Störf Alþingis komin í mikla tímaþröng Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2017 12:45 Nýir þingmenn voru teknir í kennslustund um þingstörf á dögunum. Vísir/Eyþór Þingstörf eru að lenda í æ meiri tímaþröng eftir því sem stjórnarmyndun dregst á langinn. Ósennilegt að áform um að Alþingi komi saman þriðjudaginn 5. desember gangi eftir þar sem nokkur tími fer í að gera fjárlög úr garði eftir að stjórn hefur verið mynduð. Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa nú staðið í um þrjár vikur. Stefnt hafði verið að því að ljúka þeim í lok þessarar viku en í gær sagði Katrín Jakobsdóttir að þeim muni ekki ljúka fyrr en um miðja næstu viku. „Þannig að ný ríkisstjórn þyrfti líka að vera tilbúin með fjárlagatillögur. Það er það sem við erum að fara að einbeita okkur að næstu daga. Ásamt því að setjast yfir síðustu stóru málin í málefnasáttmála. Þannig að við ættum að sjá fyrir endann á þessu upp úr helginni og við gerum ráð fyrir því, ef við náum svo á endanum saman, að það verði hægt að boða flokksstofnanir til funda um miðja næstu viku,“ sagði Katrín í gær. Ef stofnanir flokkanna sem samþykkja þurfa stjórnarsáttmála koma saman á miðvikudag og samþykkja allan sáttmálann þurfa flokkarnir síðan allir að boða til þingflokksfunda og eftir það kynna stjórnarsáttmálann opinberlega. Ný ríkisstjórn gæti því í fyrsta lagi tekið við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum seint á fimmtudag eða snemma á föstudag í næstu viku. Það þýðir að aðeins ein helgi væri til að klára fjárlagagerðina og samþykkja nýtt fjárlagafrumvarp í ríkisstjórn. Þaðan yrði það síðan að fara til þingflokka væntanlegra stjórnarflokka til afgreiðslu og síðan færi það í prentun. Þingsköp gera ráð fyrir að fjárlagafrumvarp sé lagt fram og kynnt í upphafi þings og miðað við þennan feril allan þyrfti fólk að hafa mjög hraðar hendur ef þing ætti að koma saman eftir ellefu daga, hinn 5. desember. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hann reiknaði með að heyra frá formönnum flokkanna síðar í dag varðandi hugmyndir þeirra um þingstörfin. Hann muni síðan funda með formönnum allra þingflokka eftir helgina. Venjulega eru fjárlög afgreidd á tæpum fjórum mánuðum á Alþingi, en nú, annað árið í röð, stefnir í að frumvarpið verði afgreitt á innan við mánuði. Hinn 5. desember eru einungis þrjár vikur til jóla. Þá var gert samkomulag milli flokkanna við lok síðasta kjörtímabils í október, að frumvarp um persónulega notendatengda aðstoð, NPA, verði afgreitt fyrir áramót. Það er því ljóst að Alþingi er nú þegar komið í mikla tímaþröng. Alþingi Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Sjá meira
Þingstörf eru að lenda í æ meiri tímaþröng eftir því sem stjórnarmyndun dregst á langinn. Ósennilegt að áform um að Alþingi komi saman þriðjudaginn 5. desember gangi eftir þar sem nokkur tími fer í að gera fjárlög úr garði eftir að stjórn hefur verið mynduð. Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa nú staðið í um þrjár vikur. Stefnt hafði verið að því að ljúka þeim í lok þessarar viku en í gær sagði Katrín Jakobsdóttir að þeim muni ekki ljúka fyrr en um miðja næstu viku. „Þannig að ný ríkisstjórn þyrfti líka að vera tilbúin með fjárlagatillögur. Það er það sem við erum að fara að einbeita okkur að næstu daga. Ásamt því að setjast yfir síðustu stóru málin í málefnasáttmála. Þannig að við ættum að sjá fyrir endann á þessu upp úr helginni og við gerum ráð fyrir því, ef við náum svo á endanum saman, að það verði hægt að boða flokksstofnanir til funda um miðja næstu viku,“ sagði Katrín í gær. Ef stofnanir flokkanna sem samþykkja þurfa stjórnarsáttmála koma saman á miðvikudag og samþykkja allan sáttmálann þurfa flokkarnir síðan allir að boða til þingflokksfunda og eftir það kynna stjórnarsáttmálann opinberlega. Ný ríkisstjórn gæti því í fyrsta lagi tekið við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum seint á fimmtudag eða snemma á föstudag í næstu viku. Það þýðir að aðeins ein helgi væri til að klára fjárlagagerðina og samþykkja nýtt fjárlagafrumvarp í ríkisstjórn. Þaðan yrði það síðan að fara til þingflokka væntanlegra stjórnarflokka til afgreiðslu og síðan færi það í prentun. Þingsköp gera ráð fyrir að fjárlagafrumvarp sé lagt fram og kynnt í upphafi þings og miðað við þennan feril allan þyrfti fólk að hafa mjög hraðar hendur ef þing ætti að koma saman eftir ellefu daga, hinn 5. desember. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hann reiknaði með að heyra frá formönnum flokkanna síðar í dag varðandi hugmyndir þeirra um þingstörfin. Hann muni síðan funda með formönnum allra þingflokka eftir helgina. Venjulega eru fjárlög afgreidd á tæpum fjórum mánuðum á Alþingi, en nú, annað árið í röð, stefnir í að frumvarpið verði afgreitt á innan við mánuði. Hinn 5. desember eru einungis þrjár vikur til jóla. Þá var gert samkomulag milli flokkanna við lok síðasta kjörtímabils í október, að frumvarp um persónulega notendatengda aðstoð, NPA, verði afgreitt fyrir áramót. Það er því ljóst að Alþingi er nú þegar komið í mikla tímaþröng.
Alþingi Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Sjá meira