54 metrar á sekúndu í hviðum í Hamarsfirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 20:38 Vindaspá Veðurstofu Íslands klukkan 21 í kvöld. veðurstofa íslands Mjög hvasst er nú á Austur-og Suðausturlandi og hefur vindhraði náð allt að 54 metrum á sekúndu í Hamarsfirði að sögn Daníels Þorlákssonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Aðspurður hvort að veðurofsinn sé búinn að ná hámarki segir hann: „58,6 metrar á sekúndu er það mesta sem við höfum mælt í kvöld og það var líka í Hamarsfirði svo þetta nálgast óðfluga hámarkið ef það er ekki komið ennþá.“ Ófært er víða vegna veðurs, meðal annars í Hamarsfirði. Þá er Fjarðarheiði lokuð sem og vegurinn um Fagradal. Einnig eru vegir víða lokaðir á Norðurlandi, meðal annars Holtavörðuheiði, Siglufjarðarveg, Ólafsfjarðarmúla, Öxnadalsheiði, Víkurskarð og Hófaskarð. Ófært er einnig um Mývatns-og Möðrudalsöræfi. Daníel segir að það dragi úr vindi á landinu öllu í nótt og það lægi mikið á morgun. Veðrið ætti svo að vera gengið niður annað kvöld. En er það algengt að óveður vari í svo langan tíma eins og verið hefur nú, nánast alla þessa viku? „Nei, það er ekki algengt. Það sem er óvanalegt er að það snjói svona mikið úr sömu vindáttinni svona lengi.“Færð og aðstæður á vegum:Nokkur hálka eða hálkublettir er víða á Suðurlandi en sums staðar hvasst. Hálkublettir og skafrenningur er á Lyngdalsheiði.Á Vesturlandi er víðast hálka eða snjóþekja en Holtavörðuheiði er lokuð, en hægt er að fara Bröttubrekku og Laxárdalsheiði en þar er hálka og skafrenningur.Helstu langleiðir eru færar á Vestfjörðum en Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar og á Ströndum er að mestu ófært norðan Steingrímsfjarðar.Hálka eða snjóþekja er á aðalleiðum á Norðurlandi vestra en sums staðar þyngri færð á útvegum. Siglufjarðarvegur er lokaður.Hríðarveður er á Norðurlandi eystra, vegir víða þungfærir eða ófærir. Lokað er á Öxnadalsheiði, í Ólafsfjarðarmúla og á Víkurskarði. Eins er lokað á Hófaskarði og síðan er lokað yfir Fjöllin frá Mývatni og austur um.Lokað er bæði á Fjarðarheiði og Fagradal vegna veðurs. Þungfært er á milli Reyðafjarðar og Eskifjarðar. Víðast er fært á Héraði en Vatnsskarð eystra er ófært.Víða er hvasst með austur- og suðausturströndinni og ófært í Hamarsfirði vegna óveðurs.Veðurhorfur á landinu:Norðan 13-18 m/s vestanlands, annars 20-28, hvassast austast á landinu. Snjókoma og skafrenningur norðan- og austanlands, en úrkomulaust í öðrum landshlutum.Fremur hæg norðlæg átt og léttskýjað vestan til á morgun. Norðvestan 15-23 og él á austanverðu landinu, en dregur smám saman úr vindi og úrkomu síðdegis.Frost 0 til 5 stig, en kólnar meira seinnipartinn á morgun. Veður Tengdar fréttir Myndasyrpa frá vetrarríkinu Akureyri Margir lentu í talsverðum vandræðum í ófærðinni í dag. 24. nóvember 2017 16:20 Veðrið mun versna eftir því sem líður á daginn Nær hámarki síðdegis og gengur niður á morgun. 24. nóvember 2017 12:27 Björgunarsveitarmenn önnum kafnir í ófærðinni á Akureyri Þeir tóku daginn heldur snemma þegar þeir voru ræstir út um klukkan fjögur í nótt. 24. nóvember 2017 10:32 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Mjög hvasst er nú á Austur-og Suðausturlandi og hefur vindhraði náð allt að 54 metrum á sekúndu í Hamarsfirði að sögn Daníels Þorlákssonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Aðspurður hvort að veðurofsinn sé búinn að ná hámarki segir hann: „58,6 metrar á sekúndu er það mesta sem við höfum mælt í kvöld og það var líka í Hamarsfirði svo þetta nálgast óðfluga hámarkið ef það er ekki komið ennþá.“ Ófært er víða vegna veðurs, meðal annars í Hamarsfirði. Þá er Fjarðarheiði lokuð sem og vegurinn um Fagradal. Einnig eru vegir víða lokaðir á Norðurlandi, meðal annars Holtavörðuheiði, Siglufjarðarveg, Ólafsfjarðarmúla, Öxnadalsheiði, Víkurskarð og Hófaskarð. Ófært er einnig um Mývatns-og Möðrudalsöræfi. Daníel segir að það dragi úr vindi á landinu öllu í nótt og það lægi mikið á morgun. Veðrið ætti svo að vera gengið niður annað kvöld. En er það algengt að óveður vari í svo langan tíma eins og verið hefur nú, nánast alla þessa viku? „Nei, það er ekki algengt. Það sem er óvanalegt er að það snjói svona mikið úr sömu vindáttinni svona lengi.“Færð og aðstæður á vegum:Nokkur hálka eða hálkublettir er víða á Suðurlandi en sums staðar hvasst. Hálkublettir og skafrenningur er á Lyngdalsheiði.Á Vesturlandi er víðast hálka eða snjóþekja en Holtavörðuheiði er lokuð, en hægt er að fara Bröttubrekku og Laxárdalsheiði en þar er hálka og skafrenningur.Helstu langleiðir eru færar á Vestfjörðum en Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar og á Ströndum er að mestu ófært norðan Steingrímsfjarðar.Hálka eða snjóþekja er á aðalleiðum á Norðurlandi vestra en sums staðar þyngri færð á útvegum. Siglufjarðarvegur er lokaður.Hríðarveður er á Norðurlandi eystra, vegir víða þungfærir eða ófærir. Lokað er á Öxnadalsheiði, í Ólafsfjarðarmúla og á Víkurskarði. Eins er lokað á Hófaskarði og síðan er lokað yfir Fjöllin frá Mývatni og austur um.Lokað er bæði á Fjarðarheiði og Fagradal vegna veðurs. Þungfært er á milli Reyðafjarðar og Eskifjarðar. Víðast er fært á Héraði en Vatnsskarð eystra er ófært.Víða er hvasst með austur- og suðausturströndinni og ófært í Hamarsfirði vegna óveðurs.Veðurhorfur á landinu:Norðan 13-18 m/s vestanlands, annars 20-28, hvassast austast á landinu. Snjókoma og skafrenningur norðan- og austanlands, en úrkomulaust í öðrum landshlutum.Fremur hæg norðlæg átt og léttskýjað vestan til á morgun. Norðvestan 15-23 og él á austanverðu landinu, en dregur smám saman úr vindi og úrkomu síðdegis.Frost 0 til 5 stig, en kólnar meira seinnipartinn á morgun.
Veður Tengdar fréttir Myndasyrpa frá vetrarríkinu Akureyri Margir lentu í talsverðum vandræðum í ófærðinni í dag. 24. nóvember 2017 16:20 Veðrið mun versna eftir því sem líður á daginn Nær hámarki síðdegis og gengur niður á morgun. 24. nóvember 2017 12:27 Björgunarsveitarmenn önnum kafnir í ófærðinni á Akureyri Þeir tóku daginn heldur snemma þegar þeir voru ræstir út um klukkan fjögur í nótt. 24. nóvember 2017 10:32 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Myndasyrpa frá vetrarríkinu Akureyri Margir lentu í talsverðum vandræðum í ófærðinni í dag. 24. nóvember 2017 16:20
Veðrið mun versna eftir því sem líður á daginn Nær hámarki síðdegis og gengur niður á morgun. 24. nóvember 2017 12:27
Björgunarsveitarmenn önnum kafnir í ófærðinni á Akureyri Þeir tóku daginn heldur snemma þegar þeir voru ræstir út um klukkan fjögur í nótt. 24. nóvember 2017 10:32
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda