nýja mjólkurvöru fyrir Bretlandsmarkað sem tryggt hafi bústörf fjölskyldu hans um ókomna tíð. „Hann rannsakaði vöruna, lærði að framleiða hana, var með skýra viðskiptaáætlun og mun deila þekkingu sinni eftir því sem fyrirtækið vex. Snilldarlegt og nýjungarlegt verkefni.“
Tengdar fréttir Bjargaði fjölskyldufyrirtækinu með óvissuferð til Íslands Hinn 23 ára gamli breski mjólkurbóndi Sam Moorhouse fór ótróðnar slóðir þegar mjólkurbændur í Bretlandi stóðu frammi fyrir erfiðum tímum vegna lágs afurðarverðs. 13. október 2016 13:30 Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Loka verslun í Smáralind Neytendur Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Hægt að borga með korti í strætó Neytendur „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bjargaði fjölskyldufyrirtækinu með óvissuferð til Íslands Hinn 23 ára gamli breski mjólkurbóndi Sam Moorhouse fór ótróðnar slóðir þegar mjólkurbændur í Bretlandi stóðu frammi fyrir erfiðum tímum vegna lágs afurðarverðs. 13. október 2016 13:30