Macron í „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðisofbeldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 23:38 Tilkynningum um nauðganir, önnur kynferðisbrot og kynferðislega áreitni hefur fjölgað um nærri þriðjung í Frakklandi síðan að ásakanirnar á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein fóru að koma fram. Í kjölfarið varð bylting á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu MeToo þar sem konur um allan heim hafa sagt frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær hafa orðið fyrir. vísir/getty Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggst heyja „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðislegu ofbeldi. Hann mun á morgun kynna fimm ára neyðaráætlun í þessum efnum sem felur meðal annars í sér að fræða grunnskólabörn um klám og að auðvelda þolendum kynferðisbrota að leita til lögreglu. Þegar Macron var kjörinn forseti í maí síðastliðnum þá lofaði flokkur hans að endurhugsa kynjapólitík og kynjajafnrétti en franskir femínistar hafa bent á að áætlun Macron verði að fela í sér aukið fjármagn til góðgerðarsamtaka sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis. Þá þurfi einnig að gera átak í því að þjálfa lögreglumenn í öllu því sem viðkemur kynferðisofbeldi. Macron mun flytja ræðu á morgun þar sem hann mun kynna átakið en 25. nóvember er alþjóðlegur baráttdagur gegn kynbundnu ofbeldi. Þá mun franska ríkisstjórnin jafnframt kynna sjónvarps-og samfélagsmiðlaherferð gegn kynferðisofbeldi og kynjamisrétti. Markmiðið er að breyta hegðun og viðhorfum á sama hátt og gert hefur verið í sambærilegum samfélagslegum herferðum í Frakklandi, til dæmis hvað varðar ölvunarakstur. Þá verður lagt fram frumvarp á þingi á næsta ári þar sem lagt verður til að setja inn nýtt ákvæði varðandi áreitni á götum úti. Einnig er stefnt að því að refsingar fyrir að nauðga börnum og misnota þau á annan kynferðislegan hátt verði hertar. „Þetta snýst um hertar refsingar en þetta snýst líka um að takast á við rót vandans í samfélaginu sem eru yfirráð karla yfir konum. Við þurfum að brjóta niður staðalímyndir, þetta er barátta við menningu okkar,“ segir talsmaður frönsku ríkisstjórnar. Tilkynningum um nauðganir, önnur kynferðisbrot og kynferðislega áreitni hefur fjölgað um nærri þriðjung í Frakklandi síðan að ásakanirnar á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein fóru að koma fram. Í kjölfarið varð bylting á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu MeToo þar sem konur um allan heim hafa sagt frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær hafa orðið fyrir. Frakkland MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggst heyja „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðislegu ofbeldi. Hann mun á morgun kynna fimm ára neyðaráætlun í þessum efnum sem felur meðal annars í sér að fræða grunnskólabörn um klám og að auðvelda þolendum kynferðisbrota að leita til lögreglu. Þegar Macron var kjörinn forseti í maí síðastliðnum þá lofaði flokkur hans að endurhugsa kynjapólitík og kynjajafnrétti en franskir femínistar hafa bent á að áætlun Macron verði að fela í sér aukið fjármagn til góðgerðarsamtaka sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis. Þá þurfi einnig að gera átak í því að þjálfa lögreglumenn í öllu því sem viðkemur kynferðisofbeldi. Macron mun flytja ræðu á morgun þar sem hann mun kynna átakið en 25. nóvember er alþjóðlegur baráttdagur gegn kynbundnu ofbeldi. Þá mun franska ríkisstjórnin jafnframt kynna sjónvarps-og samfélagsmiðlaherferð gegn kynferðisofbeldi og kynjamisrétti. Markmiðið er að breyta hegðun og viðhorfum á sama hátt og gert hefur verið í sambærilegum samfélagslegum herferðum í Frakklandi, til dæmis hvað varðar ölvunarakstur. Þá verður lagt fram frumvarp á þingi á næsta ári þar sem lagt verður til að setja inn nýtt ákvæði varðandi áreitni á götum úti. Einnig er stefnt að því að refsingar fyrir að nauðga börnum og misnota þau á annan kynferðislegan hátt verði hertar. „Þetta snýst um hertar refsingar en þetta snýst líka um að takast á við rót vandans í samfélaginu sem eru yfirráð karla yfir konum. Við þurfum að brjóta niður staðalímyndir, þetta er barátta við menningu okkar,“ segir talsmaður frönsku ríkisstjórnar. Tilkynningum um nauðganir, önnur kynferðisbrot og kynferðislega áreitni hefur fjölgað um nærri þriðjung í Frakklandi síðan að ásakanirnar á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein fóru að koma fram. Í kjölfarið varð bylting á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu MeToo þar sem konur um allan heim hafa sagt frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær hafa orðið fyrir.
Frakkland MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira