Óvissan um Andrés og Rósu „ekki vandamál í okkar augum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2017 10:33 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins kynnti sáttmálann fyrir flokksmönnum sínum í gærkvöldi. Vísir/Anton Brink Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa ekki áhyggjur af þeirri óvissu sem er varðandi meirihluta nýrrar ríkisstjórnar. Tveir þingmenn Vinstri grænna styðja ekki stjórnarsáttmálann og eftir á að koma í ljós hvort þingmennirnir að baki ríkisstjórninni verði þá 33 eða 35. „Ég veit ekki hvort það séu vonbrigði,“ sagði Sigurður Ingi aðspurður, á kynningarfundi formannanna í Listasafni Íslands í morgun, um útspil þingmannanna tveggja, Andrésar Inga Jónssonar og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur. Formennirnir hefðu allir kosið að hafa alla þingmennina á bak við sig. „Þetta er ekki vandamál í okkar augum,“ bætti Framsóknarformaðurinn við. Minnti hann á að skoðun þingmannanna tveggja á samstarfi flokkanna hefði legið fyrir við upphaf viðræðna flokkanna. Bjarni Benediktsson sagðist mjög vongóður um að ríkisstjórnin yrði verkmikil og næði að sinna mikilvægum verkefnum fyrir þjóðfélagið. „Þetta sýnir auðvitað mikinn styrk ef það fer þannig að við höfum ekki styrk allra þingmanna þessara flokka, að vera samt með ágætan meirihluta með þriggja flokka samstarfi,“ sagði Bjarni. Ákveði Andrés Ingi og Rósa Björk að styðja ekki ríkisstjórnina hefur stjórnin 33 þingmenn af 63. Fyrri ríkisstjórn Sjálftæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafði 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta. Bjarni sagðist ekki gera athugasemdir við að þingmenn annarra flokka lýstu sínum skoðunum.Vísir fylgist með gangi mála í stjórnmálunum í allan dag í Vaktinni. Kosningar 2017 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Vaktin: Hvað gerist í deilu kennara Innlent Fleiri fréttir Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Vaktin: Hvað gerist í deilu kennara Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa ekki áhyggjur af þeirri óvissu sem er varðandi meirihluta nýrrar ríkisstjórnar. Tveir þingmenn Vinstri grænna styðja ekki stjórnarsáttmálann og eftir á að koma í ljós hvort þingmennirnir að baki ríkisstjórninni verði þá 33 eða 35. „Ég veit ekki hvort það séu vonbrigði,“ sagði Sigurður Ingi aðspurður, á kynningarfundi formannanna í Listasafni Íslands í morgun, um útspil þingmannanna tveggja, Andrésar Inga Jónssonar og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur. Formennirnir hefðu allir kosið að hafa alla þingmennina á bak við sig. „Þetta er ekki vandamál í okkar augum,“ bætti Framsóknarformaðurinn við. Minnti hann á að skoðun þingmannanna tveggja á samstarfi flokkanna hefði legið fyrir við upphaf viðræðna flokkanna. Bjarni Benediktsson sagðist mjög vongóður um að ríkisstjórnin yrði verkmikil og næði að sinna mikilvægum verkefnum fyrir þjóðfélagið. „Þetta sýnir auðvitað mikinn styrk ef það fer þannig að við höfum ekki styrk allra þingmanna þessara flokka, að vera samt með ágætan meirihluta með þriggja flokka samstarfi,“ sagði Bjarni. Ákveði Andrés Ingi og Rósa Björk að styðja ekki ríkisstjórnina hefur stjórnin 33 þingmenn af 63. Fyrri ríkisstjórn Sjálftæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafði 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta. Bjarni sagðist ekki gera athugasemdir við að þingmenn annarra flokka lýstu sínum skoðunum.Vísir fylgist með gangi mála í stjórnmálunum í allan dag í Vaktinni.
Kosningar 2017 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Vaktin: Hvað gerist í deilu kennara Innlent Fleiri fréttir Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Vaktin: Hvað gerist í deilu kennara Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Sjá meira