Blindur stuðningsmaður Liverpool kvartar undir meðferð lögreglunnar á leiknum í Sevilla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2017 09:00 Stuðningsmaður Liverpool. Vísir/Getty Lögreglan í Sevilla á Spáni sýndi enskum stuðningsmönnum Liverpool enga miskunn í kringum leik Sevilla og Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni. Stuðningsfólk Liverpool þurfti ekki bara að horfa á liðið sitt missa 3-0 forystu niður í jafntefli heldur var spænska lögreglan líka allt annað en liðleg. Einn af stuðningsmönnum Liverpool sem fór illa út úr samskiptum sínum var blindur stuðningsmaður enska félagsins. Þessi stuðningsmaður hefur nú, samkvæmt frétt Guardian, sent inn formlega kvörtun til spænsku lögreglunni og Liverpool hefur ennfremur lofað að rannsaka málið enn frekar. Hinn fertugi Eamon er duglegur að mæta á bæði heima- og útileiki Liverpool þrátt fyrir fötlun sína. Hann var kominn til Spánar ásamt kærustu sinni Helenu Martel. Eamon missti af nær öllum fyrri hálfleiknum í Sevilla-leiknum þar sem hann lenti í spænsku lögreglunni sem hann sakar um að hafa brotið gegn hans réttindum. Spænska lögreglan tók meðal annars blindrastafinn af Eamon sem gerði hann ósjálfbjarga og berskjaldaðan. Hann sakar spænsku lögregluna um mismunun. Helena Martel segir að þau skötuhjúin hafi ferðast á fótboltaleiki út um allan heim og aldrei kynnst meðferð eins og þau urðu fyrir á Ramón Sánchez Pizjuán leikvanginum í Sevilla. „Ég spurði lögreglukonu um hjálp til að finna réttu dyrnar. Hún spurði mig um miðann hans og sagði síðan: Hann er blindur maður og ætti ekki að vera hér,“ sagði Helena Martel við Guardian. „Þeir tóku af mér blindrastafinn. Ég reif hann til baka en þeir rifu hann þá aftur af mér. Fólk kom þá til hjálpar og náðu í stafinn minn aftur. Það er ógeðslegt að fólk skuli koma svona fram í dag og segja það hreint út út að blindir eigi ekki að vera að vera á fótboltaleikjum,“ sagði Eamon sjálfur í viðtali við blaðamann Guardian. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Lögreglan í Sevilla á Spáni sýndi enskum stuðningsmönnum Liverpool enga miskunn í kringum leik Sevilla og Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni. Stuðningsfólk Liverpool þurfti ekki bara að horfa á liðið sitt missa 3-0 forystu niður í jafntefli heldur var spænska lögreglan líka allt annað en liðleg. Einn af stuðningsmönnum Liverpool sem fór illa út úr samskiptum sínum var blindur stuðningsmaður enska félagsins. Þessi stuðningsmaður hefur nú, samkvæmt frétt Guardian, sent inn formlega kvörtun til spænsku lögreglunni og Liverpool hefur ennfremur lofað að rannsaka málið enn frekar. Hinn fertugi Eamon er duglegur að mæta á bæði heima- og útileiki Liverpool þrátt fyrir fötlun sína. Hann var kominn til Spánar ásamt kærustu sinni Helenu Martel. Eamon missti af nær öllum fyrri hálfleiknum í Sevilla-leiknum þar sem hann lenti í spænsku lögreglunni sem hann sakar um að hafa brotið gegn hans réttindum. Spænska lögreglan tók meðal annars blindrastafinn af Eamon sem gerði hann ósjálfbjarga og berskjaldaðan. Hann sakar spænsku lögregluna um mismunun. Helena Martel segir að þau skötuhjúin hafi ferðast á fótboltaleiki út um allan heim og aldrei kynnst meðferð eins og þau urðu fyrir á Ramón Sánchez Pizjuán leikvanginum í Sevilla. „Ég spurði lögreglukonu um hjálp til að finna réttu dyrnar. Hún spurði mig um miðann hans og sagði síðan: Hann er blindur maður og ætti ekki að vera hér,“ sagði Helena Martel við Guardian. „Þeir tóku af mér blindrastafinn. Ég reif hann til baka en þeir rifu hann þá aftur af mér. Fólk kom þá til hjálpar og náðu í stafinn minn aftur. Það er ógeðslegt að fólk skuli koma svona fram í dag og segja það hreint út út að blindir eigi ekki að vera að vera á fótboltaleikjum,“ sagði Eamon sjálfur í viðtali við blaðamann Guardian.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira