Lilja Rafney: „Minn tími mun koma“ Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2017 13:58 Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur átt sæti á þingi frá árinu 2009. Vísir/Ernir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, segist lítast vel á þá úr röðum Vinstri grænna sem munu gegna ráðherraembættum. Nafn Lilju Rafneyjar hafði oft komið upp í umræðum um mögulega ráðherra Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, greindi frá því í hádeginu að hún muni gegna embætti forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir embætti heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson embætti umhverfisráðherra. „Við fáum þarna góðan einstakling inn í umhverfisráðuneytið. Ég hefði algerlega við tilbúin að taka að mér ráðuneyti, líkt og fleiri í þingflokknum. Það var hins vegar niðurstaðan að þetta væri gott fyrir okkur sem heild að breikka hópinn og fá þarna inn mann sem hefur starfað lengi með Landvernd og þekkir þennan geira vel. Þetta er öflugur liðsauki,“ segir Lilja Rafney um Guðmund Inga. Lilja segist ekki vera svekkt eða sár að hún hafi sjálf ekki fengið ráðherraembætti. „Ég tek við þeim verkefnum sem koma hverju sinni. Minn tími mun koma svo ég endurtaki orð góðrar konu. Það veit enginn hvað verður gert síðar á kjörtímabilinu í þessum efnum.“ Lilja Rafney segist reikna með að henni verði falin formennska í nefnd þó að enn eigi eftir að ganga frá því.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, segist lítast vel á þá úr röðum Vinstri grænna sem munu gegna ráðherraembættum. Nafn Lilju Rafneyjar hafði oft komið upp í umræðum um mögulega ráðherra Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, greindi frá því í hádeginu að hún muni gegna embætti forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir embætti heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson embætti umhverfisráðherra. „Við fáum þarna góðan einstakling inn í umhverfisráðuneytið. Ég hefði algerlega við tilbúin að taka að mér ráðuneyti, líkt og fleiri í þingflokknum. Það var hins vegar niðurstaðan að þetta væri gott fyrir okkur sem heild að breikka hópinn og fá þarna inn mann sem hefur starfað lengi með Landvernd og þekkir þennan geira vel. Þetta er öflugur liðsauki,“ segir Lilja Rafney um Guðmund Inga. Lilja segist ekki vera svekkt eða sár að hún hafi sjálf ekki fengið ráðherraembætti. „Ég tek við þeim verkefnum sem koma hverju sinni. Minn tími mun koma svo ég endurtaki orð góðrar konu. Það veit enginn hvað verður gert síðar á kjörtímabilinu í þessum efnum.“ Lilja Rafney segist reikna með að henni verði falin formennska í nefnd þó að enn eigi eftir að ganga frá því.
Kosningar 2017 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira