Viðskipti innlent

Guðlaug verður skólastjóri Árbæjarskóla

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Guðlaug Sturlaugsdóttir
Guðlaug Sturlaugsdóttir Reykjavíkurborg
Guðlaug Sturlaugsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Árbæjarskóla. Guðlaug tekur við starfinu af Þorsteini Sæberg.

Guðlaug Sturlaugsdóttir hefur lokið M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands, diplomu í uppeldis- og kennslufræðum með áherslu á stjórnsýslu og skólastjórnun og diplomu í uppeldis- og kennslufræðum með áherslu á upplýsingatækni.

Hún hefur um áratugaskeið starfað sem kennari og þá starfaði hún einnig um skeið sem skólastjóri við Grunnskóla Seltjarnarness. Þá hefur hún gegnt starfi skrifstofustjóra grunnskólaskrifstofu á skóla- og frístundasviði síðastliðin tvö ár.

Guðlaug tekur við starfinu um áramótin. Fjórir umsækjendur voru um skólastjórastöðuna í Árbæjarskóla, en umsóknarfrestur rann út 6. nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×