Borgin helga friði að fótakefli í áratugi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. desember 2017 06:00 "Jerúsalem er höfuðborg Palestínu,“ sagði á borða þessara Palestínumanna sem mótmæltu áformum Bandaríkjaforseta í gær. Þeir brenndu jafnframt ísraelska fánann og mynd af Trump forseta. vísir/afp Bandaríkjamenn ætla að færa sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Í flutningunum er fólgin viðurkenning á því að hin sögufræga borg sé höfuðborg Ísraelsríkis. Um þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær. Með þessu skrefi yrðu Bandaríkin eina ríkið með sendiráð í Jerúsalem. Eins og stendur eru hins vegar 86 sendiráð í Tel Avív. Leiðtogar múslimaríkja og Vesturlanda vöruðu í gær við skrefinu. Sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, til dæmis að hann hefði áhyggjur af ákvörðun Trumps. Það er ekki að ástæðulausu sem Jerúsalem er almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraelsríkis. Borgin, sem hefur að geyma nokkra af helgustu stöðum kristni, íslams og gyðingdóms, hefur verið ásteytingarsteinn í átökum Ísraela og Palestínumanna í áratugi. Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu árið 1947 að skipta landsvæðinu á milli Araba og Ísraela var fyrirhugað að Jerúsalem yrði utan þess samkomulags. Hún yrði alþjóðleg borg. Þegar átökunum sem fylgdu í kjölfarið lauk árið 1949 voru Ísraelar hins vegar búnir að taka vesturhluta borgarinnar og Jórdanir stýrðu austurhlutanum. Þannig var staðan í átján ár allt þar til Ísraelar tóku Austur-Jerúsalem í sex daga stríðinu árið 1967. Allar götur síðan hafa Ísraelar stýrt borginni í heild þótt Palestínumenn sjálfir, sem og stærstur hluti alþjóðasamfélagsins, líti á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg Palestínu. Ýmislegt hefur þó gerst undanfarin fimmtíu ár þótt Ísraelar hafi ekki misst tökin á Jerúsalem. Árið 1980 samþykkti ísraelska þingið frumvarp um að Jerúsalem yrði formlega höfuðborg ríkisins. Í kjölfarið færðu þau fáu ríki sem þar höfðu sendiráð aðstöðu sína til Tel Avív í mótmælaskyni. Kostaríka og El Salvador voru síðustu ríkin til þess árið 2006. Með gerð Óslóarsáttmálans árið 1993 var samþykkt að lokaniðurstaðan um hvernig skipta skyldi Jerúsalem, eða ekki, yrði rædd í framtíðinni. Með því að viðurkenna nú alla Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þykir Trump Bandaríkjaforseti því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna og gæti þessi ákvörðun sett strik í reikninginn þegar kemur að hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn. Sú lausn gengur út á að báðar þjóðir fái sjálfstætt ríki og viðurkenni tilvist hvort annars. Nákvæmlega hvar þau landamæri muni liggja er deiluefni. Manuel Hassassian, ræðismaður Palestínumanna á Bretlandi, sagði við BBC að ákvörðun Bandaríkjaforseta væri dauðadómur yfir tveggja ríkja lausninni. Trump forseti lofaði í kosningabaráttu sinni að færa sendiráðið til Jerúsalem og segir ríkisstjórnin að með þessu skrefi sé einfaldlega verið að horfast í augu við raunveruleikann. Ákvörðunin muni á engan hátt skipta sköpum fyrir friðarviðræður. En Trump er langt frá því að vera fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem vill flytja sendiráðið til Jerúsalem. Árið 1995 samþykkti fulltrúadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem skuldbatt Bandaríkin til þess að flytja sendiráðið. Það var hins vegar aldrei gert og beittu þeir forsetar sem verið hafa við völd síðan, Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama, valdi sínu á hálfs árs fresti til þess að koma í veg fyrir flutningana. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Bandaríkjamenn ætla að færa sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Í flutningunum er fólgin viðurkenning á því að hin sögufræga borg sé höfuðborg Ísraelsríkis. Um þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær. Með þessu skrefi yrðu Bandaríkin eina ríkið með sendiráð í Jerúsalem. Eins og stendur eru hins vegar 86 sendiráð í Tel Avív. Leiðtogar múslimaríkja og Vesturlanda vöruðu í gær við skrefinu. Sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, til dæmis að hann hefði áhyggjur af ákvörðun Trumps. Það er ekki að ástæðulausu sem Jerúsalem er almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraelsríkis. Borgin, sem hefur að geyma nokkra af helgustu stöðum kristni, íslams og gyðingdóms, hefur verið ásteytingarsteinn í átökum Ísraela og Palestínumanna í áratugi. Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu árið 1947 að skipta landsvæðinu á milli Araba og Ísraela var fyrirhugað að Jerúsalem yrði utan þess samkomulags. Hún yrði alþjóðleg borg. Þegar átökunum sem fylgdu í kjölfarið lauk árið 1949 voru Ísraelar hins vegar búnir að taka vesturhluta borgarinnar og Jórdanir stýrðu austurhlutanum. Þannig var staðan í átján ár allt þar til Ísraelar tóku Austur-Jerúsalem í sex daga stríðinu árið 1967. Allar götur síðan hafa Ísraelar stýrt borginni í heild þótt Palestínumenn sjálfir, sem og stærstur hluti alþjóðasamfélagsins, líti á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg Palestínu. Ýmislegt hefur þó gerst undanfarin fimmtíu ár þótt Ísraelar hafi ekki misst tökin á Jerúsalem. Árið 1980 samþykkti ísraelska þingið frumvarp um að Jerúsalem yrði formlega höfuðborg ríkisins. Í kjölfarið færðu þau fáu ríki sem þar höfðu sendiráð aðstöðu sína til Tel Avív í mótmælaskyni. Kostaríka og El Salvador voru síðustu ríkin til þess árið 2006. Með gerð Óslóarsáttmálans árið 1993 var samþykkt að lokaniðurstaðan um hvernig skipta skyldi Jerúsalem, eða ekki, yrði rædd í framtíðinni. Með því að viðurkenna nú alla Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þykir Trump Bandaríkjaforseti því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna og gæti þessi ákvörðun sett strik í reikninginn þegar kemur að hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn. Sú lausn gengur út á að báðar þjóðir fái sjálfstætt ríki og viðurkenni tilvist hvort annars. Nákvæmlega hvar þau landamæri muni liggja er deiluefni. Manuel Hassassian, ræðismaður Palestínumanna á Bretlandi, sagði við BBC að ákvörðun Bandaríkjaforseta væri dauðadómur yfir tveggja ríkja lausninni. Trump forseti lofaði í kosningabaráttu sinni að færa sendiráðið til Jerúsalem og segir ríkisstjórnin að með þessu skrefi sé einfaldlega verið að horfast í augu við raunveruleikann. Ákvörðunin muni á engan hátt skipta sköpum fyrir friðarviðræður. En Trump er langt frá því að vera fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem vill flytja sendiráðið til Jerúsalem. Árið 1995 samþykkti fulltrúadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem skuldbatt Bandaríkin til þess að flytja sendiráðið. Það var hins vegar aldrei gert og beittu þeir forsetar sem verið hafa við völd síðan, Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama, valdi sínu á hálfs árs fresti til þess að koma í veg fyrir flutningana.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira