Orkuveitan kaupir höfuðstöðvarnar aftur á 5,5 milljarða króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Höfuðstöðvar OR verða aftur eign fyrirtækisins. vísir/vilhelm Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í gær að kaupa aftur höfuðstöðvar fyrirtækisins á Bæjarhálsi á alls 5,5 milljarða króna. OR seldi höfuðstöðvarnar árið 2013 á 5,1 milljarð. Kaupin eru forsenda þess að geta ráðist í nauðsynlegar framkvæmdir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðvanna. Fréttablaðið sagði frá því 7. október að ein þeirra hugmynda sem forsvarsmenn OR væru að skoða væru endurkaup á höfuðstöðvunum af Foss fasteignafélagi. Sex valkostir voru lagðir fram til úrbóta og lagfæringa á leka- og rakavanda vesturhússins. OR greindi frá því í gær að eftir viðræður við Foss fasteignafélag hafi niðurstaðan orðið sú að OR fær fullt forræði yfir húsunum við Bæjarháls 1. OR kaupir allt hlutafé félagsins á 1,4 milljarða króna og tekur yfir 4,1 milljarða lán. Alls 5,5 milljarðar. OR hyggst endurfjármagna lánin með útgáfu skuldabréfa. Sala OR á fasteignum til Foss fasteignafélags, sem er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða, var hluti af planinu til að bregðast við fjárhagsvandræðum OR. Samkomulagið fól í sér að OR myndi síðan leigja eignirnar aftur af Fossi til 20 ára. Líkt og Fréttablaðið greindi frá 9. október þá hefur OR ávaxtað söluandvirðið vel, eða um 330 milljónir umfram þær 900 milljónir sem greiddar hafa verið í leigu síðan eignirnar voru seldar. „Að vel athuguðu máli varð það niðurstaða okkar að reyna að eignast húsin aftur. Verkefnið er snúið. Margir kostir eru til skoðunar og með þessu samkomulagi er valið okkar,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Viðskiptin bíða nú samþykkis eigenda OR. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hver kostanna sem í boði eru fyrir vesturhúsið verði fyrir valinu. Áætlaður kostnaður við þá er á bilinu 1,5 til 3 milljarðar króna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir þess efnis að kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins aftur af fasteignafélaginu Fossi. 7. október 2017 06:00 OR skilar 10,5 milljarða hagnaði Orkuveita Reykjavíkur skilaði 10,5 milljarða hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2017. 20. nóvember 2017 15:01 Orkuveitan greiðir milljónir á mánuði í leigu á auðu rými Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. 9. október 2017 06:00 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í gær að kaupa aftur höfuðstöðvar fyrirtækisins á Bæjarhálsi á alls 5,5 milljarða króna. OR seldi höfuðstöðvarnar árið 2013 á 5,1 milljarð. Kaupin eru forsenda þess að geta ráðist í nauðsynlegar framkvæmdir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðvanna. Fréttablaðið sagði frá því 7. október að ein þeirra hugmynda sem forsvarsmenn OR væru að skoða væru endurkaup á höfuðstöðvunum af Foss fasteignafélagi. Sex valkostir voru lagðir fram til úrbóta og lagfæringa á leka- og rakavanda vesturhússins. OR greindi frá því í gær að eftir viðræður við Foss fasteignafélag hafi niðurstaðan orðið sú að OR fær fullt forræði yfir húsunum við Bæjarháls 1. OR kaupir allt hlutafé félagsins á 1,4 milljarða króna og tekur yfir 4,1 milljarða lán. Alls 5,5 milljarðar. OR hyggst endurfjármagna lánin með útgáfu skuldabréfa. Sala OR á fasteignum til Foss fasteignafélags, sem er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða, var hluti af planinu til að bregðast við fjárhagsvandræðum OR. Samkomulagið fól í sér að OR myndi síðan leigja eignirnar aftur af Fossi til 20 ára. Líkt og Fréttablaðið greindi frá 9. október þá hefur OR ávaxtað söluandvirðið vel, eða um 330 milljónir umfram þær 900 milljónir sem greiddar hafa verið í leigu síðan eignirnar voru seldar. „Að vel athuguðu máli varð það niðurstaða okkar að reyna að eignast húsin aftur. Verkefnið er snúið. Margir kostir eru til skoðunar og með þessu samkomulagi er valið okkar,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Viðskiptin bíða nú samþykkis eigenda OR. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hver kostanna sem í boði eru fyrir vesturhúsið verði fyrir valinu. Áætlaður kostnaður við þá er á bilinu 1,5 til 3 milljarðar króna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir þess efnis að kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins aftur af fasteignafélaginu Fossi. 7. október 2017 06:00 OR skilar 10,5 milljarða hagnaði Orkuveita Reykjavíkur skilaði 10,5 milljarða hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2017. 20. nóvember 2017 15:01 Orkuveitan greiðir milljónir á mánuði í leigu á auðu rými Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. 9. október 2017 06:00 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir þess efnis að kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins aftur af fasteignafélaginu Fossi. 7. október 2017 06:00
OR skilar 10,5 milljarða hagnaði Orkuveita Reykjavíkur skilaði 10,5 milljarða hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2017. 20. nóvember 2017 15:01
Orkuveitan greiðir milljónir á mánuði í leigu á auðu rými Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. 9. október 2017 06:00