Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2017 12:50 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er 38 ára og best þekktur undir gælunafninu Mummi. Landvernd Þingflokkur Vinstri grænna átti nokkuð óvænt útspil í dag þegar tilkynnt var að einn af þremur ráðherrum flokksins kæmi ekki úr flokki þingmannanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, verður umhverfisráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hann er félagi í Vinstri grænum og sjötti utanþingsráðherrann sem skipaður er á lýðveldistíma. Guðmundur Ingi er fertugur, uppalinn í Borgarnesi, líffræðingur og umhverfisfræðingur að mennt. Hann tók þátt í að stofna Félag umhverfisfræðinga á Íslandi og gegndi formennsku í félaginu fyrstu árin, frá 2007 til 2010.Fetar í fótspor Jóhönnu Guðmundur Ingi er kallaður Mummi af nánast öllum sem hann þekkja. Hann er samkynhneigður og því fyrsti samkynhneigði karlmaðurinn til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Jóhanna Sigurðardóttir er til þessa eini opinberlega samkynhneigði Íslendingurinn sem gegnt hefur ráðherraembætti. Guðmundur Ingi hefur starfað við rannsóknir í vist- og umhverfisfræðum við Háskóla Íslands og við alþjóðamál og rannsóknir hjá Landgræðslu ríkisins. Hann hefur auk þess sinnt kennslu við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða síðan 2006. Þá hefur hann starfað sem landvörður. Hann var árið 2014 tilnefndur til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar fyrir störf sín á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála. Í umsögn um hann sagði: „Guðmundur smitar og hvetur fólk til dáða með sínum óþrjótandi áhuga á umhverfismálum. Hann vekur fólk til umhugsunar með skrifum sínum og framkomu. Einnig hefur hann haft jákvæð áhrif á náttúruverndarbaráttu með málefnalegri umræðu og með því að finna leiðir til samvinnu.“ Hann er formaður Félags Fulbright styrkþega á Íslandi.Vill verndarstefnu í stað virkjunarstefnu Í umræðu um náttúrupassa árið 2014 lýsti hann yfir áhyggjum af þeim fyrirætlunum. Aðrar leiðir væru færari, svo sem að taka upp gistináttagjald. Hafði hann áhyggjur af því að það gæti haft áhrif á upplifun ferðamanna ef eftirlit væri um landið hverjir hefðu keypt passann. Þá þyrfti að virða almannarétt íbúa landsins. Þegar ný ríkisstjórn tók við tauminum í lok árs 2016, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, skrifaði Guðmundur Ingi tíu atriða topplista fyrir nýja stjórn. Meðal þess sem hann vildi sjá var kolefnislaust Ísland, stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og verndarstefnu í stað virkjunarstefnu. Guðmundur Ingi mætir til Bessastaða ásamt öðrum nýjum ráðherrum klukkan 15 þar sem fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar fer fram. Kosningar 2017 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Þingflokkur Vinstri grænna átti nokkuð óvænt útspil í dag þegar tilkynnt var að einn af þremur ráðherrum flokksins kæmi ekki úr flokki þingmannanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, verður umhverfisráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hann er félagi í Vinstri grænum og sjötti utanþingsráðherrann sem skipaður er á lýðveldistíma. Guðmundur Ingi er fertugur, uppalinn í Borgarnesi, líffræðingur og umhverfisfræðingur að mennt. Hann tók þátt í að stofna Félag umhverfisfræðinga á Íslandi og gegndi formennsku í félaginu fyrstu árin, frá 2007 til 2010.Fetar í fótspor Jóhönnu Guðmundur Ingi er kallaður Mummi af nánast öllum sem hann þekkja. Hann er samkynhneigður og því fyrsti samkynhneigði karlmaðurinn til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Jóhanna Sigurðardóttir er til þessa eini opinberlega samkynhneigði Íslendingurinn sem gegnt hefur ráðherraembætti. Guðmundur Ingi hefur starfað við rannsóknir í vist- og umhverfisfræðum við Háskóla Íslands og við alþjóðamál og rannsóknir hjá Landgræðslu ríkisins. Hann hefur auk þess sinnt kennslu við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða síðan 2006. Þá hefur hann starfað sem landvörður. Hann var árið 2014 tilnefndur til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar fyrir störf sín á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála. Í umsögn um hann sagði: „Guðmundur smitar og hvetur fólk til dáða með sínum óþrjótandi áhuga á umhverfismálum. Hann vekur fólk til umhugsunar með skrifum sínum og framkomu. Einnig hefur hann haft jákvæð áhrif á náttúruverndarbaráttu með málefnalegri umræðu og með því að finna leiðir til samvinnu.“ Hann er formaður Félags Fulbright styrkþega á Íslandi.Vill verndarstefnu í stað virkjunarstefnu Í umræðu um náttúrupassa árið 2014 lýsti hann yfir áhyggjum af þeim fyrirætlunum. Aðrar leiðir væru færari, svo sem að taka upp gistináttagjald. Hafði hann áhyggjur af því að það gæti haft áhrif á upplifun ferðamanna ef eftirlit væri um landið hverjir hefðu keypt passann. Þá þyrfti að virða almannarétt íbúa landsins. Þegar ný ríkisstjórn tók við tauminum í lok árs 2016, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, skrifaði Guðmundur Ingi tíu atriða topplista fyrir nýja stjórn. Meðal þess sem hann vildi sjá var kolefnislaust Ísland, stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og verndarstefnu í stað virkjunarstefnu. Guðmundur Ingi mætir til Bessastaða ásamt öðrum nýjum ráðherrum klukkan 15 þar sem fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar fer fram.
Kosningar 2017 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira