Mikilvægi menntunar í verðmætasköpun við framleiðslu matvæla Jón Atli Benediktsson og Sveinn Margeirsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Á milli Matís og Háskóla Íslands ríkir gott og farsælt samstarf. Samningur er í gildi um kennslu og rannsóknir og gengur hann m.a. út á samnýtingu aðfanga og innviða, samstarf um rannsóknir og uppbyggingu mannauðs með það að markmiði að vera í fararbroddi á lykilfræðasviðum fyrir íslenskt samfélag. Hagsæld og velferð á Íslandi byggist að miklu leyti á sjálfbærri auðlindanýtingu til lands og sjávar og er í því sambandi mikilvægt að mennta og þjálfa hæfileikaríkt fólk á sviði matvælafræði, verkfræði, lífefnafræði og fleiri greina til að byggja undir verðmætasköpun til framtíðar. Samningurinn á milli Háskóla Íslands og Matís lagði grunninn að eflingu fræðilegrar og verklegrar menntunar á sviði matvælarannsókna og matvælaöryggis auk samstarfs á öðrum sviðum kennslu og rannsókna. Alls hafa 64 meistaraverkefni og 23 doktorsverkefni verið unnin á vettvangi Matís frá 2007, langflest með Háskóla Íslands.Aukin fjölbreytni Sem dæmi um verðmæti sem skapast hafa í tengslum við samstarfið má nefna margt í starfi Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands. Fólk sem starfar bæði hjá Matís og Háskólanum, og sinnir sameiginlegum verkefnum beggja stofnana og samnýtir tæki og aðstöðu, hefur lagt grunninn að margvíslegri nýsköpun í íslenskum matvælaiðnaði. Alls hafa níu doktorsverkefni og 30 meistaraverkefni í matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands verið unnin hjá Matís frá árinu 2007. Þessi verkefni leiða til öflugri mannauðs í íslenskum matvælaiðnaði, nýrra ferla, vöruþróunar og aukinnar fjölbreytni fyrir íslenska neytendur. Samstarf um kennslu og rannsóknir í matvælafræði á sér langa sögu sem er samofin framfarasögu íslensks matvælaiðnaðar frá stofnun matvælafræðiskorar Háskóla Íslands árið 1978. Í kjölfar endurskipulagningar námsins árið 2011 hefur nemendum fjölgað verulega og eru þeir um 70 talsins í dag. Lögð er áhersla á hagnýtt nám sem er í góðum tengslum við atvinnulífið. Rannsóknaverkefni miðast að þörfum fyrirtækja og er lögð áhersla á miðlun niðurstaðna í formi nýrrar þekkingar eða þróunar á vörum og ferlum. Atvinnulíf og samfélag hafa mikla þörf fyrir fólk með góða menntun. Skýr vitnisburður um það er að útskrifaðir nemendur úr matvælafræði fá nær undantekningarlaust vinnu að loknu námi sem tengist lífhagkerfinu, hjá matvælafyrirtækjum eða við rannsóknir og eftirlit. Í sumum tilfellum hafa nemendur stofnað sín eigin fyrirtæki enda er hvatt til þess í náminu með þjálfun í nýsköpun, gerð viðskiptaáætlana og þátttöku í nýsköpunarkeppninni Ecotrophelia Europe, m.a. í samstarfi við Samtök iðnaðarins.Sjálfbær nýting lífauðlinda Sjálfbær matvælaframleiðsla er lykill að því að uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Inn í samstarf Matís og Háskóla Íslands fléttast einnig samstarf við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er hér á landi og hefur m.a. stutt fimm doktorsnema til að ljúka námi við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands í samstarfi við Matís. Ísland er meðal fremstu sjávarútvegsþjóða í heimi og hefur svo sannarlega margt fram að færa til aukins fæðuöryggis og velferðar í þróunarlöndum. Með dýrmæta reynslu í farteskinu og óbilandi trú á gildi vísinda til framþróunar stefna Matís og Háskóli Íslands á áframhaldandi öflugt samstarf á næstu árum. Meðal áhersluatriða þess samstarfs verður nauðsynleg innviðauppbygging á sviði matvæla og rannsóknir sem miða að sjálfbærri nýtingu lífauðlinda til lands og sjávar. Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands.Sveinn Margeirsson er forstjóri Matís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Á milli Matís og Háskóla Íslands ríkir gott og farsælt samstarf. Samningur er í gildi um kennslu og rannsóknir og gengur hann m.a. út á samnýtingu aðfanga og innviða, samstarf um rannsóknir og uppbyggingu mannauðs með það að markmiði að vera í fararbroddi á lykilfræðasviðum fyrir íslenskt samfélag. Hagsæld og velferð á Íslandi byggist að miklu leyti á sjálfbærri auðlindanýtingu til lands og sjávar og er í því sambandi mikilvægt að mennta og þjálfa hæfileikaríkt fólk á sviði matvælafræði, verkfræði, lífefnafræði og fleiri greina til að byggja undir verðmætasköpun til framtíðar. Samningurinn á milli Háskóla Íslands og Matís lagði grunninn að eflingu fræðilegrar og verklegrar menntunar á sviði matvælarannsókna og matvælaöryggis auk samstarfs á öðrum sviðum kennslu og rannsókna. Alls hafa 64 meistaraverkefni og 23 doktorsverkefni verið unnin á vettvangi Matís frá 2007, langflest með Háskóla Íslands.Aukin fjölbreytni Sem dæmi um verðmæti sem skapast hafa í tengslum við samstarfið má nefna margt í starfi Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands. Fólk sem starfar bæði hjá Matís og Háskólanum, og sinnir sameiginlegum verkefnum beggja stofnana og samnýtir tæki og aðstöðu, hefur lagt grunninn að margvíslegri nýsköpun í íslenskum matvælaiðnaði. Alls hafa níu doktorsverkefni og 30 meistaraverkefni í matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands verið unnin hjá Matís frá árinu 2007. Þessi verkefni leiða til öflugri mannauðs í íslenskum matvælaiðnaði, nýrra ferla, vöruþróunar og aukinnar fjölbreytni fyrir íslenska neytendur. Samstarf um kennslu og rannsóknir í matvælafræði á sér langa sögu sem er samofin framfarasögu íslensks matvælaiðnaðar frá stofnun matvælafræðiskorar Háskóla Íslands árið 1978. Í kjölfar endurskipulagningar námsins árið 2011 hefur nemendum fjölgað verulega og eru þeir um 70 talsins í dag. Lögð er áhersla á hagnýtt nám sem er í góðum tengslum við atvinnulífið. Rannsóknaverkefni miðast að þörfum fyrirtækja og er lögð áhersla á miðlun niðurstaðna í formi nýrrar þekkingar eða þróunar á vörum og ferlum. Atvinnulíf og samfélag hafa mikla þörf fyrir fólk með góða menntun. Skýr vitnisburður um það er að útskrifaðir nemendur úr matvælafræði fá nær undantekningarlaust vinnu að loknu námi sem tengist lífhagkerfinu, hjá matvælafyrirtækjum eða við rannsóknir og eftirlit. Í sumum tilfellum hafa nemendur stofnað sín eigin fyrirtæki enda er hvatt til þess í náminu með þjálfun í nýsköpun, gerð viðskiptaáætlana og þátttöku í nýsköpunarkeppninni Ecotrophelia Europe, m.a. í samstarfi við Samtök iðnaðarins.Sjálfbær nýting lífauðlinda Sjálfbær matvælaframleiðsla er lykill að því að uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Inn í samstarf Matís og Háskóla Íslands fléttast einnig samstarf við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er hér á landi og hefur m.a. stutt fimm doktorsnema til að ljúka námi við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands í samstarfi við Matís. Ísland er meðal fremstu sjávarútvegsþjóða í heimi og hefur svo sannarlega margt fram að færa til aukins fæðuöryggis og velferðar í þróunarlöndum. Með dýrmæta reynslu í farteskinu og óbilandi trú á gildi vísinda til framþróunar stefna Matís og Háskóli Íslands á áframhaldandi öflugt samstarf á næstu árum. Meðal áhersluatriða þess samstarfs verður nauðsynleg innviðauppbygging á sviði matvæla og rannsóknir sem miða að sjálfbærri nýtingu lífauðlinda til lands og sjávar. Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands.Sveinn Margeirsson er forstjóri Matís.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun