Fjöldamorðið í Srebrenica: Vilja fá staðfest að verkefnið hafi verið ómögulegt Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2017 13:00 Grafreitur og minnisvarði um fjöldamorðið í Srebrenica. Vísir/Getty Hollenskir hermenn sem sendir voru til friðargæslu í bænum Srebrenica sumarið 1995 hafa um árabil verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir versta fjöldamorð Evrópu frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Nú sækjast minnst 220 fyrrverandi meðlimir herdeildarinnar sem gengur undir nafninu „Dutchbat“ eftir bótum frá ríkinu og að viðurkennt verði að verkefnið sem þeim hafi verið úthlutað hafi verið ómögulegt. Hershöfðinginn fyrrverandi Ratko Mladic var í gær dæmdur af Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í málefnum fyrrum Júgóslavíu fyrir aðild sína að verstu ódæðum stríðsins. Þar á meðal fjöldamorðsins í Srebrenica þar sem um átta þúsund menn og drengir voru myrtir og komið fyrir í fjöldagröfum. Útskýringarmyndband BBC um fjöldamorðið sem birt var 2015.Friðargæsluliðar voru sendir til Srebrenica sem Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu sem átakalaust svæði árið 1993. Þangað hafði mikill fjöldi múslima sem höfðu verið reknir frá öðrum hlutum Bosníu flúið og leitað skjóls. Friðargæsluliðarnir, sem höfðu verið sendir án nægilegs búnaðar og undirbúnings til að tryggja öryggi á svæðinu hörfuðu undan vel vopnuðum og vönum hermönnum Mladic. Friðargæsluliðarnir voru sigraðir þann 11. júlí 1995.Samkvæmt upprifjun Business Insider hafði fjöldamorðið verið skipulagt fyrir fram. Serbar höfðu tekið fjölmörg þorp múslima á svæðinu umhverfis Srebrenica og rekið fólk þaðan til bæjarins. Þar að auki höfðu þeir skotið á svæðið úr sprengjuvörpum. Ratko Mladic ræðir hér að neðan við flóttamenn og fjölmiðla í Srebrenica degi áður en morðin byrjuðu. Þá sagði hann að fólkið yrði flutt á brott og þau væru örugg. Konur og börn voru flutt af svæðinu en um átta þúsund menn og drengir urðu eftir svo þeir gætu verið „yfirheyrðir“.Sameinuðu þjóðirnar töldu þörf á sex þúsund friðargæsluliðum á svæðinu, en hollensku hermennirnir voru einungis um sex hundruð.Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar komst dómstóll í Hollandi að þeirri niðurstöðu á árinu að hollenska ríkið bæri að hluta til ábyrgð á dauða 350 manna sem höfðu leitað skjóls hjá friðargæsluliðunum. Þeir voru afhentir hermönnum Mladic eftir að þeir höfðu tekið 30 friðargæsluliða í gíslingu.Ríkinu var gert að greiða fjölskyldum mannanna bætur. AFP segir fjölmargar heimildir fyrir því að ríkisstjórn Hollands á þeim tíma hafi tekið að sér friðargæsluverkefnið eingöngu á grundvelli hugsjóna og án þess að skoða hvort að verkefnið væri í raun mögulegt.Mynd frá 1. mars 1994 sem sýnir hollenskan friðargæsluliða ræða við heimamenn í Bosníu.Vísir/AFPFyrrverandi varnarmálaráðherra Hollands, Jeanine Hennis-Plasschaert, viðurkenndi í fyrra að friðargæsluliðarnir hefðu verið sendir án undirbúnings, búnaðar og upplýsinga til þess að vernda frið sem var ekki lengur til staðar. „Þetta var óraunhæft verkefni við ómögulegar aðstæður,“ sagði hún. Einn hermaður Dutchbat sem AFP ræddi við fyrir tveimur árum segist sjá verulega eftir loforði sem hann gaf. „Ég var 21 árs og kunni tungumálið ekki vel,“ sagði Edo van den Berg. „Ég reyndi samt að róa íbúa með því að segja: Við erum hér, þetta verður allt í lagi. Þetta fór ekki vel. Ég hefði aldrei átt að lofa það að allt yrði í lagi.“ Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Sjá meira
Hollenskir hermenn sem sendir voru til friðargæslu í bænum Srebrenica sumarið 1995 hafa um árabil verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir versta fjöldamorð Evrópu frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Nú sækjast minnst 220 fyrrverandi meðlimir herdeildarinnar sem gengur undir nafninu „Dutchbat“ eftir bótum frá ríkinu og að viðurkennt verði að verkefnið sem þeim hafi verið úthlutað hafi verið ómögulegt. Hershöfðinginn fyrrverandi Ratko Mladic var í gær dæmdur af Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í málefnum fyrrum Júgóslavíu fyrir aðild sína að verstu ódæðum stríðsins. Þar á meðal fjöldamorðsins í Srebrenica þar sem um átta þúsund menn og drengir voru myrtir og komið fyrir í fjöldagröfum. Útskýringarmyndband BBC um fjöldamorðið sem birt var 2015.Friðargæsluliðar voru sendir til Srebrenica sem Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu sem átakalaust svæði árið 1993. Þangað hafði mikill fjöldi múslima sem höfðu verið reknir frá öðrum hlutum Bosníu flúið og leitað skjóls. Friðargæsluliðarnir, sem höfðu verið sendir án nægilegs búnaðar og undirbúnings til að tryggja öryggi á svæðinu hörfuðu undan vel vopnuðum og vönum hermönnum Mladic. Friðargæsluliðarnir voru sigraðir þann 11. júlí 1995.Samkvæmt upprifjun Business Insider hafði fjöldamorðið verið skipulagt fyrir fram. Serbar höfðu tekið fjölmörg þorp múslima á svæðinu umhverfis Srebrenica og rekið fólk þaðan til bæjarins. Þar að auki höfðu þeir skotið á svæðið úr sprengjuvörpum. Ratko Mladic ræðir hér að neðan við flóttamenn og fjölmiðla í Srebrenica degi áður en morðin byrjuðu. Þá sagði hann að fólkið yrði flutt á brott og þau væru örugg. Konur og börn voru flutt af svæðinu en um átta þúsund menn og drengir urðu eftir svo þeir gætu verið „yfirheyrðir“.Sameinuðu þjóðirnar töldu þörf á sex þúsund friðargæsluliðum á svæðinu, en hollensku hermennirnir voru einungis um sex hundruð.Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar komst dómstóll í Hollandi að þeirri niðurstöðu á árinu að hollenska ríkið bæri að hluta til ábyrgð á dauða 350 manna sem höfðu leitað skjóls hjá friðargæsluliðunum. Þeir voru afhentir hermönnum Mladic eftir að þeir höfðu tekið 30 friðargæsluliða í gíslingu.Ríkinu var gert að greiða fjölskyldum mannanna bætur. AFP segir fjölmargar heimildir fyrir því að ríkisstjórn Hollands á þeim tíma hafi tekið að sér friðargæsluverkefnið eingöngu á grundvelli hugsjóna og án þess að skoða hvort að verkefnið væri í raun mögulegt.Mynd frá 1. mars 1994 sem sýnir hollenskan friðargæsluliða ræða við heimamenn í Bosníu.Vísir/AFPFyrrverandi varnarmálaráðherra Hollands, Jeanine Hennis-Plasschaert, viðurkenndi í fyrra að friðargæsluliðarnir hefðu verið sendir án undirbúnings, búnaðar og upplýsinga til þess að vernda frið sem var ekki lengur til staðar. „Þetta var óraunhæft verkefni við ómögulegar aðstæður,“ sagði hún. Einn hermaður Dutchbat sem AFP ræddi við fyrir tveimur árum segist sjá verulega eftir loforði sem hann gaf. „Ég var 21 árs og kunni tungumálið ekki vel,“ sagði Edo van den Berg. „Ég reyndi samt að róa íbúa með því að segja: Við erum hér, þetta verður allt í lagi. Þetta fór ekki vel. Ég hefði aldrei átt að lofa það að allt yrði í lagi.“
Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Sjá meira