Björgunarsveitarmenn unnu í alla nótt við að losa bíla á Holtavörðuheiði Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2017 10:24 Það tók þrjá tíma fyrir björgunarsveitarmenn að komast upp Holtavörðuheiði frá Hvammstanga. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Landsbjorg. Átján björgunarsveitarmenn unnu að því að losa bíla sem sátu fastir á Holtavörðuheiði í nótt. Gunnar Örn Jakobsson, formaður björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga, stýrði aðgerðunum en útkall barst um klukkan tvö í nótt. Það tók björgunarsveitarmennina um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga og upp á Holtavörðuheiði, sem er rúmlega fimmtíu kílómetra löng leið. Norðan megin á heiðinni var einn bíll sem hafði keyrt út af og þurfti að bjarga honum. Aðrir bílar sem voru fastir voru sunnan megin á heiðinni og höfðu hópast í kringum vörubíla sem höfðu fests á heiðinni. Auk björgunarsveitarmanna frá Hvammstanga voru björgunarsveitarmenn frá Akranesi, Reykholti og Borgarnesi að störfum á heiðinni. Þeir voru að týnast inn á níunda tímanum í morgun eftir að hafa unnið í þó nokkurn tíma við ekkert skyggni á Holtavörðuheiði. Aðstoða ökumenn víðsvegar um landið Björgunarsveitarmenn á Norðurlandi og Vesturlandi hafa í morgun aðstoðað ökumenn sem hafa lent í vandræðum víðs vegar um svæðið vegna færðar og veðurs. Til að mynda fór einn bíll út af í Önundarfirði á Vestfjörðum og þá hafa aðrir lent í vandræðum vegna hálku. Það sem af er degi hafa þrjú snjóflóð fallið, tvö við Ólafsfjarðarveg og eitt í Eyrarhlíð við Ísafjörð. Í gær féll snjóflóð utan þéttbýlis á Siglufirði og eitt í gærkvöldi við Ólafsfjarðarveg. Tvö snjóflóð féllu einnig í Súðavíkurhlíð í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar var Siglufjarðarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaðir í nótt vegna snjóflóðahætta en meta á ástandi í birtingu. Einnig er lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum vegna stórhríðar.Snjóar fram á hádegi Samkvæmt veðurspá sem birtist á vef Vegagerðarinnar mun snjóa fram undir hádegi. Vestanlands og vestantil á Norðurlandi lægir mikið um tíma. Hvessir aftur um miðjan daginn með NA-átt og skafrenningi og að mestu án snjókomu. Frá Eyjafirði og austur úr verður viðvarandi éljagangur, blástur og blinda í dag. Í Öræfum versnar snögglega á milli kl. 12 og 13 og hríðarbylur verður til að byrja með. Snarpir sviptivindar allt 40-45 m/s í hviðum, einkum á kaflanum frá Skaftafelli austur fyrir Svínafell. Lægir ekki að gagni fyrr en í nótt.Færð og aðstæður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar:Hálkublettir eru á Höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Lyngdalsheiði. Hálka er mjög víða á Suðurlandi.Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi.Það er snjóþekja eða hálka á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingsfærð er á Kleifaheiði og flughálka er á milli Kleifaheiðar og Brjánslækjar. Ófært er á Klettshálsi og Hjallahálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært á Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er einnig í Ísafjarðardjúpi á Drangsnesvegi og á Innstrandavegi.Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi að Ketilási. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er nú lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum en annars hálka eða snjóþekja á vegum og töluverð snjókoma eða éljagangur.Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi en þæfingsfærð og skafrenningur á Fjarðarheiði. Ófært er á Vatnsskarði eystra. Hálka eða hálkublettir eru með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður. Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Átján björgunarsveitarmenn unnu að því að losa bíla sem sátu fastir á Holtavörðuheiði í nótt. Gunnar Örn Jakobsson, formaður björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga, stýrði aðgerðunum en útkall barst um klukkan tvö í nótt. Það tók björgunarsveitarmennina um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga og upp á Holtavörðuheiði, sem er rúmlega fimmtíu kílómetra löng leið. Norðan megin á heiðinni var einn bíll sem hafði keyrt út af og þurfti að bjarga honum. Aðrir bílar sem voru fastir voru sunnan megin á heiðinni og höfðu hópast í kringum vörubíla sem höfðu fests á heiðinni. Auk björgunarsveitarmanna frá Hvammstanga voru björgunarsveitarmenn frá Akranesi, Reykholti og Borgarnesi að störfum á heiðinni. Þeir voru að týnast inn á níunda tímanum í morgun eftir að hafa unnið í þó nokkurn tíma við ekkert skyggni á Holtavörðuheiði. Aðstoða ökumenn víðsvegar um landið Björgunarsveitarmenn á Norðurlandi og Vesturlandi hafa í morgun aðstoðað ökumenn sem hafa lent í vandræðum víðs vegar um svæðið vegna færðar og veðurs. Til að mynda fór einn bíll út af í Önundarfirði á Vestfjörðum og þá hafa aðrir lent í vandræðum vegna hálku. Það sem af er degi hafa þrjú snjóflóð fallið, tvö við Ólafsfjarðarveg og eitt í Eyrarhlíð við Ísafjörð. Í gær féll snjóflóð utan þéttbýlis á Siglufirði og eitt í gærkvöldi við Ólafsfjarðarveg. Tvö snjóflóð féllu einnig í Súðavíkurhlíð í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar var Siglufjarðarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaðir í nótt vegna snjóflóðahætta en meta á ástandi í birtingu. Einnig er lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum vegna stórhríðar.Snjóar fram á hádegi Samkvæmt veðurspá sem birtist á vef Vegagerðarinnar mun snjóa fram undir hádegi. Vestanlands og vestantil á Norðurlandi lægir mikið um tíma. Hvessir aftur um miðjan daginn með NA-átt og skafrenningi og að mestu án snjókomu. Frá Eyjafirði og austur úr verður viðvarandi éljagangur, blástur og blinda í dag. Í Öræfum versnar snögglega á milli kl. 12 og 13 og hríðarbylur verður til að byrja með. Snarpir sviptivindar allt 40-45 m/s í hviðum, einkum á kaflanum frá Skaftafelli austur fyrir Svínafell. Lægir ekki að gagni fyrr en í nótt.Færð og aðstæður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar:Hálkublettir eru á Höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Lyngdalsheiði. Hálka er mjög víða á Suðurlandi.Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi.Það er snjóþekja eða hálka á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingsfærð er á Kleifaheiði og flughálka er á milli Kleifaheiðar og Brjánslækjar. Ófært er á Klettshálsi og Hjallahálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært á Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er einnig í Ísafjarðardjúpi á Drangsnesvegi og á Innstrandavegi.Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi að Ketilási. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er nú lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum en annars hálka eða snjóþekja á vegum og töluverð snjókoma eða éljagangur.Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi en þæfingsfærð og skafrenningur á Fjarðarheiði. Ófært er á Vatnsskarði eystra. Hálka eða hálkublettir eru með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður.
Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14