Hörður Björgvin á eina bestu tilvitnun vikunnar hjá FIFA: Heimurinn hissa en ekki við strákarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 15:00 Hörður Björgvin Magnússon fagnar sæti á HM 2018. Vísir/Ernir Íslenski landsliðsbakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon ræddi ævintýri íslenska knattspyrnulandsliðsins í síðustu viku og ummæli hans komust á lista hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, yfir bestur tilvitnanir vikunnar. Hörður Björgvin, sem leikur með Bristol City í ensku b-deildinni, var í viðtali hjá netsíðunni Goal.com og talaði um afrek íslenska fótboltalandsliðsins að komast á HM í fyrsta sinn.“Qualification is not really a surprise for us. It’s always been a goal for us, qualifying for a big tournament"@HordurM34 on going to next year's #WorldCuphttps://t.co/1J5nJpVZDUpic.twitter.com/6ApM2Eh0G6 — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 18, 2017 „Það kemur okkur ekki á óvart að hafa komist á HM. Það hefur alltaf verið markmið hjá okkur að komast á stórmót. Við höfum ekki leikmenn eins og Neymar eða Philippe Coutinho í okkar liði en við erum með leikmenn sem vinna vel saman og sem ein liðsheild. Það var sá andi sem hjálpaði okkur að vinna England á Evrópumótinu og getur komið okkur enn lengra,“ sagði Hörður Björgvin í viðtalinu við Goal.com sem kom honum í tilvitnunarhóp vikunnar hjá FIFA. Hörður Björgvin er þar í hópi með Gianluigi Buffon, fyrirliða ítalska landsliðsins, Janne Andersson, þjálfara sænska landsliðsins, Marcus Rashford, leikmanni enska landsliðsins, Brasilíumanninum Robinho og Sadio Mane, leikmanni Liverpool og landsliðs Senegal. Þar eiga líka Jose Mourinho, Ronaldinho, Age Hareide og Gus Poyet líka skemmtilegar tilvitnanir. Það má nálgast alla samantekt FIFA með því að smella hér. Hörður Björgvin vann sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í miðri undankeppninni og skoraði meðal annars ótrúlega mikilvægt sigurmark á móti Króatíu í Laugardalnum. Án sigurmarksins hans í Króatíuleiknum í júní þá hefði íslenska landsliðið ekki unnið riðilinn og því þurft að fara í umspil um sæti í úrslitakeppni HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Íslenski landsliðsbakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon ræddi ævintýri íslenska knattspyrnulandsliðsins í síðustu viku og ummæli hans komust á lista hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, yfir bestur tilvitnanir vikunnar. Hörður Björgvin, sem leikur með Bristol City í ensku b-deildinni, var í viðtali hjá netsíðunni Goal.com og talaði um afrek íslenska fótboltalandsliðsins að komast á HM í fyrsta sinn.“Qualification is not really a surprise for us. It’s always been a goal for us, qualifying for a big tournament"@HordurM34 on going to next year's #WorldCuphttps://t.co/1J5nJpVZDUpic.twitter.com/6ApM2Eh0G6 — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 18, 2017 „Það kemur okkur ekki á óvart að hafa komist á HM. Það hefur alltaf verið markmið hjá okkur að komast á stórmót. Við höfum ekki leikmenn eins og Neymar eða Philippe Coutinho í okkar liði en við erum með leikmenn sem vinna vel saman og sem ein liðsheild. Það var sá andi sem hjálpaði okkur að vinna England á Evrópumótinu og getur komið okkur enn lengra,“ sagði Hörður Björgvin í viðtalinu við Goal.com sem kom honum í tilvitnunarhóp vikunnar hjá FIFA. Hörður Björgvin er þar í hópi með Gianluigi Buffon, fyrirliða ítalska landsliðsins, Janne Andersson, þjálfara sænska landsliðsins, Marcus Rashford, leikmanni enska landsliðsins, Brasilíumanninum Robinho og Sadio Mane, leikmanni Liverpool og landsliðs Senegal. Þar eiga líka Jose Mourinho, Ronaldinho, Age Hareide og Gus Poyet líka skemmtilegar tilvitnanir. Það má nálgast alla samantekt FIFA með því að smella hér. Hörður Björgvin vann sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í miðri undankeppninni og skoraði meðal annars ótrúlega mikilvægt sigurmark á móti Króatíu í Laugardalnum. Án sigurmarksins hans í Króatíuleiknum í júní þá hefði íslenska landsliðið ekki unnið riðilinn og því þurft að fara í umspil um sæti í úrslitakeppni HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira