Fólk sækir óvenju snemma um mataraðstoð fyrir jól í ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2017 19:15 Árlega sækja hundruð fjölskyldna um mataraðstoð fyrir jólin hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík og Reykjanesbæ. „Við erum komin núna með þrjú hundruð fjölskyldur og þar að baki eru sjö hundruð og fimmtíu einstaklingar,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, en umsóknarfrestur rennur út eftir þrjá daga. „Starfsstöðin okkar á suðurnesjum byrjar að skrifa niður fyrsta desember, fyrstu vikuna, þannig við eigum eftir að fá helling þar en þar sóttu yfir þrjú hundruð um fjölskyldur í fyrra.“ Þannig gerir hún ráð fyrir sama og jafnvel meiri fjölda en í fyrra þegar um átta hundruð fjölskyldur, eða tæplega tvö þúsund manns, fengu mataraðstoð. Fólk byrjaði að sækja um óvenju snemma í ár. „Það hefur ekki skeð í mörg ár að fólk byrjaði að hringja í október. Eflaust eru það margir sem hafa aldrei sótt um áður og eru að sækja um í fyrsta sinn. Svo hringdu margir í byrjun nóvember,“ segir Ásgerður Jóna.Umræða af uppgangi í efnahagslífinu ekki í takt við það sem starfsmenn fjölskylduhjálpar upplifa Ásgerður Jóna útskýrir að það séu lægstu tekjuhóparnir sem sæki um og fái aðstoð. „Við náttúrulega þekkjum alveg kjör öryrkja og líka að það eru mjög margir eldri borgarar sem búa við fátæk kjör og svo er það fólk sem er á lágtekjulaunum og getur ekki haldið jól,“ segir Ásgerður og bætir við að neyðin sé mikil og að umræða af uppgangi í efnahagslífinu sé ekki í takti við það sem starfsmenn fjölskylduhjálpar upplifi. „Ég sé litla breytingu.“ Þó að oftast sé það heiðarlegt fólk sem sækir um mataraðstoð kemur fyrir að þeir sem ekki eiga rétt á aðstoð sæki um. „Í síðustu viku komu þrjár konur, sitt í hvoru lagi, með tíu milljónir í árstekjur og stúlkurnar sem voru að skrá niður sögðu að því miður gengi það ekki og þær urðu mjög reiðar. En það fer enginn í gegn nema að hann þurfi á því að halda,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira
Árlega sækja hundruð fjölskyldna um mataraðstoð fyrir jólin hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík og Reykjanesbæ. „Við erum komin núna með þrjú hundruð fjölskyldur og þar að baki eru sjö hundruð og fimmtíu einstaklingar,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, en umsóknarfrestur rennur út eftir þrjá daga. „Starfsstöðin okkar á suðurnesjum byrjar að skrifa niður fyrsta desember, fyrstu vikuna, þannig við eigum eftir að fá helling þar en þar sóttu yfir þrjú hundruð um fjölskyldur í fyrra.“ Þannig gerir hún ráð fyrir sama og jafnvel meiri fjölda en í fyrra þegar um átta hundruð fjölskyldur, eða tæplega tvö þúsund manns, fengu mataraðstoð. Fólk byrjaði að sækja um óvenju snemma í ár. „Það hefur ekki skeð í mörg ár að fólk byrjaði að hringja í október. Eflaust eru það margir sem hafa aldrei sótt um áður og eru að sækja um í fyrsta sinn. Svo hringdu margir í byrjun nóvember,“ segir Ásgerður Jóna.Umræða af uppgangi í efnahagslífinu ekki í takt við það sem starfsmenn fjölskylduhjálpar upplifa Ásgerður Jóna útskýrir að það séu lægstu tekjuhóparnir sem sæki um og fái aðstoð. „Við náttúrulega þekkjum alveg kjör öryrkja og líka að það eru mjög margir eldri borgarar sem búa við fátæk kjör og svo er það fólk sem er á lágtekjulaunum og getur ekki haldið jól,“ segir Ásgerður og bætir við að neyðin sé mikil og að umræða af uppgangi í efnahagslífinu sé ekki í takti við það sem starfsmenn fjölskylduhjálpar upplifi. „Ég sé litla breytingu.“ Þó að oftast sé það heiðarlegt fólk sem sækir um mataraðstoð kemur fyrir að þeir sem ekki eiga rétt á aðstoð sæki um. „Í síðustu viku komu þrjár konur, sitt í hvoru lagi, með tíu milljónir í árstekjur og stúlkurnar sem voru að skrá niður sögðu að því miður gengi það ekki og þær urðu mjög reiðar. En það fer enginn í gegn nema að hann þurfi á því að halda,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira