Guðni vitnaði í Stephan G í Hörpu: „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. nóvember 2017 18:45 Mörg erfið verkefni bíða úrlausnar stjórnvalda þegar málefni aldraðra eru annars vegar og ráðamenn verða að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins svo velferðarkerfið rísi undir nafni. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Áttatíu ára afmælisráðstefna Sjómannadagsráðs, undir yfirskriftinni Lífsgæði aldraðra, var haldin í Silfurbergi í Hörpu í dag en Sjómannadagsráð er eigandi Hrafnistuheimilanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flutti ávarp og sagði að það væru mörg óleyst úrlausnarefni í samfélaginu sem sneru að hagsmunum aldraðra. „Þarf aðeins að rifja upp ýmsar nýlegar fréttir því til sannindamerkis. Deilt er um frítekjumark og lífeyri eldri borgara. Svo er bið eftir rými á hjúkrunar- og dvalarheimilum og bið eftir aðgerð á sjúkrahúsum. Það er í verkahring ráðamanna að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins í þessum efnum. Velferðarkerfið verður að rísa undir nafni. Þess væntum við öll sem búum í okkar góða landi og eigum að njóta saman gæða þess,“ sagði forsetinn. Guðni vitnaði í þekktan kveðskap sem sæmdi tilefninu en mörgum er tamt að tengja elli við hnignun og hrumleik. „Mínir vinir fara fjöld, kvað Bólu-Hjálmar á sinni tíð. Mér er orðið stirt um stef, sagði hann einnig ellimóður.“ Guðni sagðist þó heldur kjósa fagra lýsingu Stephans G. Stephanssonar á þeirri víðsýni og reynslu sem safna megi á langri lífsleið. „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Hér á skáldið við að fólk skuli virða það sem því var kennt í æsku, vera sonur morgunroðans en kunna um leið að meta í elli nýja tíma og siði, vera vinur aftansólar,“ sagði forsetinn í Hörpu og vitnaði þar í ljóð Stephans G. Stephanssonar. Forseti Íslands Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Mörg erfið verkefni bíða úrlausnar stjórnvalda þegar málefni aldraðra eru annars vegar og ráðamenn verða að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins svo velferðarkerfið rísi undir nafni. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Áttatíu ára afmælisráðstefna Sjómannadagsráðs, undir yfirskriftinni Lífsgæði aldraðra, var haldin í Silfurbergi í Hörpu í dag en Sjómannadagsráð er eigandi Hrafnistuheimilanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flutti ávarp og sagði að það væru mörg óleyst úrlausnarefni í samfélaginu sem sneru að hagsmunum aldraðra. „Þarf aðeins að rifja upp ýmsar nýlegar fréttir því til sannindamerkis. Deilt er um frítekjumark og lífeyri eldri borgara. Svo er bið eftir rými á hjúkrunar- og dvalarheimilum og bið eftir aðgerð á sjúkrahúsum. Það er í verkahring ráðamanna að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins í þessum efnum. Velferðarkerfið verður að rísa undir nafni. Þess væntum við öll sem búum í okkar góða landi og eigum að njóta saman gæða þess,“ sagði forsetinn. Guðni vitnaði í þekktan kveðskap sem sæmdi tilefninu en mörgum er tamt að tengja elli við hnignun og hrumleik. „Mínir vinir fara fjöld, kvað Bólu-Hjálmar á sinni tíð. Mér er orðið stirt um stef, sagði hann einnig ellimóður.“ Guðni sagðist þó heldur kjósa fagra lýsingu Stephans G. Stephanssonar á þeirri víðsýni og reynslu sem safna megi á langri lífsleið. „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Hér á skáldið við að fólk skuli virða það sem því var kennt í æsku, vera sonur morgunroðans en kunna um leið að meta í elli nýja tíma og siði, vera vinur aftansólar,“ sagði forsetinn í Hörpu og vitnaði þar í ljóð Stephans G. Stephanssonar.
Forseti Íslands Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira