Sneru vélinni við vegna veðurs Aron Ingi Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2017 15:15 Vélin var komin langleiðina að Bíldudal, þegar ákveðið var að snúa henni aftur til Reykjavíkur. vísir/Egill Aðalsteinsson Flugvél flugfélagsins Ernis á leið frá Reykjavíkurflugvelli til Bíldudals var í hádeginu í dag snúið við vegna veðurs. Vélin var komin langleiðina að Bíldudal þegar skyggni datt skyndilega niður og ekki hægt að lenda, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Færð og aðstæður hafa verið slæmar á Vestfjörðum í dag og í gær og samgöngur farið úr skorðum. Vegurinn yfir Klettsháls er lokaður og ferjan Baldur siglir ekki vegna bilunar, en viðgerðartíminn er allt að einn mánuður. Þá eru vegir milli Súðavíkur og Ísafjarðar annars vegar, og Flateyrar og Ísafjarðar hins vegar, enn lokaðir en til stendur að opna þá í dag, að sögn Geirs Sigurðssonar, yfirmanns vaktstöðvar Vegagerðarinnar á Ísafirði.Ófært hefur verið á sunnanverðum Vestfjöðum.vísir/aig„Það féll snjóflóð á veginn þarna á milli í gærmorgun og lokaðist hann vegna þess. Það fór þarna yfir úrkomubelti en það er gengið yfir og við vonumst til að geta opnað þessa leið um eftirmiðdaginn í dag. Og vonumst við einnig til að opna veginn um Ísafjarðardjúpið á sama tíma. Ákveðið að loka veginum milli Flateyrar og Ísafjarðar vegna varúðarráðstafana, það gekk mikið úrkomubelti þar yfir og var því snjóflóðahætta á ferðum en þegar úrkoman hættir þá snarminnkar hætta á snjóflóðum,” segir Geir.Bílar fastir á Klettshálsi Vegurinn yfir Klettsháls er lokaður og segir Geir að verið sé að losa bíla þar. Hins vegar séu bundnar vonir við að hægt verði að opna veginn aftur um eftirmiðdaginn. „Veðurspáin lítur þokkalega út í dag og í nótt, svo kemur aftur leiðindaveður seinnipart á morgun og ófærð aftur eftir miðjan dag þá. Þessari hrinu er sem sagt ekki lokið, þetta mun ekki lagast fyrr en undir helgi.“ Geir segir að reynt verði að opna fleiri fjallvegi fljótlega. „Hrafnseyrarheiði verður opnuð þegar veðrið gengur niður, sama með Dynjandisheiðina, henni verður svo haldið opinni þrjá til fjóra daga í mánuði vegna birgðaflutninga fyrir gerð Dýrafjarðarganganna, annars hafa þessar heiðar verið lokaðar meira og minna allan veturinn.“ Veður Tengdar fréttir Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52 „Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast“ Allar ferðir Baldurs falla niður. 20. nóvember 2017 13:51 Loka vegum vegna veðurs Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið. 20. nóvember 2017 22:24 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Flugvél flugfélagsins Ernis á leið frá Reykjavíkurflugvelli til Bíldudals var í hádeginu í dag snúið við vegna veðurs. Vélin var komin langleiðina að Bíldudal þegar skyggni datt skyndilega niður og ekki hægt að lenda, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Færð og aðstæður hafa verið slæmar á Vestfjörðum í dag og í gær og samgöngur farið úr skorðum. Vegurinn yfir Klettsháls er lokaður og ferjan Baldur siglir ekki vegna bilunar, en viðgerðartíminn er allt að einn mánuður. Þá eru vegir milli Súðavíkur og Ísafjarðar annars vegar, og Flateyrar og Ísafjarðar hins vegar, enn lokaðir en til stendur að opna þá í dag, að sögn Geirs Sigurðssonar, yfirmanns vaktstöðvar Vegagerðarinnar á Ísafirði.Ófært hefur verið á sunnanverðum Vestfjöðum.vísir/aig„Það féll snjóflóð á veginn þarna á milli í gærmorgun og lokaðist hann vegna þess. Það fór þarna yfir úrkomubelti en það er gengið yfir og við vonumst til að geta opnað þessa leið um eftirmiðdaginn í dag. Og vonumst við einnig til að opna veginn um Ísafjarðardjúpið á sama tíma. Ákveðið að loka veginum milli Flateyrar og Ísafjarðar vegna varúðarráðstafana, það gekk mikið úrkomubelti þar yfir og var því snjóflóðahætta á ferðum en þegar úrkoman hættir þá snarminnkar hætta á snjóflóðum,” segir Geir.Bílar fastir á Klettshálsi Vegurinn yfir Klettsháls er lokaður og segir Geir að verið sé að losa bíla þar. Hins vegar séu bundnar vonir við að hægt verði að opna veginn aftur um eftirmiðdaginn. „Veðurspáin lítur þokkalega út í dag og í nótt, svo kemur aftur leiðindaveður seinnipart á morgun og ófærð aftur eftir miðjan dag þá. Þessari hrinu er sem sagt ekki lokið, þetta mun ekki lagast fyrr en undir helgi.“ Geir segir að reynt verði að opna fleiri fjallvegi fljótlega. „Hrafnseyrarheiði verður opnuð þegar veðrið gengur niður, sama með Dynjandisheiðina, henni verður svo haldið opinni þrjá til fjóra daga í mánuði vegna birgðaflutninga fyrir gerð Dýrafjarðarganganna, annars hafa þessar heiðar verið lokaðar meira og minna allan veturinn.“
Veður Tengdar fréttir Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52 „Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast“ Allar ferðir Baldurs falla niður. 20. nóvember 2017 13:51 Loka vegum vegna veðurs Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið. 20. nóvember 2017 22:24 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52
„Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast“ Allar ferðir Baldurs falla niður. 20. nóvember 2017 13:51
Loka vegum vegna veðurs Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið. 20. nóvember 2017 22:24