Sigurgöngu Cleveland Cavaliers lauk í Indiana Magnús Bjarnason skrifar 9. desember 2017 10:33 Lebron James átti stórleik sem fyrr þrátt fyrir tapið með 29 stig og 10 fráköst. Vísir/Getty Sigurgöngu Cleveland Cavaliers í NBA deildinni lauk í nótt í Indiana þar sem Indiana Pacers hafði betur í jöfnum leik, 106-102. Cavaliers höfðu ekki tapað í síðustu 13 leikjum, en liðið fer niður í 3. sæti austurdeildar NBA eftir tapið. Victor Oladipo fór fyrir liði Pacers með 33 stig og 8 fráköst. Var hann sérstaklega drjúgur á lokasprettinum þegar hann setti nokkur mikilvæg skot niður. Pacers eru á mikilli siglingu, hafa unnið níu af seinustu tólf leikjum, og eru fyrsta liðið til að vinna Cavaliers tvisvar á þessu tímabili. Lebron James átti sem fyrr góðan leik og var nálægt því að enda leik með þrefalda tvennu; 29 stig, 10 fráköst og átta stoðsendingar. Þá skoraði Kevin Love 20 stig. Í San Antonio tryggði Manu Ginobili heimamönnum í Spurs dramatískan sigur á lokasekúndum leiksins gegn Boston Celtics með þriggja stiga körfu, 105-102. Lamarcus Aldridge var stigahæstur í liði Spurs með 27 stig en Kyrie Irving var stigahæstur að vanda fyrir Boston, með 36 stig. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur gengi Spurs snúist við á síðustu vikum og situr liðið í 3. sæti vesturdeildar NBA, á eftir Golden State Warriors og Houston Rockets. Warriors mörðu sigur í Detroit gegn heimamönnum í Pistons, 102-98. Kevin Durant fór á kostum í liði Warriors í fjarveru Steph Curry, sem verður frá næstu vikur vegna ökklameiðsla. Endaði hann leik með 36 stig, 10 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 varin skot. Ekki amaleg tölfræði það. Úrslitin í nótt:Detroit Pistons - Golden State Warriors: 98-102 Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers: 106-102 Orlando Magic - Denver Nuggets: 89-103 Chicago Bulls - Charlotte Hornets: 119-111 New Orleans Pelicans - Sacramento Kings: 109-116 Milwaukee Bucks - Dallas Mavericks: 109-102 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors: 107-116 San Antonio Spurs - Boston Celtics: 105-102 NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
Sigurgöngu Cleveland Cavaliers í NBA deildinni lauk í nótt í Indiana þar sem Indiana Pacers hafði betur í jöfnum leik, 106-102. Cavaliers höfðu ekki tapað í síðustu 13 leikjum, en liðið fer niður í 3. sæti austurdeildar NBA eftir tapið. Victor Oladipo fór fyrir liði Pacers með 33 stig og 8 fráköst. Var hann sérstaklega drjúgur á lokasprettinum þegar hann setti nokkur mikilvæg skot niður. Pacers eru á mikilli siglingu, hafa unnið níu af seinustu tólf leikjum, og eru fyrsta liðið til að vinna Cavaliers tvisvar á þessu tímabili. Lebron James átti sem fyrr góðan leik og var nálægt því að enda leik með þrefalda tvennu; 29 stig, 10 fráköst og átta stoðsendingar. Þá skoraði Kevin Love 20 stig. Í San Antonio tryggði Manu Ginobili heimamönnum í Spurs dramatískan sigur á lokasekúndum leiksins gegn Boston Celtics með þriggja stiga körfu, 105-102. Lamarcus Aldridge var stigahæstur í liði Spurs með 27 stig en Kyrie Irving var stigahæstur að vanda fyrir Boston, með 36 stig. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur gengi Spurs snúist við á síðustu vikum og situr liðið í 3. sæti vesturdeildar NBA, á eftir Golden State Warriors og Houston Rockets. Warriors mörðu sigur í Detroit gegn heimamönnum í Pistons, 102-98. Kevin Durant fór á kostum í liði Warriors í fjarveru Steph Curry, sem verður frá næstu vikur vegna ökklameiðsla. Endaði hann leik með 36 stig, 10 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 varin skot. Ekki amaleg tölfræði það. Úrslitin í nótt:Detroit Pistons - Golden State Warriors: 98-102 Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers: 106-102 Orlando Magic - Denver Nuggets: 89-103 Chicago Bulls - Charlotte Hornets: 119-111 New Orleans Pelicans - Sacramento Kings: 109-116 Milwaukee Bucks - Dallas Mavericks: 109-102 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors: 107-116 San Antonio Spurs - Boston Celtics: 105-102
NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira