Fleiri kvartanir vegna rafræns eftirlits með starfsmönnum Ingvar Þór Björnsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 26. nóvember 2017 20:30 Færst hefur í aukana að vinnuveitendur fylgist með starfsmönnum sínum í gegnum smáforrit og fær Persónuvernd nú vikulega fyrirspurnir eða kvartanir vegna þessa. Forstjóri Persónuverndar segir mikilvægt að eigendur fyrirtækja gæti meðalhófs og passi að vöktunin sé málefnaleg. Mörg fyrirtæki á Íslandi nota rafrænt eftirlit til að fylgjast með starfsmönnum sínum á vinnustaðnum. Starfsmenn eru þá undir stöðugu eftirliti á meðan fyrirtækin safna upplýsingum um þá. Helga Þórisdottir, forstjóri Persónuverndar, segir að undanfarið hafi ábendingum og kvörtunum vegna slíks eftirlits fjölgað. „Það er verið að fylgjast með starfsmönnum í gegnum nýja tækni. Allt rýnið er að verða meira og úrvinnslan er komin á allt annað stig en við þekktum áður. Þetta er málaflokkurinn sem í rauninni er stöðugt að koma til okkar í hverri einustu viku, bæði fyrirspurnir og ábendingar,“ segir Helga.Rafræn vöktun heimil upp að vissu markiÞá segir Helga að rafræn vöktun sé að breytast með tækninni. „Nú hefur það til dæmis verið að færast í vöxt að í stað þess að vera með verkstjórn á staðnum þá fylgist eigandi með sínum eignum og eigum annað hvort heiman frá sér eða hreinlega í símanum. Starfsmenn fá þá reglulega fyrirspurnir um það eða ábendingar um það að þeir eigi ekki að afgreiða í úlpu eða að þeir eigi ekki að vera svona lengi í kaffi.“ Helga útskýrir að rafræn vöktun sé heimil upp að vissu marki en hún þurfi þó að vera málefnaleg. Nauðsynlegt sé að það fari fram mat á hagsmunum vinnuveitenda, annars vegar á því að vinnsla persónuupplýsinga eigi sér stað, og hins vegar rétti starfsmanns til friðhelgi einkalífs. „Ef það er hægt að viðhafa eftirlit án þess að það sé rafrænt þá sé það oftast vænlegri kostur,“ segir Helga og bætir við að til dæmis sé betra að fyrirtækin hafi verkstjórn á staðnum eða að eigendur séu sýnilegri. Helga útskýrir að það sé algjört grundvallaratriði að ekki fari fram rafræn vöktun nema að starfsmenn séu upplýstir um að upptaka sé í gangi á vinnutíma. „Það má ekki vinna persónuupplýsingar um aðra nema hafa til þess heimild. Til þess að hafa heimildina þá þarf fólk til að byrja með að vita af þessu. Mjög oft er það þannig að það er klikkað á því að fræða fólk um þetta vöktun sem á sér stað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Færst hefur í aukana að vinnuveitendur fylgist með starfsmönnum sínum í gegnum smáforrit og fær Persónuvernd nú vikulega fyrirspurnir eða kvartanir vegna þessa. Forstjóri Persónuverndar segir mikilvægt að eigendur fyrirtækja gæti meðalhófs og passi að vöktunin sé málefnaleg. Mörg fyrirtæki á Íslandi nota rafrænt eftirlit til að fylgjast með starfsmönnum sínum á vinnustaðnum. Starfsmenn eru þá undir stöðugu eftirliti á meðan fyrirtækin safna upplýsingum um þá. Helga Þórisdottir, forstjóri Persónuverndar, segir að undanfarið hafi ábendingum og kvörtunum vegna slíks eftirlits fjölgað. „Það er verið að fylgjast með starfsmönnum í gegnum nýja tækni. Allt rýnið er að verða meira og úrvinnslan er komin á allt annað stig en við þekktum áður. Þetta er málaflokkurinn sem í rauninni er stöðugt að koma til okkar í hverri einustu viku, bæði fyrirspurnir og ábendingar,“ segir Helga.Rafræn vöktun heimil upp að vissu markiÞá segir Helga að rafræn vöktun sé að breytast með tækninni. „Nú hefur það til dæmis verið að færast í vöxt að í stað þess að vera með verkstjórn á staðnum þá fylgist eigandi með sínum eignum og eigum annað hvort heiman frá sér eða hreinlega í símanum. Starfsmenn fá þá reglulega fyrirspurnir um það eða ábendingar um það að þeir eigi ekki að afgreiða í úlpu eða að þeir eigi ekki að vera svona lengi í kaffi.“ Helga útskýrir að rafræn vöktun sé heimil upp að vissu marki en hún þurfi þó að vera málefnaleg. Nauðsynlegt sé að það fari fram mat á hagsmunum vinnuveitenda, annars vegar á því að vinnsla persónuupplýsinga eigi sér stað, og hins vegar rétti starfsmanns til friðhelgi einkalífs. „Ef það er hægt að viðhafa eftirlit án þess að það sé rafrænt þá sé það oftast vænlegri kostur,“ segir Helga og bætir við að til dæmis sé betra að fyrirtækin hafi verkstjórn á staðnum eða að eigendur séu sýnilegri. Helga útskýrir að það sé algjört grundvallaratriði að ekki fari fram rafræn vöktun nema að starfsmenn séu upplýstir um að upptaka sé í gangi á vinnutíma. „Það má ekki vinna persónuupplýsingar um aðra nema hafa til þess heimild. Til þess að hafa heimildina þá þarf fólk til að byrja með að vita af þessu. Mjög oft er það þannig að það er klikkað á því að fræða fólk um þetta vöktun sem á sér stað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira