29 óskilorðsbundnir fangelsisdómar hafa fyrnst í ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. desember 2017 20:45 Tuttugu og níu óskilorðsbundnir fangelsisdómar hafa fyrnst í ár vegna þess að ekki er pláss í fangelsum. „Út í hött,“ segir fangelsismálastjóri sem vill að brugðist sé við en að baki dómunum eru umferðarlagarbrot, fíkniefnabrot, auðgunarbrot og ofbeldisbrot. Biðlistar eftir því að hefja afplánun í fangelsi hafa lengst mikið undanfarin ár en eins og staðan er í dag bíða um 580 manns eftir því að hefja afplánun. Þetta leiðir til þess að dómar fyrnast án þess að dómþolar þurfi að sitja þá af sér. Í ár hafa 29 dómar fyrnst. Í fyrra voru þeir 34, 31 árið 2015 og 33 árið 2014. Fyrningartími dóma er mislangur eftir því hversu löng refsingin er. Refsingar að baki þeim 29 dómum sem fyrndust í ár eru mislangar en það er einungis um að ræða óskilorðsbundna dóma. Að baki tveimur þeirra er refsing undir mánuði, í þrettán er refsing einn mánuðir, í þremur er refsing tveir mánuðir, í sjö þeirra er refsing 3 til 6 mánuðir, í þremur 7-10 mánuðir og í einum þeirra er 6 ára fangelsisrefsing en dómþoli í því máli fór af landi brott og fannst ekki. Að baki þessum refsingum eru nítján umferðarlagabrot, fimm fíkniefnabrot, þrjú auðgunarbrot og tvö ofbeldisbrot. „Það er auðvitað bara slæmt mál fyrir réttarríkið í heild sinni. Það er grundvallaratriði að refsingar séu fullnustaðar í beinu framhaldi að því að þær eru dæmdar en það höfum við ekki getað. Þetta er vandamál sem er búið að vaxa síðustu tólf, fjórtán árin“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Hann segir að verið sé að bregðast við. „Annars vegar höfum við verið að fjölga fangarýmum, við höfum fjölgað þeim töluvert á síðustu árum með opnun Hólmsheiðarfangelsis. Hitt sem er ekki síður mikilvægara er að við höfum verið að taka upp önnur fullnustuúrræði.“ Hefur það til dæmis verið gert með rafrænu eftirliti og rýmkun á samfélagsþjónustu. Páll segir að fyrst og fremst sé það fjármagn sem skorti. „Nú þurfum við bara að reka smiðshöggið á þetta með því að koma nýja fangelsinu í fullan rekstur en til þess þurfum við fleira starfsfólk. „ Í dag afpláni til að mynda 30 fangar á Hólmsheiði en ekki 56 eins og pláss er fyrir. Páll er mjög gagnrýnin á stöðuna. „Það er auðvitað út í hött og það má ekki vera svoleiðis. Það þarf að bregðast við því og menn þurfa að hafa þetta í huga þegar þeir velta fyrir sér að þyngja refsingar í einhverjum málaflokkum, hvort sem það er umferðarlagabrot eða annað. Það verður að hugsa þetta alla leið, það er ekki nóg að setja pening í lögregluna, að verður líka að setja pening í afurðina sem kemur út úr bættri vinnu og aukinni vinnu lögreglu.“ Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Tuttugu og níu óskilorðsbundnir fangelsisdómar hafa fyrnst í ár vegna þess að ekki er pláss í fangelsum. „Út í hött,“ segir fangelsismálastjóri sem vill að brugðist sé við en að baki dómunum eru umferðarlagarbrot, fíkniefnabrot, auðgunarbrot og ofbeldisbrot. Biðlistar eftir því að hefja afplánun í fangelsi hafa lengst mikið undanfarin ár en eins og staðan er í dag bíða um 580 manns eftir því að hefja afplánun. Þetta leiðir til þess að dómar fyrnast án þess að dómþolar þurfi að sitja þá af sér. Í ár hafa 29 dómar fyrnst. Í fyrra voru þeir 34, 31 árið 2015 og 33 árið 2014. Fyrningartími dóma er mislangur eftir því hversu löng refsingin er. Refsingar að baki þeim 29 dómum sem fyrndust í ár eru mislangar en það er einungis um að ræða óskilorðsbundna dóma. Að baki tveimur þeirra er refsing undir mánuði, í þrettán er refsing einn mánuðir, í þremur er refsing tveir mánuðir, í sjö þeirra er refsing 3 til 6 mánuðir, í þremur 7-10 mánuðir og í einum þeirra er 6 ára fangelsisrefsing en dómþoli í því máli fór af landi brott og fannst ekki. Að baki þessum refsingum eru nítján umferðarlagabrot, fimm fíkniefnabrot, þrjú auðgunarbrot og tvö ofbeldisbrot. „Það er auðvitað bara slæmt mál fyrir réttarríkið í heild sinni. Það er grundvallaratriði að refsingar séu fullnustaðar í beinu framhaldi að því að þær eru dæmdar en það höfum við ekki getað. Þetta er vandamál sem er búið að vaxa síðustu tólf, fjórtán árin“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Hann segir að verið sé að bregðast við. „Annars vegar höfum við verið að fjölga fangarýmum, við höfum fjölgað þeim töluvert á síðustu árum með opnun Hólmsheiðarfangelsis. Hitt sem er ekki síður mikilvægara er að við höfum verið að taka upp önnur fullnustuúrræði.“ Hefur það til dæmis verið gert með rafrænu eftirliti og rýmkun á samfélagsþjónustu. Páll segir að fyrst og fremst sé það fjármagn sem skorti. „Nú þurfum við bara að reka smiðshöggið á þetta með því að koma nýja fangelsinu í fullan rekstur en til þess þurfum við fleira starfsfólk. „ Í dag afpláni til að mynda 30 fangar á Hólmsheiði en ekki 56 eins og pláss er fyrir. Páll er mjög gagnrýnin á stöðuna. „Það er auðvitað út í hött og það má ekki vera svoleiðis. Það þarf að bregðast við því og menn þurfa að hafa þetta í huga þegar þeir velta fyrir sér að þyngja refsingar í einhverjum málaflokkum, hvort sem það er umferðarlagabrot eða annað. Það verður að hugsa þetta alla leið, það er ekki nóg að setja pening í lögregluna, að verður líka að setja pening í afurðina sem kemur út úr bættri vinnu og aukinni vinnu lögreglu.“
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira