Lögreglan leitar að fíkniefnasala sem seldi unglingsstúlkum MDMA Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2017 12:01 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú manns sem grunaður er um að hafa selt tveimur unglingsstúlkum, sem fundust meðvitundalausar í miðborginni í fimmtudag, fíkniefnið MDMA. Lögreglan gerði húsleit vegna málsins síðdegis í gær. Hún hefur áhyggjur af því að maðurinn hafi selt fleirum efnið sem að öllum líkindum er eitrað. Tvær fimmtán ára stúlkur voru fluttar á Landspítalann á áttunda tímanum á fimmtudagskvöld eftir að hafa fundist meðvitundarlausar á tröppum í miðborginni af völdum MDMA fíkniefna. Báðar voru þær lagðar inn á gjörgæslu, hætt komnar. Stúlkurnar komust báðar aftur til meðvitundar og eru nú að jafna sig. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, segir að þeirri rannsókn miði nú vel. „Við fórum í húsleit í gær og þar fundum við ætluð fíkniefni og lyf og við teljum að þetta sé það húsnæði sem stúlkurnar fóru í og fengu þessi efni keypt,“ segir Guðmundur Páll en lagt var hald á eitthvert magn fíkniefna við húsleitina en hann segir að ekki fáist upplýsingar um magnið að svo stöddu enda sé ekki búið að vigta efnin. „Það var engin heima þegar við fórum þarna inn. Við erum með grunaðan einstakling sem við teljum að hafi selt stúlkunum þessi efni en hann er eftirlýstur hjá okkur,“ segir Guðmundur Páll. Neysla MDMA meðal ungmenna hefur verið töluverð undanfarin ár. Guðmundur segir að lögreglan hafi áhyggjur af neyslu unglinga á MDMA. Efnið sem selt sé sem MDMA sé mismunandi og því geti fólk ekki verið öruggt um hvað það fær í hendurnar. Í þessu tilfelli hafi efnið líklegast verið eitrað. Þetta er einhver blanda sem virðist vera mjög sterk og eitruð.“ Lögreglan hefur áhyggjur af því að maðurinn hafi selt fleirum MDMA. „Þessvegna þurfum við að ná þessum manni sem fyrst.“ Tengdar fréttir Tvær fimmtán ára stúlkur fundust meðvitundarlausar í miðbæ Reykjavíkur Önnur er að koma til en hin er í öndunarvél á gjörgæslu. Talið að þær hafi neytt MDMA. 24. nóvember 2017 13:18 Stúlkunum bjargað á síðustu stundu Stúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi eru báðar komnar til meðvitundar. 24. nóvember 2017 14:22 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú manns sem grunaður er um að hafa selt tveimur unglingsstúlkum, sem fundust meðvitundalausar í miðborginni í fimmtudag, fíkniefnið MDMA. Lögreglan gerði húsleit vegna málsins síðdegis í gær. Hún hefur áhyggjur af því að maðurinn hafi selt fleirum efnið sem að öllum líkindum er eitrað. Tvær fimmtán ára stúlkur voru fluttar á Landspítalann á áttunda tímanum á fimmtudagskvöld eftir að hafa fundist meðvitundarlausar á tröppum í miðborginni af völdum MDMA fíkniefna. Báðar voru þær lagðar inn á gjörgæslu, hætt komnar. Stúlkurnar komust báðar aftur til meðvitundar og eru nú að jafna sig. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, segir að þeirri rannsókn miði nú vel. „Við fórum í húsleit í gær og þar fundum við ætluð fíkniefni og lyf og við teljum að þetta sé það húsnæði sem stúlkurnar fóru í og fengu þessi efni keypt,“ segir Guðmundur Páll en lagt var hald á eitthvert magn fíkniefna við húsleitina en hann segir að ekki fáist upplýsingar um magnið að svo stöddu enda sé ekki búið að vigta efnin. „Það var engin heima þegar við fórum þarna inn. Við erum með grunaðan einstakling sem við teljum að hafi selt stúlkunum þessi efni en hann er eftirlýstur hjá okkur,“ segir Guðmundur Páll. Neysla MDMA meðal ungmenna hefur verið töluverð undanfarin ár. Guðmundur segir að lögreglan hafi áhyggjur af neyslu unglinga á MDMA. Efnið sem selt sé sem MDMA sé mismunandi og því geti fólk ekki verið öruggt um hvað það fær í hendurnar. Í þessu tilfelli hafi efnið líklegast verið eitrað. Þetta er einhver blanda sem virðist vera mjög sterk og eitruð.“ Lögreglan hefur áhyggjur af því að maðurinn hafi selt fleirum MDMA. „Þessvegna þurfum við að ná þessum manni sem fyrst.“
Tengdar fréttir Tvær fimmtán ára stúlkur fundust meðvitundarlausar í miðbæ Reykjavíkur Önnur er að koma til en hin er í öndunarvél á gjörgæslu. Talið að þær hafi neytt MDMA. 24. nóvember 2017 13:18 Stúlkunum bjargað á síðustu stundu Stúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi eru báðar komnar til meðvitundar. 24. nóvember 2017 14:22 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Tvær fimmtán ára stúlkur fundust meðvitundarlausar í miðbæ Reykjavíkur Önnur er að koma til en hin er í öndunarvél á gjörgæslu. Talið að þær hafi neytt MDMA. 24. nóvember 2017 13:18
Stúlkunum bjargað á síðustu stundu Stúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi eru báðar komnar til meðvitundar. 24. nóvember 2017 14:22