Áfallið var svo mikið að missa af HM að Buffon gat ekki spilað um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 08:45 Gianluigi Buffon eftir síðasta landsleikinn sinn. Vísir/Getty Juventus datt niður í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir tap á móti Sampdoria um helgina en ítölsku meistararnir fengu á sig þrjú mörk í leiknum sem er mjög óvenjulegt fyrir þetta öfluga varnarlið. Juventus liðið var þannig aðeins búið að fá á sig ellefu mörk í fyrstu tólf leikjunum en það munaði vissulega um það að tveir lykilmenn varnarinnar voru ekki með liðinu í gær. Ekki voru þeir þó meiddir eða í leikbanni. Það var andlegi þátturinn sem var að trufla þessa tvo frábæru leikmenn. Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins, var á varamannabekknum eins og landsliðsmiðvörðurinn Andrea Barzagli. Ástæðan? Jú þeir þurftu báðir lengri tíma til að jafna sig á því að ítalska landsliðinu mistókst að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, setti þá báða á bekkinn en sá örugglega eftir því þegar Sampdoria liðið var komið í 3-0. Juventus náði aðeins að laga stöðuna með mörkum Gonzalo Higuain og Paulo Dybala í uppbótartíma. Paulo Dybala kom inná sem varamaður í leiknum. Juventus hefur unnið sex meistaratitla í röð á Ítalíu en er nú fjórum stigum á eftir toppliði Napoli. Internazionale komst upp í annað sætið þökk sé úrslitum helgarinnar. Sampdoria er í sjötta sæti. Hinn 39 ára gamli Gianluigi Buffon vantar 21 leik í viðbót til að bæta leikjametið í ítölsku deildinni. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir HM næsta sumar svo framarlega sem Juve vinnur ekki Meistaradeildina. Það bjuggust flestir við því að Buffon fengi tækifæri til að taka þátt í sinni sjöttu heimsmeistarakeppni næsta sumar en áfallið var mikið fyrir bæði hann, félagana í landsliðinu og ítölsku þjóðina. Það sást meðal annars á tárum hans í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.Gianluigi BuffonVísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Sjá meira
Juventus datt niður í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir tap á móti Sampdoria um helgina en ítölsku meistararnir fengu á sig þrjú mörk í leiknum sem er mjög óvenjulegt fyrir þetta öfluga varnarlið. Juventus liðið var þannig aðeins búið að fá á sig ellefu mörk í fyrstu tólf leikjunum en það munaði vissulega um það að tveir lykilmenn varnarinnar voru ekki með liðinu í gær. Ekki voru þeir þó meiddir eða í leikbanni. Það var andlegi þátturinn sem var að trufla þessa tvo frábæru leikmenn. Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins, var á varamannabekknum eins og landsliðsmiðvörðurinn Andrea Barzagli. Ástæðan? Jú þeir þurftu báðir lengri tíma til að jafna sig á því að ítalska landsliðinu mistókst að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, setti þá báða á bekkinn en sá örugglega eftir því þegar Sampdoria liðið var komið í 3-0. Juventus náði aðeins að laga stöðuna með mörkum Gonzalo Higuain og Paulo Dybala í uppbótartíma. Paulo Dybala kom inná sem varamaður í leiknum. Juventus hefur unnið sex meistaratitla í röð á Ítalíu en er nú fjórum stigum á eftir toppliði Napoli. Internazionale komst upp í annað sætið þökk sé úrslitum helgarinnar. Sampdoria er í sjötta sæti. Hinn 39 ára gamli Gianluigi Buffon vantar 21 leik í viðbót til að bæta leikjametið í ítölsku deildinni. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir HM næsta sumar svo framarlega sem Juve vinnur ekki Meistaradeildina. Það bjuggust flestir við því að Buffon fengi tækifæri til að taka þátt í sinni sjöttu heimsmeistarakeppni næsta sumar en áfallið var mikið fyrir bæði hann, félagana í landsliðinu og ítölsku þjóðina. Það sást meðal annars á tárum hans í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.Gianluigi BuffonVísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Sjá meira