Ungu strákarnir þurfa að slá þá eldri út Tómas Þór Þórðarson og Henry Birgir Gunnarsson skrifa 24. nóvember 2017 06:00 Hlynur Bæringsson er einn af reynsluboltunum í landsliðinu og það mun mæða mikið á honum í leik dagsins. vísir/ernir „Mér líður vel með þennan hóp. Ég held að við séum með lið sem er góð blanda,“ segir Craig Pedersen landsliðsþjálfari en hann verður án margra lykilmanna er Íslendingar mæta Tékkum ytra í dag í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2019. Í íslenska liðið vantar Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij, Hörð Axel Vilhjálmsson, Elvar Má Friðriksson, Ægi Þór Steinarsson og Tryggva Snæ Hlinason. Það munar um minna. „Við erum með leiðtoga þarna í Hlyni, Martin og Hauki Helga. Leikur liðsins verður svolítið byggður upp á þeim og við höfum gert það áður. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig við spilum saman eftir stuttan undirbúning,“ segir Pedersen sem hefur verið með liðið í höndunum í Tékklandi síðan á mánudag. Stærstu menn íslenska hópsins eru aðeins 200 sentimetrar að hæð en hinn 216 sentimetra hái Tryggvi Snær Hlinason er ekki með þar sem félag hans, Valencia, er að leika Evrópuleik sama kvöld. Það er ekkert samstarf á milli Evrópudeildarinnar og Alþjóðakörfuboltasambandsins, FIBA, sem gerir það að verkum að Evrópuleikir eru spilaðir sömu kvöld og landsleikir með tilheyrandi veseni fyrir landsliðin. „Tryggvi getur breytt hlutunum hjá okkur á báðum endum vallarins. Við erum samt að reyna að vera jákvæðir fyrir þessari stöðu hans og höfum átt góð samtöl við hans félag. Vonandi fær hann að koma heim um helgina og spila með okkur heimaleikinn gegn Búlgaríu á mánudag.Craig Pedersen.vísir/ernirYngri þurfa að slá eldri út Það eru margir leikmenn að fá tækifæri núna og hópurinn er mikið breyttur frá EM síðasta sumar. Í hvaða átt vill Pedersen fara með liðið næstu árin? „Við erum að reyna að koma ungu kynslóðinni að en ég hef alltaf haft þá sýn að þeir þurfi að slá eldri mennina út. Við höfum rætt hvort við viljum byggja upp aftur eða reyna að komast áfram á lokamót. Við viljum frekar reyna að komast á lokamót í stað þess að falla langt niður er við förum í uppbyggingarferli. Nú finnst mér vera góð blanda í hópnum þar sem eldri mennirnir geta kennt þeim ungu mikið,“ segir Pedersen en hann býst við því að hans lið mæti jákvætt til leiks í dag. „Ég er að vona að liðið mæti ferskt til leiks. Síðasta sumar var erfitt með miklum ferðalögum og ég vona að strákarnir líti á þetta sem frí með vinum sínum þó svo við séum að keppa. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því að koma mönnum í form því það eru allir í toppformi.Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu á EM.Vísir/GettyDraumur að vinna báða leiki Pedersen segist renna frekar blint í sjóinn með þessa fyrstu tvo leiki en strákarnir eiga heimaleik gegn Búlgaríu á mánudag. „Það væri auðvitað algjör draumur að vinna báða leikina en ég held að ef við spilum vel þá sé allt hægt. Eins og í öllum íþróttum er gríðarlega mikilvægt að vinna sína heimaleiki en við tökum þetta einn leik í einu,“ segir þjálfarinn en hann er að vonum ánægður með að hafa náð góðum undirbúningi í Tékklandi fyrir leikinn. „Það var ákveðið að gera þetta svona fyrir nokkru til þess að minnka álagið á strákunum sem spila í Evrópu. Spara þeim að þurfa að fljúga heim og svo aftur út tveimur dögum síðar. Þá ættu þeir að vera ferskari. Svo kom auðvitað í ljós að þrír þeirra geta ekki spilað með okkur en þetta gefur okkur samt aukaæfingar ytra og vonandi gerir það gæfumuninn fyrir okkur,“ segir Pedersen en leikurinn hefst klukkan 17.00. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
„Mér líður vel með þennan hóp. Ég held að við séum með lið sem er góð blanda,“ segir Craig Pedersen landsliðsþjálfari en hann verður án margra lykilmanna er Íslendingar mæta Tékkum ytra í dag í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2019. Í íslenska liðið vantar Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij, Hörð Axel Vilhjálmsson, Elvar Má Friðriksson, Ægi Þór Steinarsson og Tryggva Snæ Hlinason. Það munar um minna. „Við erum með leiðtoga þarna í Hlyni, Martin og Hauki Helga. Leikur liðsins verður svolítið byggður upp á þeim og við höfum gert það áður. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig við spilum saman eftir stuttan undirbúning,“ segir Pedersen sem hefur verið með liðið í höndunum í Tékklandi síðan á mánudag. Stærstu menn íslenska hópsins eru aðeins 200 sentimetrar að hæð en hinn 216 sentimetra hái Tryggvi Snær Hlinason er ekki með þar sem félag hans, Valencia, er að leika Evrópuleik sama kvöld. Það er ekkert samstarf á milli Evrópudeildarinnar og Alþjóðakörfuboltasambandsins, FIBA, sem gerir það að verkum að Evrópuleikir eru spilaðir sömu kvöld og landsleikir með tilheyrandi veseni fyrir landsliðin. „Tryggvi getur breytt hlutunum hjá okkur á báðum endum vallarins. Við erum samt að reyna að vera jákvæðir fyrir þessari stöðu hans og höfum átt góð samtöl við hans félag. Vonandi fær hann að koma heim um helgina og spila með okkur heimaleikinn gegn Búlgaríu á mánudag.Craig Pedersen.vísir/ernirYngri þurfa að slá eldri út Það eru margir leikmenn að fá tækifæri núna og hópurinn er mikið breyttur frá EM síðasta sumar. Í hvaða átt vill Pedersen fara með liðið næstu árin? „Við erum að reyna að koma ungu kynslóðinni að en ég hef alltaf haft þá sýn að þeir þurfi að slá eldri mennina út. Við höfum rætt hvort við viljum byggja upp aftur eða reyna að komast áfram á lokamót. Við viljum frekar reyna að komast á lokamót í stað þess að falla langt niður er við förum í uppbyggingarferli. Nú finnst mér vera góð blanda í hópnum þar sem eldri mennirnir geta kennt þeim ungu mikið,“ segir Pedersen en hann býst við því að hans lið mæti jákvætt til leiks í dag. „Ég er að vona að liðið mæti ferskt til leiks. Síðasta sumar var erfitt með miklum ferðalögum og ég vona að strákarnir líti á þetta sem frí með vinum sínum þó svo við séum að keppa. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því að koma mönnum í form því það eru allir í toppformi.Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu á EM.Vísir/GettyDraumur að vinna báða leiki Pedersen segist renna frekar blint í sjóinn með þessa fyrstu tvo leiki en strákarnir eiga heimaleik gegn Búlgaríu á mánudag. „Það væri auðvitað algjör draumur að vinna báða leikina en ég held að ef við spilum vel þá sé allt hægt. Eins og í öllum íþróttum er gríðarlega mikilvægt að vinna sína heimaleiki en við tökum þetta einn leik í einu,“ segir þjálfarinn en hann er að vonum ánægður með að hafa náð góðum undirbúningi í Tékklandi fyrir leikinn. „Það var ákveðið að gera þetta svona fyrir nokkru til þess að minnka álagið á strákunum sem spila í Evrópu. Spara þeim að þurfa að fljúga heim og svo aftur út tveimur dögum síðar. Þá ættu þeir að vera ferskari. Svo kom auðvitað í ljós að þrír þeirra geta ekki spilað með okkur en þetta gefur okkur samt aukaæfingar ytra og vonandi gerir það gæfumuninn fyrir okkur,“ segir Pedersen en leikurinn hefst klukkan 17.00.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira