Óvissan um Andrés og Rósu „ekki vandamál í okkar augum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2017 10:33 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins kynnti sáttmálann fyrir flokksmönnum sínum í gærkvöldi. Vísir/Anton Brink Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa ekki áhyggjur af þeirri óvissu sem er varðandi meirihluta nýrrar ríkisstjórnar. Tveir þingmenn Vinstri grænna styðja ekki stjórnarsáttmálann og eftir á að koma í ljós hvort þingmennirnir að baki ríkisstjórninni verði þá 33 eða 35. „Ég veit ekki hvort það séu vonbrigði,“ sagði Sigurður Ingi aðspurður, á kynningarfundi formannanna í Listasafni Íslands í morgun, um útspil þingmannanna tveggja, Andrésar Inga Jónssonar og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur. Formennirnir hefðu allir kosið að hafa alla þingmennina á bak við sig. „Þetta er ekki vandamál í okkar augum,“ bætti Framsóknarformaðurinn við. Minnti hann á að skoðun þingmannanna tveggja á samstarfi flokkanna hefði legið fyrir við upphaf viðræðna flokkanna. Bjarni Benediktsson sagðist mjög vongóður um að ríkisstjórnin yrði verkmikil og næði að sinna mikilvægum verkefnum fyrir þjóðfélagið. „Þetta sýnir auðvitað mikinn styrk ef það fer þannig að við höfum ekki styrk allra þingmanna þessara flokka, að vera samt með ágætan meirihluta með þriggja flokka samstarfi,“ sagði Bjarni. Ákveði Andrés Ingi og Rósa Björk að styðja ekki ríkisstjórnina hefur stjórnin 33 þingmenn af 63. Fyrri ríkisstjórn Sjálftæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafði 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta. Bjarni sagðist ekki gera athugasemdir við að þingmenn annarra flokka lýstu sínum skoðunum.Vísir fylgist með gangi mála í stjórnmálunum í allan dag í Vaktinni. Kosningar 2017 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa ekki áhyggjur af þeirri óvissu sem er varðandi meirihluta nýrrar ríkisstjórnar. Tveir þingmenn Vinstri grænna styðja ekki stjórnarsáttmálann og eftir á að koma í ljós hvort þingmennirnir að baki ríkisstjórninni verði þá 33 eða 35. „Ég veit ekki hvort það séu vonbrigði,“ sagði Sigurður Ingi aðspurður, á kynningarfundi formannanna í Listasafni Íslands í morgun, um útspil þingmannanna tveggja, Andrésar Inga Jónssonar og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur. Formennirnir hefðu allir kosið að hafa alla þingmennina á bak við sig. „Þetta er ekki vandamál í okkar augum,“ bætti Framsóknarformaðurinn við. Minnti hann á að skoðun þingmannanna tveggja á samstarfi flokkanna hefði legið fyrir við upphaf viðræðna flokkanna. Bjarni Benediktsson sagðist mjög vongóður um að ríkisstjórnin yrði verkmikil og næði að sinna mikilvægum verkefnum fyrir þjóðfélagið. „Þetta sýnir auðvitað mikinn styrk ef það fer þannig að við höfum ekki styrk allra þingmanna þessara flokka, að vera samt með ágætan meirihluta með þriggja flokka samstarfi,“ sagði Bjarni. Ákveði Andrés Ingi og Rósa Björk að styðja ekki ríkisstjórnina hefur stjórnin 33 þingmenn af 63. Fyrri ríkisstjórn Sjálftæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafði 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta. Bjarni sagðist ekki gera athugasemdir við að þingmenn annarra flokka lýstu sínum skoðunum.Vísir fylgist með gangi mála í stjórnmálunum í allan dag í Vaktinni.
Kosningar 2017 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira