„Þetta verður mjög knappt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 13:49 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er bjartsýn á að flokkarnir þrír nái að mynda ríkisstjórn. vísir/eyþór „Þetta er aldrei búið fyrr en það er búið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um stjórnarmyndunarviðræður VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún sagðist þó bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Katrín sagði ágætisgang hafa verið á viðræðunum en margt hefði þurft að ræða, sérstaklega þar sem flokkarnir þrír væru um margt ólíkir. Katrín lagði enn fremur áherslu að vandað yrði til verka við stjórnarmyndun. Þá viðurkenndi hún að áhætta væri fólgin í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Pólitík þyrfti þó ofar öllu að snúast um hagsmuni samfélagsins en ekki einstaklinga eða flokka.Sjá einnig: Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“Verður mjög knappt Enn er gert ráð fyrir að flokksstofnanir flokkanna verði boðaðar saman á miðvikudag í næstu viku. Ef alþingi á að koma saman á þriðjudag vikuna þar á eftir má því ekki seinna vænna. „Já, og það auðvitað verður að ráðast af því, eins og ég hef aðeins bent á, að staðan er þannig að ef þessir flokkar eiga að ná saman um einhvers konar málefnasáttmála að þá verða þeir að leggja fram ákveðnar tillögur um fjárlagagerð. Það tekur tíma líka,“ sagði Katrín og bætti við að samkomulag um fjárlög væri ein helsta ástæðan fyrir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hafa tekið. „Þannig að þetta verður mjög knappt.“Sitja enn á innihaldi stjórnarsáttmálans Þá sagðist Katrín bjartsýn á að stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði mynduð. Hún ræddi þó sama og ekkert um innihald stjórnarsáttmálans en merkilega vel hefur tekist að halda málefnum hans leyndum. „Það liggur alveg fyrir að við erum að gefa allt í núna þessa helgi til þess að reyna að ljúka þessari vinnu. Forsetinn hefur verið upplýstur um það þannig að hann veit alveg af stöðunni,“ sagði Katrín. „En þetta er aldrei búið fyrr en að það er búið, það bara er þannig sem það er.“Viðtal Heimis Más við Katrínu má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Kosningar 2017 Víglínan Tengdar fréttir Katrín kallar flokksráð ekki saman nema hún geti lagt fram raunverulegan valkost Mikið þarf út af að bera svo ekki verði að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. 23. nóvember 2017 19:00 Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30 Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
„Þetta er aldrei búið fyrr en það er búið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um stjórnarmyndunarviðræður VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún sagðist þó bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Katrín sagði ágætisgang hafa verið á viðræðunum en margt hefði þurft að ræða, sérstaklega þar sem flokkarnir þrír væru um margt ólíkir. Katrín lagði enn fremur áherslu að vandað yrði til verka við stjórnarmyndun. Þá viðurkenndi hún að áhætta væri fólgin í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Pólitík þyrfti þó ofar öllu að snúast um hagsmuni samfélagsins en ekki einstaklinga eða flokka.Sjá einnig: Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“Verður mjög knappt Enn er gert ráð fyrir að flokksstofnanir flokkanna verði boðaðar saman á miðvikudag í næstu viku. Ef alþingi á að koma saman á þriðjudag vikuna þar á eftir má því ekki seinna vænna. „Já, og það auðvitað verður að ráðast af því, eins og ég hef aðeins bent á, að staðan er þannig að ef þessir flokkar eiga að ná saman um einhvers konar málefnasáttmála að þá verða þeir að leggja fram ákveðnar tillögur um fjárlagagerð. Það tekur tíma líka,“ sagði Katrín og bætti við að samkomulag um fjárlög væri ein helsta ástæðan fyrir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hafa tekið. „Þannig að þetta verður mjög knappt.“Sitja enn á innihaldi stjórnarsáttmálans Þá sagðist Katrín bjartsýn á að stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði mynduð. Hún ræddi þó sama og ekkert um innihald stjórnarsáttmálans en merkilega vel hefur tekist að halda málefnum hans leyndum. „Það liggur alveg fyrir að við erum að gefa allt í núna þessa helgi til þess að reyna að ljúka þessari vinnu. Forsetinn hefur verið upplýstur um það þannig að hann veit alveg af stöðunni,“ sagði Katrín. „En þetta er aldrei búið fyrr en að það er búið, það bara er þannig sem það er.“Viðtal Heimis Más við Katrínu má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Kosningar 2017 Víglínan Tengdar fréttir Katrín kallar flokksráð ekki saman nema hún geti lagt fram raunverulegan valkost Mikið þarf út af að bera svo ekki verði að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. 23. nóvember 2017 19:00 Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30 Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Katrín kallar flokksráð ekki saman nema hún geti lagt fram raunverulegan valkost Mikið þarf út af að bera svo ekki verði að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. 23. nóvember 2017 19:00
Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30
Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent