Skil milli dags og nætur að mást út Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2017 20:45 Borgarljós London eru greinileg úr geimnum. Myndin var tekin frá Alþjóðlegu geimstöðinni árið 2015. Vísir/AFP Skipti yfir í svonefnd LED-ljós virðast hafa leitt til aukinnar ljósmengunar í heiminum vegna þess að fólk notar meira af þeim en hefðbundnum ljósum. Vísindamenn segja að skilin á milli dags og nætur séu að hverfa á þéttbýlustu stöðum jarðar og vara við áhrifunum á heilsu fólks og umhverfið. Svæði sem menn lýsa upp á jörðinni hefur stækkað um 2,2% árlega frá 2012 samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Upplýstu svæðin urðu janframt bjartari en áður. Birtustigið jókst sömuleiðis um 2,2%, að því er segir í frétt Washington Post. Raunar er líklegt að aukningin í lýsingu sé vanmetin í rannsókninni nú. Þannig eru gervihnettirnir sem notaðir voru til að meta hana ekki næmir fyrir bláleitu ljósi LED-pera. „Nóttin á jörðinni er að verða bjartari,“ segir Christopher Kyba, aðalhöfundur rannsóknarinnar frá Jarðvísindarannsóknamiðstöð Þýskalands.Kortið sýnir breytingu á birtu á milli áranna 2012 og 2016. Sífellt stærra svæði er upplýst og birtan verður sterkari.Kyba et al.LED-væðingin beðið skipsbrotUndanfarin ár hafa LED-ljós verið notuð í auknum mæli til lýsingar. Þau eru margfalt orkusparneytnari en hefðbundnar ljósaperur auk þess sem þær endast mun lengur. Vonir stóðu til þess að LED-ljós myndu þannig leiða til mikils orkusparnaðar í heiminum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna hins vegar fram á það hefur ekki gengið eftir. Þvert á móti hefur orkunotkunin og útilýsingin aukist. Í stað þess að dragast saman eða að standa í stað hefur ljósmengun í vestrænum iðnvæddum ríkjum til að mynda aukist, þrátt fyrir LED-væðinguna. Fólk virðist einfaldlega hafa nýtt orkusparnaðinn til þess að setja upp enn fleiri ljós. LED-væðingin hafi algerlega brugðist, að því er kemur fram í umfjöllun Gizmodo.Mílanó að nóttu til fyrir og eftir LED-væðingu. Vinstri myndin er tekin 2012 en sú til hægri árið 2015. LED-ljósin gefa frá sér mun bláleitara ljós.Kyba et al.Gætum séð betur með minni birtuEkki aðeins hefur mögulegur orkusparnaður orðið að engu heldur vara rannsakendurnir við skaðlegum áhrifum birtunnar á plöntu- og dýralíf og heilsu manna, segir breska ríkisútvarpið BBC. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að blátt ljós, eins og LED-perur gefa frá sér, hafi áhrif á svefnhormón manna og að manngerð ljós geti haft áhrif á frævun nytjajurta með því að trufla skordýr á nóttunni. „Manngert ljós á nóttunni er nýr álagsvaldur. Vandamálið er að ljósum hefur verið komið fyrir á stöðum, á tímum og í magni sem á sér ekki stað náttúrulega and það er engin leið fyrir margar lífverur að aðlagast þessum nýja álagsþætti,“ segir Franz Holker, einn rannsakendanna við Washington Post. Ekkert bendir til þess að þróunin sé að stöðvast eða að snúast við. Kyba segir þó að lítið mál væri að gera þéttbýlissvæði mun dimmari án þess að það skaðaði skyggni á þeim. „Sjón manna byggist á birtuskilum, ekki ljósmagni. Með því að draga úr birtuskilum utandyra, með því að forðast glampandi lampa, er í raun hægt að bæta skyggni með minna ljósi,“ segir Kyba við BBC. Vísindi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Skipti yfir í svonefnd LED-ljós virðast hafa leitt til aukinnar ljósmengunar í heiminum vegna þess að fólk notar meira af þeim en hefðbundnum ljósum. Vísindamenn segja að skilin á milli dags og nætur séu að hverfa á þéttbýlustu stöðum jarðar og vara við áhrifunum á heilsu fólks og umhverfið. Svæði sem menn lýsa upp á jörðinni hefur stækkað um 2,2% árlega frá 2012 samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Upplýstu svæðin urðu janframt bjartari en áður. Birtustigið jókst sömuleiðis um 2,2%, að því er segir í frétt Washington Post. Raunar er líklegt að aukningin í lýsingu sé vanmetin í rannsókninni nú. Þannig eru gervihnettirnir sem notaðir voru til að meta hana ekki næmir fyrir bláleitu ljósi LED-pera. „Nóttin á jörðinni er að verða bjartari,“ segir Christopher Kyba, aðalhöfundur rannsóknarinnar frá Jarðvísindarannsóknamiðstöð Þýskalands.Kortið sýnir breytingu á birtu á milli áranna 2012 og 2016. Sífellt stærra svæði er upplýst og birtan verður sterkari.Kyba et al.LED-væðingin beðið skipsbrotUndanfarin ár hafa LED-ljós verið notuð í auknum mæli til lýsingar. Þau eru margfalt orkusparneytnari en hefðbundnar ljósaperur auk þess sem þær endast mun lengur. Vonir stóðu til þess að LED-ljós myndu þannig leiða til mikils orkusparnaðar í heiminum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna hins vegar fram á það hefur ekki gengið eftir. Þvert á móti hefur orkunotkunin og útilýsingin aukist. Í stað þess að dragast saman eða að standa í stað hefur ljósmengun í vestrænum iðnvæddum ríkjum til að mynda aukist, þrátt fyrir LED-væðinguna. Fólk virðist einfaldlega hafa nýtt orkusparnaðinn til þess að setja upp enn fleiri ljós. LED-væðingin hafi algerlega brugðist, að því er kemur fram í umfjöllun Gizmodo.Mílanó að nóttu til fyrir og eftir LED-væðingu. Vinstri myndin er tekin 2012 en sú til hægri árið 2015. LED-ljósin gefa frá sér mun bláleitara ljós.Kyba et al.Gætum séð betur með minni birtuEkki aðeins hefur mögulegur orkusparnaður orðið að engu heldur vara rannsakendurnir við skaðlegum áhrifum birtunnar á plöntu- og dýralíf og heilsu manna, segir breska ríkisútvarpið BBC. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að blátt ljós, eins og LED-perur gefa frá sér, hafi áhrif á svefnhormón manna og að manngerð ljós geti haft áhrif á frævun nytjajurta með því að trufla skordýr á nóttunni. „Manngert ljós á nóttunni er nýr álagsvaldur. Vandamálið er að ljósum hefur verið komið fyrir á stöðum, á tímum og í magni sem á sér ekki stað náttúrulega and það er engin leið fyrir margar lífverur að aðlagast þessum nýja álagsþætti,“ segir Franz Holker, einn rannsakendanna við Washington Post. Ekkert bendir til þess að þróunin sé að stöðvast eða að snúast við. Kyba segir þó að lítið mál væri að gera þéttbýlissvæði mun dimmari án þess að það skaðaði skyggni á þeim. „Sjón manna byggist á birtuskilum, ekki ljósmagni. Með því að draga úr birtuskilum utandyra, með því að forðast glampandi lampa, er í raun hægt að bæta skyggni með minna ljósi,“ segir Kyba við BBC.
Vísindi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira