Ekki ein María Bjarnadóttir skrifar 8. desember 2017 07:00 Flest okkar sem fáum að gegna foreldrahlutverki erum sammála um að börnum fylgja ekki sérstaklega nákvæmar leiðbeiningar um meðhöndlun til skemmri eða lengri tíma. Það er enginn stimpill um CE-vottaða framleiðslu eða miðar með þvottaleiðbeiningum áfastir við þau. Í raun má segja að það fylgi ítarlegri leiðbeiningar með Billy hillum úr IKEA, en með börnum. Hvort sem um er að ræða heilagan sannleik um tiltekna þætti eins og brjóstagjöf og útivistartíma eða heildarlausnir í uppeldi eins og RIE eða Hjallastefnu, þá eru foreldrar opinmynntur og viljugur markhópur. Við viljum gera allt rétt svo að börnin fái að blómstra og njóta sín. Þau svífi í gegnum lífið íklædd bestu mögulegu lífrænu kanínuull og nái tökum á stærðfræði og félagsfærni vel og snemma. Þess vegna skráum við okkur á námskeiðin. Búum til heimatilbúnu lífrænu rándýru tómatsósuna. Notum ég-skilaboð í samskiptum. Það er því alltaf jafnmikið áfall þegar heilagur sannleikur í uppeldismálum breytist með nýjustu rannsóknum. Allt í einu er bara í lagi að gefa ungbörnum jarðarber. Snuð skekkja ekki góminn. Ekkert glimmer í föndurstund af umhverfisástæðum! Þetta álag minnkar ekki í aðdraganda jólanna þegar allar jólasýningarnar, opnu íþróttaæfingarnar og fjölskyldusamverudagatölin hefja innreið sína og foreldrar þurfa að muna hvaða vinum barnanna megi hrósa og fyrir hverjum þeirra eigi bara að staðfesta að þú hafir séð að barnið hafi lagt sig mikið fram. Við þetta fólk vil ég segja: þið eruð ekki ein. Það er pöntuð pítsa í kvöldmatinn um allt land. Við erum öll að reyna að gera okkar besta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun
Flest okkar sem fáum að gegna foreldrahlutverki erum sammála um að börnum fylgja ekki sérstaklega nákvæmar leiðbeiningar um meðhöndlun til skemmri eða lengri tíma. Það er enginn stimpill um CE-vottaða framleiðslu eða miðar með þvottaleiðbeiningum áfastir við þau. Í raun má segja að það fylgi ítarlegri leiðbeiningar með Billy hillum úr IKEA, en með börnum. Hvort sem um er að ræða heilagan sannleik um tiltekna þætti eins og brjóstagjöf og útivistartíma eða heildarlausnir í uppeldi eins og RIE eða Hjallastefnu, þá eru foreldrar opinmynntur og viljugur markhópur. Við viljum gera allt rétt svo að börnin fái að blómstra og njóta sín. Þau svífi í gegnum lífið íklædd bestu mögulegu lífrænu kanínuull og nái tökum á stærðfræði og félagsfærni vel og snemma. Þess vegna skráum við okkur á námskeiðin. Búum til heimatilbúnu lífrænu rándýru tómatsósuna. Notum ég-skilaboð í samskiptum. Það er því alltaf jafnmikið áfall þegar heilagur sannleikur í uppeldismálum breytist með nýjustu rannsóknum. Allt í einu er bara í lagi að gefa ungbörnum jarðarber. Snuð skekkja ekki góminn. Ekkert glimmer í föndurstund af umhverfisástæðum! Þetta álag minnkar ekki í aðdraganda jólanna þegar allar jólasýningarnar, opnu íþróttaæfingarnar og fjölskyldusamverudagatölin hefja innreið sína og foreldrar þurfa að muna hvaða vinum barnanna megi hrósa og fyrir hverjum þeirra eigi bara að staðfesta að þú hafir séð að barnið hafi lagt sig mikið fram. Við þetta fólk vil ég segja: þið eruð ekki ein. Það er pöntuð pítsa í kvöldmatinn um allt land. Við erum öll að reyna að gera okkar besta.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun