Atvinnupókerspilari sem gerðist edrú snappari: „Búinn að vera fyllibytta öll mín ár“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2017 14:00 Daníel Már er nokkuð þekktur á Snapchat. „Ég var að taka dálítið stóra ákvörðun núna fyrir nokkrum dögum,” sagði Daníel Már, 29 ára gamall atvinnupókerspilari þegar tökuteymið fyrir þáttaröðina Snapparar heimsótti hann í kjallaraíbúð í Breiðholtinu í haust. Notendanafn hans á Snapchat er djaniel88. Tilefni viðtalsins var að Daníel langar að stækka á Snapchat. Hann langar að komast í fámennan hóp Íslendinga sem er í fullri vinnu við að snappa, í samstarfi við ýmis fyrirtæki. Daníel var boðið ásamt plötusnúðnum Anítu Guðlaugu að mæta í ráðgjöf til stjörnusnapparans Gæja (Iceredneck) og stofnenda markaðstofunnar Eylendu, um hvernig þau geta stækkað á samfélagsmiðlum. Í ljós kom að tveimur dögum fyrir viðtalið hafði Daníel Már - sem gengur undir því nafni á Snapchat - ákveðið að hætta að drekka. „Ég er búin að vera fyllibytta öll mín ár, síðan rétt áður en maður mátti byrja að drekka. Rosa góð fyllibytta, skemmtilegur. En það er ekkert rosalega mikið um framtíðarsýn ef maður er alltaf í glasi.”Ástæðan fyrir því að hann hætti að drekka Eins og sjá má í myndbandinu sem hér fylgir var fyllsta ástæða fyrir Daníel að hætta að drekka, en þar er hann á Tenerife skömmu áður en hann tók þessa stóru ákvörðun. Snapparar er nýjasta þáttaröðin úr smiðju Lóu Pind. Í þeim er fylgst með nokkrum af helstu snöppurum landsins. Allt sjarmerandi fólk með ríkulega athyglisþörf sem hefur náð að laða þúsundir til að fylgjast með lífi sínu á Snapchat. Hvaða fólk er þetta og hvers konar fólk nær að slá í gegn á Snapchat? Getur maður lifað á því að vera atvinnuáhrifavaldur? Annar þáttur Snappara verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:55 þar sem við kynntumst meðal annars snappstjörnunni Sonju Story og þeim Daníel Má og Anítu Guðlaugu sem bæði langar að stækka á Snapchat. Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson. Rétt er að taka fram að Eylenda tekur ekki að sér að veita áhrifavöldum ráðgjöf. Eylenda veitir hins vegar fyrirtækjunum ráðgjöf um samfélagsmiðla. Rætt var við snapparana í Brennslunni á föstudaginn. Hlusta má á spjallið í klippunni að neðan. Samfélagsmiðlar Snapparar Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Sjá meira
„Ég var að taka dálítið stóra ákvörðun núna fyrir nokkrum dögum,” sagði Daníel Már, 29 ára gamall atvinnupókerspilari þegar tökuteymið fyrir þáttaröðina Snapparar heimsótti hann í kjallaraíbúð í Breiðholtinu í haust. Notendanafn hans á Snapchat er djaniel88. Tilefni viðtalsins var að Daníel langar að stækka á Snapchat. Hann langar að komast í fámennan hóp Íslendinga sem er í fullri vinnu við að snappa, í samstarfi við ýmis fyrirtæki. Daníel var boðið ásamt plötusnúðnum Anítu Guðlaugu að mæta í ráðgjöf til stjörnusnapparans Gæja (Iceredneck) og stofnenda markaðstofunnar Eylendu, um hvernig þau geta stækkað á samfélagsmiðlum. Í ljós kom að tveimur dögum fyrir viðtalið hafði Daníel Már - sem gengur undir því nafni á Snapchat - ákveðið að hætta að drekka. „Ég er búin að vera fyllibytta öll mín ár, síðan rétt áður en maður mátti byrja að drekka. Rosa góð fyllibytta, skemmtilegur. En það er ekkert rosalega mikið um framtíðarsýn ef maður er alltaf í glasi.”Ástæðan fyrir því að hann hætti að drekka Eins og sjá má í myndbandinu sem hér fylgir var fyllsta ástæða fyrir Daníel að hætta að drekka, en þar er hann á Tenerife skömmu áður en hann tók þessa stóru ákvörðun. Snapparar er nýjasta þáttaröðin úr smiðju Lóu Pind. Í þeim er fylgst með nokkrum af helstu snöppurum landsins. Allt sjarmerandi fólk með ríkulega athyglisþörf sem hefur náð að laða þúsundir til að fylgjast með lífi sínu á Snapchat. Hvaða fólk er þetta og hvers konar fólk nær að slá í gegn á Snapchat? Getur maður lifað á því að vera atvinnuáhrifavaldur? Annar þáttur Snappara verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:55 þar sem við kynntumst meðal annars snappstjörnunni Sonju Story og þeim Daníel Má og Anítu Guðlaugu sem bæði langar að stækka á Snapchat. Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson. Rétt er að taka fram að Eylenda tekur ekki að sér að veita áhrifavöldum ráðgjöf. Eylenda veitir hins vegar fyrirtækjunum ráðgjöf um samfélagsmiðla. Rætt var við snapparana í Brennslunni á föstudaginn. Hlusta má á spjallið í klippunni að neðan.
Samfélagsmiðlar Snapparar Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Sjá meira