Allt klárt hjá strákunum okkar: Leikir við Japani og Þjóðverja og spilað í Split Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2017 17:50 Strákarnir okkar mæta Japan og Þýskalandi áður en þeir fara til Króatíu. vísir/ernir Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta munu spila í Split á EM 2018 sem hefst um miðjan næsta mánuð eins og kom fram fyrr í dag. Vangaveltur voru uppi um mögulega breytingu á leikstað eftir fréttir gærdagsins. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, nánast staðfestir að spilað verður í Split en engin umræða hefur verið um annað nema í fréttamiðlum í Serbíu og í Ungverjalandi. Hann ræddi málið í Akraborginni á X977 í dag. „Samkvæmt EHF er þetta mál stormur í vatnsglasi, enn sem komið er. Samkvæmt þeim upplýsingum frá þeim sem ég fékk í morgun stendur ekkert annað til en að leikirnir fari fram í Split og engin umræða um neitt annað hefur átt sér stað,“ segir Róbert Geir. „Það er ekkert sem bendir til annars en að spilað verður í Split. Engar fréttir eða tilkynningar frá mótshöldurum hafa borist okkur né EHF.“ Undirbúningur strákanna okkar er klár en þeir koma saman 28. desember og æfa í Reykjavík. Eins og Dagur Sigurðsson greindi frá í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD mætir Japan í heimsókn í janúar og spilar vináttuleik við Ísland 3. janúar. Það verður kveðjuleikur strákanna því daginn eftir fljúga þeir til Þýskalands og mæta Evrópumeisturum Þjóðverja í tveimur vináttuleikjum fimmta og sjöunda janúar. Íslenska liðið æfir í Þýskalandi til tíunda janúar og ferðast þá til Split. Fyrsti leikur strákanna okkar á EM verður svo á móti Kristjáni Andréssyni og sænska landsliðinu tólfta janúar í Split en einnig eru í riðlinum Serbar og gestgjafar Króata. Viðtalið við Róbert Geir Gíslason úr Akraborginni má heyra hér að neðan. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Höllin sem Ísland leikur í ónothæf Þegar tæpir tveir mánuðir eru í að Evrópumeistaramótið í handbolta hefjist í Króatíu er enn allt í óreiðu í kringum keppnishöllina þar sem leikir Íslands eiga að fara fram. 21. nóvember 2017 17:00 Riðill Íslendinga fer fram í Split Riðilinn sem Ísland er í á EM í Króatíu verður spilaður í Split, eins og gert hafði verið ráð fyrir. 23. nóvember 2017 13:16 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta munu spila í Split á EM 2018 sem hefst um miðjan næsta mánuð eins og kom fram fyrr í dag. Vangaveltur voru uppi um mögulega breytingu á leikstað eftir fréttir gærdagsins. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, nánast staðfestir að spilað verður í Split en engin umræða hefur verið um annað nema í fréttamiðlum í Serbíu og í Ungverjalandi. Hann ræddi málið í Akraborginni á X977 í dag. „Samkvæmt EHF er þetta mál stormur í vatnsglasi, enn sem komið er. Samkvæmt þeim upplýsingum frá þeim sem ég fékk í morgun stendur ekkert annað til en að leikirnir fari fram í Split og engin umræða um neitt annað hefur átt sér stað,“ segir Róbert Geir. „Það er ekkert sem bendir til annars en að spilað verður í Split. Engar fréttir eða tilkynningar frá mótshöldurum hafa borist okkur né EHF.“ Undirbúningur strákanna okkar er klár en þeir koma saman 28. desember og æfa í Reykjavík. Eins og Dagur Sigurðsson greindi frá í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD mætir Japan í heimsókn í janúar og spilar vináttuleik við Ísland 3. janúar. Það verður kveðjuleikur strákanna því daginn eftir fljúga þeir til Þýskalands og mæta Evrópumeisturum Þjóðverja í tveimur vináttuleikjum fimmta og sjöunda janúar. Íslenska liðið æfir í Þýskalandi til tíunda janúar og ferðast þá til Split. Fyrsti leikur strákanna okkar á EM verður svo á móti Kristjáni Andréssyni og sænska landsliðinu tólfta janúar í Split en einnig eru í riðlinum Serbar og gestgjafar Króata. Viðtalið við Róbert Geir Gíslason úr Akraborginni má heyra hér að neðan.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Höllin sem Ísland leikur í ónothæf Þegar tæpir tveir mánuðir eru í að Evrópumeistaramótið í handbolta hefjist í Króatíu er enn allt í óreiðu í kringum keppnishöllina þar sem leikir Íslands eiga að fara fram. 21. nóvember 2017 17:00 Riðill Íslendinga fer fram í Split Riðilinn sem Ísland er í á EM í Króatíu verður spilaður í Split, eins og gert hafði verið ráð fyrir. 23. nóvember 2017 13:16 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Höllin sem Ísland leikur í ónothæf Þegar tæpir tveir mánuðir eru í að Evrópumeistaramótið í handbolta hefjist í Króatíu er enn allt í óreiðu í kringum keppnishöllina þar sem leikir Íslands eiga að fara fram. 21. nóvember 2017 17:00
Riðill Íslendinga fer fram í Split Riðilinn sem Ísland er í á EM í Króatíu verður spilaður í Split, eins og gert hafði verið ráð fyrir. 23. nóvember 2017 13:16