Fólk sækir óvenju snemma um mataraðstoð fyrir jól í ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2017 19:15 Árlega sækja hundruð fjölskyldna um mataraðstoð fyrir jólin hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík og Reykjanesbæ. „Við erum komin núna með þrjú hundruð fjölskyldur og þar að baki eru sjö hundruð og fimmtíu einstaklingar,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, en umsóknarfrestur rennur út eftir þrjá daga. „Starfsstöðin okkar á suðurnesjum byrjar að skrifa niður fyrsta desember, fyrstu vikuna, þannig við eigum eftir að fá helling þar en þar sóttu yfir þrjú hundruð um fjölskyldur í fyrra.“ Þannig gerir hún ráð fyrir sama og jafnvel meiri fjölda en í fyrra þegar um átta hundruð fjölskyldur, eða tæplega tvö þúsund manns, fengu mataraðstoð. Fólk byrjaði að sækja um óvenju snemma í ár. „Það hefur ekki skeð í mörg ár að fólk byrjaði að hringja í október. Eflaust eru það margir sem hafa aldrei sótt um áður og eru að sækja um í fyrsta sinn. Svo hringdu margir í byrjun nóvember,“ segir Ásgerður Jóna.Umræða af uppgangi í efnahagslífinu ekki í takt við það sem starfsmenn fjölskylduhjálpar upplifa Ásgerður Jóna útskýrir að það séu lægstu tekjuhóparnir sem sæki um og fái aðstoð. „Við náttúrulega þekkjum alveg kjör öryrkja og líka að það eru mjög margir eldri borgarar sem búa við fátæk kjör og svo er það fólk sem er á lágtekjulaunum og getur ekki haldið jól,“ segir Ásgerður og bætir við að neyðin sé mikil og að umræða af uppgangi í efnahagslífinu sé ekki í takti við það sem starfsmenn fjölskylduhjálpar upplifi. „Ég sé litla breytingu.“ Þó að oftast sé það heiðarlegt fólk sem sækir um mataraðstoð kemur fyrir að þeir sem ekki eiga rétt á aðstoð sæki um. „Í síðustu viku komu þrjár konur, sitt í hvoru lagi, með tíu milljónir í árstekjur og stúlkurnar sem voru að skrá niður sögðu að því miður gengi það ekki og þær urðu mjög reiðar. En það fer enginn í gegn nema að hann þurfi á því að halda,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira
Árlega sækja hundruð fjölskyldna um mataraðstoð fyrir jólin hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík og Reykjanesbæ. „Við erum komin núna með þrjú hundruð fjölskyldur og þar að baki eru sjö hundruð og fimmtíu einstaklingar,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, en umsóknarfrestur rennur út eftir þrjá daga. „Starfsstöðin okkar á suðurnesjum byrjar að skrifa niður fyrsta desember, fyrstu vikuna, þannig við eigum eftir að fá helling þar en þar sóttu yfir þrjú hundruð um fjölskyldur í fyrra.“ Þannig gerir hún ráð fyrir sama og jafnvel meiri fjölda en í fyrra þegar um átta hundruð fjölskyldur, eða tæplega tvö þúsund manns, fengu mataraðstoð. Fólk byrjaði að sækja um óvenju snemma í ár. „Það hefur ekki skeð í mörg ár að fólk byrjaði að hringja í október. Eflaust eru það margir sem hafa aldrei sótt um áður og eru að sækja um í fyrsta sinn. Svo hringdu margir í byrjun nóvember,“ segir Ásgerður Jóna.Umræða af uppgangi í efnahagslífinu ekki í takt við það sem starfsmenn fjölskylduhjálpar upplifa Ásgerður Jóna útskýrir að það séu lægstu tekjuhóparnir sem sæki um og fái aðstoð. „Við náttúrulega þekkjum alveg kjör öryrkja og líka að það eru mjög margir eldri borgarar sem búa við fátæk kjör og svo er það fólk sem er á lágtekjulaunum og getur ekki haldið jól,“ segir Ásgerður og bætir við að neyðin sé mikil og að umræða af uppgangi í efnahagslífinu sé ekki í takti við það sem starfsmenn fjölskylduhjálpar upplifi. „Ég sé litla breytingu.“ Þó að oftast sé það heiðarlegt fólk sem sækir um mataraðstoð kemur fyrir að þeir sem ekki eiga rétt á aðstoð sæki um. „Í síðustu viku komu þrjár konur, sitt í hvoru lagi, með tíu milljónir í árstekjur og stúlkurnar sem voru að skrá niður sögðu að því miður gengi það ekki og þær urðu mjög reiðar. En það fer enginn í gegn nema að hann þurfi á því að halda,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira