„Við höfum nú þegar áhyggjur“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. nóvember 2017 18:45 Neyðarrýmingaráætlun hefur verið gefin út fyrir svæðið í kringum Öræfajökul komi til eldgoss. Vísindamenn hafa nú þegar áhyggjur af eldgosi þótt ekkert bendi til þess að það sé í vændum. Sprunga sem hefur myndast í gígnum nær að gígbarmi jökulsins. Frá 1. október síðastliðnum hafa orðið 150 jarðskjálftar í og við Öræfajökul, sá stærsti þeirra 3,5 að stærð. Flestir skjálftanna flokkast undir að vera smáskjálftar en allir skjálftar stærri en einn komma tveir skoða jarðvársérfræðingar Veðurstofunnar sérstaklega, en þeir eru orðnir um tuttugu talsins. Vísindamenn hafa í dag og síðustu daga safnað upplýsingum en veður hefur þó sett strik í reikninginn. En helsti eldfjallasérfræðingur landsins sem atburðarásina í jöklinum óeðlilega. „Það er eiginlega nokkuð ljóst að það hefur einhver kvika farið inn í fjallið og það eru þessir skjálftar og allt það. Allt í einu kviknar á fjallinu og miðað við hvar fjallið er að þá er eiginlega eina skýringin sú að það er einhver kvika á ferðinni,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Á gervihnattamyndum sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands vinnur með má sjá sprungumyndin í gígnum í Öræfajökli og á nýjustu myndinni má sjá að sprungan teygir sig í átt að Kotárjökli, á sama stað og eldgosið 1727. Vísindamenn segja að þétta þurfi mælanetið í og við jökulinn til þess að meta breytingar sem verða. „Það er erfitt að nota gervihnettina, sem við getum mjög vel beitt víða annars staðar, til þess að sjá breytingar á fjallinu sjálfu,“ segir Ármann. Almannavarnir gáfu út í dag skipulag neyðarrýmingar á svæðinu komi til eldgoss og má finna upplýsingar á íslenski og ensku á vef almannavarna. Áhöfnin á flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, stefndi á að fljúga yfir jökulinn síðdegis í dag, á leið sinni til Miðjarðarhafsins, til þess að taka myndir af jöklinum sem mögulega getað varpað ljósi á það sem er að gerast. Há rafleiðni í ám sem koma undan jöklinum hafa verið nær óbreytt frá því fyrir helgi.Hversu öflug skjálftahrina þyrfti að verða á þessu svæði til þess að þið færuð að að hafa áhyggjur? „Við höfum nú þegar áhyggjur. Ef maður ætlaði að miða við það sem við þekkjum úr sögunni, sérstaklega í kringum 1727, þá var einhver víbríngur og hann var aðeins sterkari þarna rétt fyrir gos,“ Ármann. Ármann segir að fyrirvari verði á því komi til goss í Öræfajökli. „Það eru nú allar líkur á því að við fáum einhvern, allavega nægilegan fyrirvara til þess að fólk fari, komi sér undan. En svo má heldur ekki gleyma því að svona fjöll, það getur tekið þau upp undir tuttugu ár að vakna,“ segir Ármann. Almannavarnir Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Neyðarrýmingaráætlunin tilbúin Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. 22. nóvember 2017 16:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Neyðarrýmingaráætlun hefur verið gefin út fyrir svæðið í kringum Öræfajökul komi til eldgoss. Vísindamenn hafa nú þegar áhyggjur af eldgosi þótt ekkert bendi til þess að það sé í vændum. Sprunga sem hefur myndast í gígnum nær að gígbarmi jökulsins. Frá 1. október síðastliðnum hafa orðið 150 jarðskjálftar í og við Öræfajökul, sá stærsti þeirra 3,5 að stærð. Flestir skjálftanna flokkast undir að vera smáskjálftar en allir skjálftar stærri en einn komma tveir skoða jarðvársérfræðingar Veðurstofunnar sérstaklega, en þeir eru orðnir um tuttugu talsins. Vísindamenn hafa í dag og síðustu daga safnað upplýsingum en veður hefur þó sett strik í reikninginn. En helsti eldfjallasérfræðingur landsins sem atburðarásina í jöklinum óeðlilega. „Það er eiginlega nokkuð ljóst að það hefur einhver kvika farið inn í fjallið og það eru þessir skjálftar og allt það. Allt í einu kviknar á fjallinu og miðað við hvar fjallið er að þá er eiginlega eina skýringin sú að það er einhver kvika á ferðinni,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Á gervihnattamyndum sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands vinnur með má sjá sprungumyndin í gígnum í Öræfajökli og á nýjustu myndinni má sjá að sprungan teygir sig í átt að Kotárjökli, á sama stað og eldgosið 1727. Vísindamenn segja að þétta þurfi mælanetið í og við jökulinn til þess að meta breytingar sem verða. „Það er erfitt að nota gervihnettina, sem við getum mjög vel beitt víða annars staðar, til þess að sjá breytingar á fjallinu sjálfu,“ segir Ármann. Almannavarnir gáfu út í dag skipulag neyðarrýmingar á svæðinu komi til eldgoss og má finna upplýsingar á íslenski og ensku á vef almannavarna. Áhöfnin á flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, stefndi á að fljúga yfir jökulinn síðdegis í dag, á leið sinni til Miðjarðarhafsins, til þess að taka myndir af jöklinum sem mögulega getað varpað ljósi á það sem er að gerast. Há rafleiðni í ám sem koma undan jöklinum hafa verið nær óbreytt frá því fyrir helgi.Hversu öflug skjálftahrina þyrfti að verða á þessu svæði til þess að þið færuð að að hafa áhyggjur? „Við höfum nú þegar áhyggjur. Ef maður ætlaði að miða við það sem við þekkjum úr sögunni, sérstaklega í kringum 1727, þá var einhver víbríngur og hann var aðeins sterkari þarna rétt fyrir gos,“ Ármann. Ármann segir að fyrirvari verði á því komi til goss í Öræfajökli. „Það eru nú allar líkur á því að við fáum einhvern, allavega nægilegan fyrirvara til þess að fólk fari, komi sér undan. En svo má heldur ekki gleyma því að svona fjöll, það getur tekið þau upp undir tuttugu ár að vakna,“ segir Ármann.
Almannavarnir Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Neyðarrýmingaráætlunin tilbúin Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. 22. nóvember 2017 16:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00
Neyðarrýmingaráætlunin tilbúin Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. 22. nóvember 2017 16:38