Fjöldamorðið í Srebrenica: Vilja fá staðfest að verkefnið hafi verið ómögulegt Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2017 13:00 Grafreitur og minnisvarði um fjöldamorðið í Srebrenica. Vísir/Getty Hollenskir hermenn sem sendir voru til friðargæslu í bænum Srebrenica sumarið 1995 hafa um árabil verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir versta fjöldamorð Evrópu frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Nú sækjast minnst 220 fyrrverandi meðlimir herdeildarinnar sem gengur undir nafninu „Dutchbat“ eftir bótum frá ríkinu og að viðurkennt verði að verkefnið sem þeim hafi verið úthlutað hafi verið ómögulegt. Hershöfðinginn fyrrverandi Ratko Mladic var í gær dæmdur af Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í málefnum fyrrum Júgóslavíu fyrir aðild sína að verstu ódæðum stríðsins. Þar á meðal fjöldamorðsins í Srebrenica þar sem um átta þúsund menn og drengir voru myrtir og komið fyrir í fjöldagröfum. Útskýringarmyndband BBC um fjöldamorðið sem birt var 2015.Friðargæsluliðar voru sendir til Srebrenica sem Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu sem átakalaust svæði árið 1993. Þangað hafði mikill fjöldi múslima sem höfðu verið reknir frá öðrum hlutum Bosníu flúið og leitað skjóls. Friðargæsluliðarnir, sem höfðu verið sendir án nægilegs búnaðar og undirbúnings til að tryggja öryggi á svæðinu hörfuðu undan vel vopnuðum og vönum hermönnum Mladic. Friðargæsluliðarnir voru sigraðir þann 11. júlí 1995.Samkvæmt upprifjun Business Insider hafði fjöldamorðið verið skipulagt fyrir fram. Serbar höfðu tekið fjölmörg þorp múslima á svæðinu umhverfis Srebrenica og rekið fólk þaðan til bæjarins. Þar að auki höfðu þeir skotið á svæðið úr sprengjuvörpum. Ratko Mladic ræðir hér að neðan við flóttamenn og fjölmiðla í Srebrenica degi áður en morðin byrjuðu. Þá sagði hann að fólkið yrði flutt á brott og þau væru örugg. Konur og börn voru flutt af svæðinu en um átta þúsund menn og drengir urðu eftir svo þeir gætu verið „yfirheyrðir“.Sameinuðu þjóðirnar töldu þörf á sex þúsund friðargæsluliðum á svæðinu, en hollensku hermennirnir voru einungis um sex hundruð.Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar komst dómstóll í Hollandi að þeirri niðurstöðu á árinu að hollenska ríkið bæri að hluta til ábyrgð á dauða 350 manna sem höfðu leitað skjóls hjá friðargæsluliðunum. Þeir voru afhentir hermönnum Mladic eftir að þeir höfðu tekið 30 friðargæsluliða í gíslingu.Ríkinu var gert að greiða fjölskyldum mannanna bætur. AFP segir fjölmargar heimildir fyrir því að ríkisstjórn Hollands á þeim tíma hafi tekið að sér friðargæsluverkefnið eingöngu á grundvelli hugsjóna og án þess að skoða hvort að verkefnið væri í raun mögulegt.Mynd frá 1. mars 1994 sem sýnir hollenskan friðargæsluliða ræða við heimamenn í Bosníu.Vísir/AFPFyrrverandi varnarmálaráðherra Hollands, Jeanine Hennis-Plasschaert, viðurkenndi í fyrra að friðargæsluliðarnir hefðu verið sendir án undirbúnings, búnaðar og upplýsinga til þess að vernda frið sem var ekki lengur til staðar. „Þetta var óraunhæft verkefni við ómögulegar aðstæður,“ sagði hún. Einn hermaður Dutchbat sem AFP ræddi við fyrir tveimur árum segist sjá verulega eftir loforði sem hann gaf. „Ég var 21 árs og kunni tungumálið ekki vel,“ sagði Edo van den Berg. „Ég reyndi samt að róa íbúa með því að segja: Við erum hér, þetta verður allt í lagi. Þetta fór ekki vel. Ég hefði aldrei átt að lofa það að allt yrði í lagi.“ Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Hollenskir hermenn sem sendir voru til friðargæslu í bænum Srebrenica sumarið 1995 hafa um árabil verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir versta fjöldamorð Evrópu frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Nú sækjast minnst 220 fyrrverandi meðlimir herdeildarinnar sem gengur undir nafninu „Dutchbat“ eftir bótum frá ríkinu og að viðurkennt verði að verkefnið sem þeim hafi verið úthlutað hafi verið ómögulegt. Hershöfðinginn fyrrverandi Ratko Mladic var í gær dæmdur af Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í málefnum fyrrum Júgóslavíu fyrir aðild sína að verstu ódæðum stríðsins. Þar á meðal fjöldamorðsins í Srebrenica þar sem um átta þúsund menn og drengir voru myrtir og komið fyrir í fjöldagröfum. Útskýringarmyndband BBC um fjöldamorðið sem birt var 2015.Friðargæsluliðar voru sendir til Srebrenica sem Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu sem átakalaust svæði árið 1993. Þangað hafði mikill fjöldi múslima sem höfðu verið reknir frá öðrum hlutum Bosníu flúið og leitað skjóls. Friðargæsluliðarnir, sem höfðu verið sendir án nægilegs búnaðar og undirbúnings til að tryggja öryggi á svæðinu hörfuðu undan vel vopnuðum og vönum hermönnum Mladic. Friðargæsluliðarnir voru sigraðir þann 11. júlí 1995.Samkvæmt upprifjun Business Insider hafði fjöldamorðið verið skipulagt fyrir fram. Serbar höfðu tekið fjölmörg þorp múslima á svæðinu umhverfis Srebrenica og rekið fólk þaðan til bæjarins. Þar að auki höfðu þeir skotið á svæðið úr sprengjuvörpum. Ratko Mladic ræðir hér að neðan við flóttamenn og fjölmiðla í Srebrenica degi áður en morðin byrjuðu. Þá sagði hann að fólkið yrði flutt á brott og þau væru örugg. Konur og börn voru flutt af svæðinu en um átta þúsund menn og drengir urðu eftir svo þeir gætu verið „yfirheyrðir“.Sameinuðu þjóðirnar töldu þörf á sex þúsund friðargæsluliðum á svæðinu, en hollensku hermennirnir voru einungis um sex hundruð.Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar komst dómstóll í Hollandi að þeirri niðurstöðu á árinu að hollenska ríkið bæri að hluta til ábyrgð á dauða 350 manna sem höfðu leitað skjóls hjá friðargæsluliðunum. Þeir voru afhentir hermönnum Mladic eftir að þeir höfðu tekið 30 friðargæsluliða í gíslingu.Ríkinu var gert að greiða fjölskyldum mannanna bætur. AFP segir fjölmargar heimildir fyrir því að ríkisstjórn Hollands á þeim tíma hafi tekið að sér friðargæsluverkefnið eingöngu á grundvelli hugsjóna og án þess að skoða hvort að verkefnið væri í raun mögulegt.Mynd frá 1. mars 1994 sem sýnir hollenskan friðargæsluliða ræða við heimamenn í Bosníu.Vísir/AFPFyrrverandi varnarmálaráðherra Hollands, Jeanine Hennis-Plasschaert, viðurkenndi í fyrra að friðargæsluliðarnir hefðu verið sendir án undirbúnings, búnaðar og upplýsinga til þess að vernda frið sem var ekki lengur til staðar. „Þetta var óraunhæft verkefni við ómögulegar aðstæður,“ sagði hún. Einn hermaður Dutchbat sem AFP ræddi við fyrir tveimur árum segist sjá verulega eftir loforði sem hann gaf. „Ég var 21 árs og kunni tungumálið ekki vel,“ sagði Edo van den Berg. „Ég reyndi samt að róa íbúa með því að segja: Við erum hér, þetta verður allt í lagi. Þetta fór ekki vel. Ég hefði aldrei átt að lofa það að allt yrði í lagi.“
Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira