Innlent

Gervihnattamyndir sýna aukna sprungumyndun í Öræfajökli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gervihnötturinn tók ratsjármyndir af jöklinum.
Gervihnötturinn tók ratsjármyndir af jöklinum. Mynd/ESA
Nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Eldfjallafræði- og náttúruváhóps Háskóla Íslands. SENTINEL-1 gervitungl ESA tók ratstjármyndir á flugi yfir jöklinum.

Þar segir að þann 8. nóvember síðastliðinn hafi mátt greina talsvert sprungumynstur en nýjar myndir, sem teknar voru í gær, sýni að sprungumynstrin hafi aukist.

Tekið er fram að ratsjármyndir sýna aðallega yfirborðshrjúfleika og að „smá lagni“ þurfi við túlkun þeirra en myndirnar séu settar fram til að auðvelda samanburð og sýna þróun.

Talsverðar jarðhræringar hafa verið í Öræfajökli undanvarni vikur og hefur myndast sigketill í jöklinum miðjum. Óvissustig Almannavarna er í gildi vegna jarðhræringanna og fylgjast vísindamenn, Almannavarnir og löggæsluyfirvöld náið með jöklinum.

Í samtali við Reykjavík síðdegis í gær sagði Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, að jarðhræringarnar í jöklinum síðustu daga sýni að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu.

Sjá má gervihnattamyndirnar hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×