Gagnrýnir meirihlutann fyrir skort á aðhaldi í rekstri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2017 17:39 Oddvitar flokkanna í borginni eru ekki sammála um hvernig skuli haga rekstri borgarinnar. visir/vilhelm Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýnir meirihlutann í borgarstjórn fyrir að hafa ekki sýnt nægilegt aðhald í rekstrinum á kjörtímabilinu sem er að líða og segir hann Reykjavíkurborg vera með skuldugustu sveitarfélögum á Íslandi. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að stefna meirihlutans hafi verið mjög skýr á þeirri stefnu sinni að láta velferðarkerfið njóta viðsnúnings á rekstri. Starfsemi velferðarkerfisins hafi staðið eins og klettur með borgarbúum í gegnum hrunið. Senn líður að sveitarstjórnarkosningum en landsmenn ganga til kosninga í lok maímánaðar á nýju ári. Í þeim verða verk sveitarstjórna lögð í dóm kjósenda ásamt því að flokkarnir takast á um sjónarmið og átakalínur lagðar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni voru gestir Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni en oddvitarnir tveir tókust á um málefni borgarinnar og rekstur hennar á þessu kjörtímabili.Dagur B. Eggertsson segir að stefna meirihlutans í borginni hafi ávallt verið mjög skýr gagnvart því að velferðarkerfið skyldi njóta góðs af viðsnúningi í rekstri.vísir/ernireyjólfssonLaun hækkað og fjárfest í innviðumDagur segir að staða borgarsjóðs sé góð. „Það er aðallega tvennt, bæði höfum við á undanförnum árum verið í aðgerðum í kjölfar þess að laun hækkuðu verulega að þá fórum við í ákveðið rýni á rekstrinum sem skilaði því að tekjur hafa verið að hækka töluvert hraðar en útgjöldin. Allir málaflokkar á þessu ári og síðasta voru innan marka, það er að segja það er verið að halda býsna vel utan um þetta af hálfu okkar starfsfólks sem við erum mjög ánægð með.“ Þá segir Dagur að viðsnúningur á rekstri tengist þessu mikla uppbyggingarskeiði í borginni. Hann telur að sjaldan eða aldrei hafi verið ráðist í jafn mikla fjárfestingu í innviðum og nú og næstu ár í sögu Reykjavíkurborgar.Reksturinn standi undir því sem honum sé ætlaðAðspurður segir Dagur að skuldirnar séu ekki miklar miðað við önnur sveitarfélög en segir þó: „Það er alveg rétt að þegar þú ert að byggja ný hverfi og gerir kjarasamninga sem fylgja lífeyrisskuldbindingar til framtíðar og þá hækka þessar skuldbindingar en á öllum mælikvörðum þá er reksturinn það sterkur að hann stendur alltaf betur og betur undir því sem honum er ætlað, bæði í þjónustu, í fjárfestingum og varðandi skuldir.“Sterk staða borgarinnar notuð til þess að leysa húsnæðisvandannÞær skuldir sem séu að hækka segir Dagur að tengist fjárfestingu á íbúðum - því borgarstjórn hafi ráðist í fjölgun félagslegra íbúða – og fjárfestingu í innviðum. „Borgin auðvitað bara að nota sterka stöðu sína, í samanburði við önnur sveitarfélög þá er staða borgarinnar bara mjög sterk til þess að koma til móts við húsnæðisvandann og fylgja eftir þessu uppbyggingarskeiði.“Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir að varhugavert sé að steypa borginni í skuldir á toppi hagsveiflunnar.Vísir.is/Daníel RúnarssonGagnrýnir að borgin sé að bæta við sig skuldum á toppi hagsveiflunnarHalldór Halldórsson segir að það sé varhugavert að borgin bæti við sig skuldum í ljósi þess að flest bendi til þess að við séum á toppi hagsveiflunnar. Á milli áranna 2017 til 2018 séu skuldir bæði á fyrirtækjunum og borgarsjóði sjálfum að aukast „þannig að við erum að fara í þrjú hundruð milljarða á næsta ári,“ segir Halldór.Reykjavíkurborg með skuldugustu sveitarfélögum á ÍslandiHalldór segir enn fremur að lögum samkvæmt megi sveitarfélög einungis skulda hundrað og fimmtíu prósent af tekjum ársins og að Reykjavíkurborg sé í hundrað áttatíu og sjö prósentum. „Að því sögðu, þá verður að taka fram að það er sérstök undanþága varðandi orkufyrirtæki ef sveitarfélög á meirihlutann í orkufyrirtæki eins og Reykjavíkurborg á meirihlutann í Orkuveitu Reykjavíkur að þá telst það ekki með en þetta eru engu að síður skuldir. Reykjavíkurborg eru með skuldugustu sveitarfélögum á Íslandi,“ segir Halldór. Spurður hvað Sjálfstæðismenn hefðu gert öðruvísi hefðu þeir haldið um stjórnartaumana svarar Halldór: „Við hefðum náttúrulega verið með miklu meira rekstraraðhald allt kjörtímabilið og þar af leiðandi væri miklu meiri afgangur frá rekstri og þar af leiðandi hefðum við möguleika á að lækka útsvarið sem er, notabene, líka í toppi hjá Reykjavíkurborg.“Ekki þörf á því að skattar séu í toppiHalldór telur að galdraformúlan við rekstur borgarinnar liggi í því að stilla af rekstur og tekjur. „Tekjur hafa verið að aukast alveg svakalega og það á ekki að þurfa hjá svona stóru sveitarfélagi að vera með skattana í toppi,“ segir Halldór.Velferðin njóti viðsnúnings á rekstriDagur segir að um sé að ræða mun á forgangsröðun flokkanna. Hans áherslur liggi hjá velferðinni. „Við höfum verið mjög skýr á því að eftir að við náðum viðsnúningi í rekstrinum upp úr miðju ári 2016 þá höfum við viljað láta skólakerfið og velferðina njóta þess. Þetta voru þeir málaflokkar og sú starfsemi sem stóðu eins klettur með borgarbúum og borginni í gegnum hrunið en það var auðvitað sparað alls staðar og það var breið samstaða um það þegar aðeins rættist úr í samfélaginu að það var byrjað á því að hækka launið en það var mjög margt annað sem hafði beðið, meðal annars mjög mikilvæg þjónusta og stuðningur í sérkennslu og svo framvegis og eftir mitt árið 2016 þá bættum við þarna inn og bættum aftur inn í fjárhagsáætlun í þessu ári og erum að bæta aftur við núna í fjárhagsætlun 2018 þannig að við erum að setja verulega fjármuni til viðbótar inn í skólana og inn í velferðina,“ segir Dagur. Hann segir enn fremur að það sé kjarni í borgarstjórnmálum meirihlutans að koma til móts við skólana þegar svigrúm sé fyrir hendi. „Við erum að setja miklu meira en önnur sveitarfélög í liði eins og húsnæðismál, bæði fjölgun félagslegra íbúða og önnur úrræði fyrir þá sem að standa höllum fæti og erum að vinna með verkalýðshreyfingunni, stúdentum og Samtökum aldraðra að byggja allar mögulegar tegundir af íbúðum og það er sú pólitík sem við stöndum fyrir og við teljum að staðan á húsnæðismarkaði og staðan í samfélaginu kalli á.“Meira en þúsund íbúðir af öllum tegundum að rísaRúmlega helmingur af þeim fimm hundruð íbúðum sem eru að byggjast upp fyrir aldraða verða tilbúnar árið 2018. Dagur segir að stúdentar séu komnir af stað með tvö hundruð og fimmtíu íbúðir í Vatnsmýrinni og þá sé Háskólinn í Reykjavík og Byggingafélag námsmanna að fara af stað með um fimm hundruð íbúðir.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á Víglínuna í heild sinni en Heimir Már Pétursson tók á móti góðum gestum í þætti dagsins. Sveitarstjórnarmál Víglínan Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýnir meirihlutann í borgarstjórn fyrir að hafa ekki sýnt nægilegt aðhald í rekstrinum á kjörtímabilinu sem er að líða og segir hann Reykjavíkurborg vera með skuldugustu sveitarfélögum á Íslandi. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að stefna meirihlutans hafi verið mjög skýr á þeirri stefnu sinni að láta velferðarkerfið njóta viðsnúnings á rekstri. Starfsemi velferðarkerfisins hafi staðið eins og klettur með borgarbúum í gegnum hrunið. Senn líður að sveitarstjórnarkosningum en landsmenn ganga til kosninga í lok maímánaðar á nýju ári. Í þeim verða verk sveitarstjórna lögð í dóm kjósenda ásamt því að flokkarnir takast á um sjónarmið og átakalínur lagðar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni voru gestir Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni en oddvitarnir tveir tókust á um málefni borgarinnar og rekstur hennar á þessu kjörtímabili.Dagur B. Eggertsson segir að stefna meirihlutans í borginni hafi ávallt verið mjög skýr gagnvart því að velferðarkerfið skyldi njóta góðs af viðsnúningi í rekstri.vísir/ernireyjólfssonLaun hækkað og fjárfest í innviðumDagur segir að staða borgarsjóðs sé góð. „Það er aðallega tvennt, bæði höfum við á undanförnum árum verið í aðgerðum í kjölfar þess að laun hækkuðu verulega að þá fórum við í ákveðið rýni á rekstrinum sem skilaði því að tekjur hafa verið að hækka töluvert hraðar en útgjöldin. Allir málaflokkar á þessu ári og síðasta voru innan marka, það er að segja það er verið að halda býsna vel utan um þetta af hálfu okkar starfsfólks sem við erum mjög ánægð með.“ Þá segir Dagur að viðsnúningur á rekstri tengist þessu mikla uppbyggingarskeiði í borginni. Hann telur að sjaldan eða aldrei hafi verið ráðist í jafn mikla fjárfestingu í innviðum og nú og næstu ár í sögu Reykjavíkurborgar.Reksturinn standi undir því sem honum sé ætlaðAðspurður segir Dagur að skuldirnar séu ekki miklar miðað við önnur sveitarfélög en segir þó: „Það er alveg rétt að þegar þú ert að byggja ný hverfi og gerir kjarasamninga sem fylgja lífeyrisskuldbindingar til framtíðar og þá hækka þessar skuldbindingar en á öllum mælikvörðum þá er reksturinn það sterkur að hann stendur alltaf betur og betur undir því sem honum er ætlað, bæði í þjónustu, í fjárfestingum og varðandi skuldir.“Sterk staða borgarinnar notuð til þess að leysa húsnæðisvandannÞær skuldir sem séu að hækka segir Dagur að tengist fjárfestingu á íbúðum - því borgarstjórn hafi ráðist í fjölgun félagslegra íbúða – og fjárfestingu í innviðum. „Borgin auðvitað bara að nota sterka stöðu sína, í samanburði við önnur sveitarfélög þá er staða borgarinnar bara mjög sterk til þess að koma til móts við húsnæðisvandann og fylgja eftir þessu uppbyggingarskeiði.“Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir að varhugavert sé að steypa borginni í skuldir á toppi hagsveiflunnar.Vísir.is/Daníel RúnarssonGagnrýnir að borgin sé að bæta við sig skuldum á toppi hagsveiflunnarHalldór Halldórsson segir að það sé varhugavert að borgin bæti við sig skuldum í ljósi þess að flest bendi til þess að við séum á toppi hagsveiflunnar. Á milli áranna 2017 til 2018 séu skuldir bæði á fyrirtækjunum og borgarsjóði sjálfum að aukast „þannig að við erum að fara í þrjú hundruð milljarða á næsta ári,“ segir Halldór.Reykjavíkurborg með skuldugustu sveitarfélögum á ÍslandiHalldór segir enn fremur að lögum samkvæmt megi sveitarfélög einungis skulda hundrað og fimmtíu prósent af tekjum ársins og að Reykjavíkurborg sé í hundrað áttatíu og sjö prósentum. „Að því sögðu, þá verður að taka fram að það er sérstök undanþága varðandi orkufyrirtæki ef sveitarfélög á meirihlutann í orkufyrirtæki eins og Reykjavíkurborg á meirihlutann í Orkuveitu Reykjavíkur að þá telst það ekki með en þetta eru engu að síður skuldir. Reykjavíkurborg eru með skuldugustu sveitarfélögum á Íslandi,“ segir Halldór. Spurður hvað Sjálfstæðismenn hefðu gert öðruvísi hefðu þeir haldið um stjórnartaumana svarar Halldór: „Við hefðum náttúrulega verið með miklu meira rekstraraðhald allt kjörtímabilið og þar af leiðandi væri miklu meiri afgangur frá rekstri og þar af leiðandi hefðum við möguleika á að lækka útsvarið sem er, notabene, líka í toppi hjá Reykjavíkurborg.“Ekki þörf á því að skattar séu í toppiHalldór telur að galdraformúlan við rekstur borgarinnar liggi í því að stilla af rekstur og tekjur. „Tekjur hafa verið að aukast alveg svakalega og það á ekki að þurfa hjá svona stóru sveitarfélagi að vera með skattana í toppi,“ segir Halldór.Velferðin njóti viðsnúnings á rekstriDagur segir að um sé að ræða mun á forgangsröðun flokkanna. Hans áherslur liggi hjá velferðinni. „Við höfum verið mjög skýr á því að eftir að við náðum viðsnúningi í rekstrinum upp úr miðju ári 2016 þá höfum við viljað láta skólakerfið og velferðina njóta þess. Þetta voru þeir málaflokkar og sú starfsemi sem stóðu eins klettur með borgarbúum og borginni í gegnum hrunið en það var auðvitað sparað alls staðar og það var breið samstaða um það þegar aðeins rættist úr í samfélaginu að það var byrjað á því að hækka launið en það var mjög margt annað sem hafði beðið, meðal annars mjög mikilvæg þjónusta og stuðningur í sérkennslu og svo framvegis og eftir mitt árið 2016 þá bættum við þarna inn og bættum aftur inn í fjárhagsáætlun í þessu ári og erum að bæta aftur við núna í fjárhagsætlun 2018 þannig að við erum að setja verulega fjármuni til viðbótar inn í skólana og inn í velferðina,“ segir Dagur. Hann segir enn fremur að það sé kjarni í borgarstjórnmálum meirihlutans að koma til móts við skólana þegar svigrúm sé fyrir hendi. „Við erum að setja miklu meira en önnur sveitarfélög í liði eins og húsnæðismál, bæði fjölgun félagslegra íbúða og önnur úrræði fyrir þá sem að standa höllum fæti og erum að vinna með verkalýðshreyfingunni, stúdentum og Samtökum aldraðra að byggja allar mögulegar tegundir af íbúðum og það er sú pólitík sem við stöndum fyrir og við teljum að staðan á húsnæðismarkaði og staðan í samfélaginu kalli á.“Meira en þúsund íbúðir af öllum tegundum að rísaRúmlega helmingur af þeim fimm hundruð íbúðum sem eru að byggjast upp fyrir aldraða verða tilbúnar árið 2018. Dagur segir að stúdentar séu komnir af stað með tvö hundruð og fimmtíu íbúðir í Vatnsmýrinni og þá sé Háskólinn í Reykjavík og Byggingafélag námsmanna að fara af stað með um fimm hundruð íbúðir.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á Víglínuna í heild sinni en Heimir Már Pétursson tók á móti góðum gestum í þætti dagsins.
Sveitarstjórnarmál Víglínan Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira