Sölvi býr við hliðina á Víkinni: „Ég vildi alltaf fara í Víking“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2017 06:00 Heima er best. Sölvi í Víkinni í gær. vísir/vilhelm Pepsi-deildarlið Víkings fékk mikinn liðsstyrk í gær er varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen sneri aftur heim í Víkina eftir þrettán ár í atvinnumennsku. „Mér líður rosalega vel að vera kominn heim. Þetta er búinn að vera langur tími erlendis og ég er bara virkilega feginn að vera kominn heim,“ segir Sölvi Geir brosmildur en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Víkinga. Sá samningur tekur gildi um áramótin er samningur hans í Kína rennur út. Sölvi Geir hefur spilað 29 landsleiki og hefur víða komið við á ferlinum. Er hann fór frá Víkingi árið 2004 fór hann fyrst til Djurgården í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin yfir til Danmerkur þar sem hann spilaði með SönderjyskE og FC KØbenhavn. Svo byrjaði ævintýramennskan. Árið 2013 samdi Sölvi við rússneska félagið Ural og þar lék hann í tvö ár áður en hann tók tilboði frá Jiangsu Sainty í Kína. Hann er búinn að vera í Asíu síðan og er nú að klára samning hjá Guangzhou R&F. Þó að hann sé enn samningsbundinn félaginu er tímabilinu lokið og hann þarf ekki að fara aftur út.Kannski síðasti samningurinn „Ég veit ekki hvort þetta er minn lokaáfangastaður á ferlinum en ef ég klára þennan samning þá verð ég orðinn 36 ára gamall. Það gæti því vel verið að þetta sé minn síðasti samningur. Ég hef ekkert pælt í því hvenær ég ætla að hætta og ætla bara að hlusta á líkamann. Ég er í fínu standi núna og finnst ég eiga nóg inni. Ég er þar af leiðandi ekkert að hugsa um endalokin í þessu,“ segir Sölvi Geir. Stóru liðin hér á landi reyndu eðlilega að fá hann í sínar raðir en Sölvi endaði þar sem hann vildi vera. „Ég var búinn að ræða við Víkinga áður en ég fór síðast til Kína og fara yfir málin með þeim. Ég vildi alltaf fara í Víking og þangað leitaði hugurinn. Þetta snerist bara um að ná saman og það heppnaðist allt saman,“ segir Sölvi, en hvað telur hann að Víkingur geti gert á komandi árum?Stefna á Evrópukeppni „Það er metnaður hjá félaginu að gera betur en síðustu ár og setja stefnuna á Evrópusæti. Við styrkjum okkur vonandi enn frekar á næstunni.“ Varnarmaðurinn sterki er tveggja barna faðir og hefur verið mikið fjarverandi frá börnunum sökum vinnu sinnar í Asíu og leynir því ekki að tilfinningin að vera alkominn heim sé ákaflega góð. „Tilfinningin er rosalega góð og ég hef getað undirbúið mig lengi að koma heim. Það er allt eins og ég hafði ímyndað mér það. Gott að koma heim til allra og ekki verra að ég bý hérna við hliðina á Víkinni. Ég get labbað á æfingar og sparað mér bensínkostnaðinn,“ segir Sölvi léttur og hlær dátt. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37 Sölvi Geir semur við Víkinga í dag Sölvi Geir Ottesen snýr aftur til síns gamla félags eftir þrettán ára atvinnumannaferil utan landsteinanna. 22. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Pepsi-deildarlið Víkings fékk mikinn liðsstyrk í gær er varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen sneri aftur heim í Víkina eftir þrettán ár í atvinnumennsku. „Mér líður rosalega vel að vera kominn heim. Þetta er búinn að vera langur tími erlendis og ég er bara virkilega feginn að vera kominn heim,“ segir Sölvi Geir brosmildur en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Víkinga. Sá samningur tekur gildi um áramótin er samningur hans í Kína rennur út. Sölvi Geir hefur spilað 29 landsleiki og hefur víða komið við á ferlinum. Er hann fór frá Víkingi árið 2004 fór hann fyrst til Djurgården í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin yfir til Danmerkur þar sem hann spilaði með SönderjyskE og FC KØbenhavn. Svo byrjaði ævintýramennskan. Árið 2013 samdi Sölvi við rússneska félagið Ural og þar lék hann í tvö ár áður en hann tók tilboði frá Jiangsu Sainty í Kína. Hann er búinn að vera í Asíu síðan og er nú að klára samning hjá Guangzhou R&F. Þó að hann sé enn samningsbundinn félaginu er tímabilinu lokið og hann þarf ekki að fara aftur út.Kannski síðasti samningurinn „Ég veit ekki hvort þetta er minn lokaáfangastaður á ferlinum en ef ég klára þennan samning þá verð ég orðinn 36 ára gamall. Það gæti því vel verið að þetta sé minn síðasti samningur. Ég hef ekkert pælt í því hvenær ég ætla að hætta og ætla bara að hlusta á líkamann. Ég er í fínu standi núna og finnst ég eiga nóg inni. Ég er þar af leiðandi ekkert að hugsa um endalokin í þessu,“ segir Sölvi Geir. Stóru liðin hér á landi reyndu eðlilega að fá hann í sínar raðir en Sölvi endaði þar sem hann vildi vera. „Ég var búinn að ræða við Víkinga áður en ég fór síðast til Kína og fara yfir málin með þeim. Ég vildi alltaf fara í Víking og þangað leitaði hugurinn. Þetta snerist bara um að ná saman og það heppnaðist allt saman,“ segir Sölvi, en hvað telur hann að Víkingur geti gert á komandi árum?Stefna á Evrópukeppni „Það er metnaður hjá félaginu að gera betur en síðustu ár og setja stefnuna á Evrópusæti. Við styrkjum okkur vonandi enn frekar á næstunni.“ Varnarmaðurinn sterki er tveggja barna faðir og hefur verið mikið fjarverandi frá börnunum sökum vinnu sinnar í Asíu og leynir því ekki að tilfinningin að vera alkominn heim sé ákaflega góð. „Tilfinningin er rosalega góð og ég hef getað undirbúið mig lengi að koma heim. Það er allt eins og ég hafði ímyndað mér það. Gott að koma heim til allra og ekki verra að ég bý hérna við hliðina á Víkinni. Ég get labbað á æfingar og sparað mér bensínkostnaðinn,“ segir Sölvi léttur og hlær dátt.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37 Sölvi Geir semur við Víkinga í dag Sölvi Geir Ottesen snýr aftur til síns gamla félags eftir þrettán ára atvinnumannaferil utan landsteinanna. 22. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37
Sölvi Geir semur við Víkinga í dag Sölvi Geir Ottesen snýr aftur til síns gamla félags eftir þrettán ára atvinnumannaferil utan landsteinanna. 22. nóvember 2017 09:45