Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 12:17 Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. Hann segir að ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey séu óverðskuldaðar og að það sé „fáránlegt“ að Spacey hafi verið klipptur út úr óútkominni kvikmynd. „Allir sem hafa nokkurn tímann sagt „ég fíla þig“ eru allt í einu kærðir fyrir kynferðislega áreitni,“ sagði Morrissey í viðtali við þýska dagblaðið Der Spiegel. Morrissey, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni The Smiths, hóf viðtalið á því að segja að honum fyndist nauðganir ógeðslegar og að allar líkamlegar árásir væru viðbjóður. „Ég hata nauðgun, en í mörgum tilfellum lítur maður á aðstæðum og hugsar að sá sem er talinn vera þolandi hafi bara orðið fyrir vonbrigðum,“ sagði Morrissey. Alltaf meðvitaður um aðstæður Hann tók sem dæmi ásakanir leikarans Anthony Rapp, sem segir að Kevin Spacey hafi áreitt hann í partýi þegar Rapp var 14 ára gamall. Rapp sagði í samtali við Buzzfeed Rapp sagði að Spacey, sem þá var 26 ára gamall, hefði lagst ofan á hann í partýi í íbúð Spacey árið 1986 og að hann hafi reynt að draga hann á tálar. Morrissey segir að saga Rapp sé ekki trúverðugleg. „Ég veit ekki með þig, en ég var aldrei í svona aðstæðum í minni æsku,“ segir hann. „Aldrei. Ég var alltaf meðvitaður um hvað gæti gerst. Þegar þú ert inni í svefnherbergi einhvers þá hlýtur þú að vera meðvitaður um hvað gæti gerst.“ Efast um frásagnir fimmtíu kvenna Morrissey sagðist einnig efast um sögur þeirra tuga kvenna sem hafa sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi. „Fólk veit nákvæmlega hvað er í gangi,“ sagði Morrissey aðspurður um að Weinstein hafi boðið leikkonum upp á hótelherbergi. „Þær spila með“ „Eftir á líður þeim vandræðalega eða skammast sín. Þá snúa þær þessu við og segja „Ég varð fyrir árás, ég var hissa. En ef allt fór vel og ef þetta hefði bætt feril þeirra hefðu þær aldrei sagt neitt,“ segir Morrissey. Minnst 50 konur hafa sakað Weinstein um kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi, nauðgun og misnotkun. Atvikin áttu sér stað á fjörutíu ára tímabili. Morrissey bætti við að margir frægir tónlistarmenn hefðu sofið hjá aðdáendum sem væru undir samræðisaldri. „Í gegnum sögu tónlistar og rokksins hafa verið tónlistarmenn sem sváfu með grúppíum,“ sagði hann en tók fram að hann væri ekki einn af þeim. „Ef þú lítur yfir söguna þá eru nær allir sekir um að sofa hjá fólki undir lögaldri. Af hverju ætti ekki að henda öllum í fangelsi strax?“ MeToo Mál Harvey Weinstein Mál Kevin Spacey Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. 9. nóvember 2017 09:05 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. Hann segir að ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey séu óverðskuldaðar og að það sé „fáránlegt“ að Spacey hafi verið klipptur út úr óútkominni kvikmynd. „Allir sem hafa nokkurn tímann sagt „ég fíla þig“ eru allt í einu kærðir fyrir kynferðislega áreitni,“ sagði Morrissey í viðtali við þýska dagblaðið Der Spiegel. Morrissey, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni The Smiths, hóf viðtalið á því að segja að honum fyndist nauðganir ógeðslegar og að allar líkamlegar árásir væru viðbjóður. „Ég hata nauðgun, en í mörgum tilfellum lítur maður á aðstæðum og hugsar að sá sem er talinn vera þolandi hafi bara orðið fyrir vonbrigðum,“ sagði Morrissey. Alltaf meðvitaður um aðstæður Hann tók sem dæmi ásakanir leikarans Anthony Rapp, sem segir að Kevin Spacey hafi áreitt hann í partýi þegar Rapp var 14 ára gamall. Rapp sagði í samtali við Buzzfeed Rapp sagði að Spacey, sem þá var 26 ára gamall, hefði lagst ofan á hann í partýi í íbúð Spacey árið 1986 og að hann hafi reynt að draga hann á tálar. Morrissey segir að saga Rapp sé ekki trúverðugleg. „Ég veit ekki með þig, en ég var aldrei í svona aðstæðum í minni æsku,“ segir hann. „Aldrei. Ég var alltaf meðvitaður um hvað gæti gerst. Þegar þú ert inni í svefnherbergi einhvers þá hlýtur þú að vera meðvitaður um hvað gæti gerst.“ Efast um frásagnir fimmtíu kvenna Morrissey sagðist einnig efast um sögur þeirra tuga kvenna sem hafa sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi. „Fólk veit nákvæmlega hvað er í gangi,“ sagði Morrissey aðspurður um að Weinstein hafi boðið leikkonum upp á hótelherbergi. „Þær spila með“ „Eftir á líður þeim vandræðalega eða skammast sín. Þá snúa þær þessu við og segja „Ég varð fyrir árás, ég var hissa. En ef allt fór vel og ef þetta hefði bætt feril þeirra hefðu þær aldrei sagt neitt,“ segir Morrissey. Minnst 50 konur hafa sakað Weinstein um kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi, nauðgun og misnotkun. Atvikin áttu sér stað á fjörutíu ára tímabili. Morrissey bætti við að margir frægir tónlistarmenn hefðu sofið hjá aðdáendum sem væru undir samræðisaldri. „Í gegnum sögu tónlistar og rokksins hafa verið tónlistarmenn sem sváfu með grúppíum,“ sagði hann en tók fram að hann væri ekki einn af þeim. „Ef þú lítur yfir söguna þá eru nær allir sekir um að sofa hjá fólki undir lögaldri. Af hverju ætti ekki að henda öllum í fangelsi strax?“
MeToo Mál Harvey Weinstein Mál Kevin Spacey Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. 9. nóvember 2017 09:05 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. 9. nóvember 2017 09:05
Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38
Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10
Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00