Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Mögulegri landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands hefur verið mótmælt. Nordicphotos/AFP Ekki verður hægt að komast að neinni niðurstöðu um hvernig landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands, og þar með Bretlands, verður háttað fyrr en fríverslunarsamningur verður gerður á milli Bretlands og Evrópusambandsins. Þetta sagði Liam Fox, milliríkjaviðskiptaráðherra Bretlands, í gær. Phil Hogan, framkvæmdastjóri ESB á sviði landbúnaðar og byggðaþróunar og fulltrúi Írlands, sagði hins vegar fyrr um daginn að Írar minntu á þá hótun sína að ríkið gæti beitt neitunarvaldi gegn hvers konar slíkum samningi þar til komin væri niðurstaða í landamæramálið. „Ef Bretland og Norður-Írland fengju áfram að vera í tollabandalagi Evrópusambandsins og jafnvel hluti af innri markaði þess yrði hins vegar ekkert vandamál með landamærin,“ sagði Hogan í viðtali við The Observer. Írska ríkisstjórnin hefur verið á þeirri línu að engin landamæragæsla yrði á milli ríkjanna allt frá því Bretar kusu að yfirgefa ESB. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar áður sagt að Bretar muni hvorki tilheyra tollabandalaginu né innri markaðnum við útgönguna úr Evrópusambandinu.Mairead McGuinnes, Evrópuþingmaður Írlands.Nordicphotos/AFPÞessari skoðun May deilir Liam Fox. „Við viljum ekki að það verði landamæragæsla þarna en Bretar munu yfirgefa tollabandalagið og innri markaðinn.“ Ekki sé þó hægt að gefa lokasvar við landamæraspurningunni fyrr en viðræður við ESB séu komnar mun lengra. Er því kominn upp nokkurs konar hnútur í útgönguferlinu enda krefjast yfirvöld á Írlandi þess að fá skriflega staðfestingu á því sem allra fyrst að engin landamæragæsla yrði á landamærum Írlands og Norður-Írlands. John McDonnell, skuggafjármálaráðherra stjórnarandstöðunnar á Bretlandi, fjallaði um ummæli Fox í gær og gagnrýndi. Sagði hann að Verkamannaflokkurinn væri ekki tilbúinn til að slá aðild að tollabandalagi og innri markaði út af borðinu. „Ég vona að forsætisráðuneytið hafi ekki samþykkt þessa yfirlýsingu Fox,“ sagði McDonnell við ITV. Mairead McGuinness, Evrópuþingmaður Írlands, gagnrýndi Fox einnig. Sagðist hún hafa áhyggjur af ummælum Fox og hvatti Breta eindregið til að halda sig innan bæði tollabandalagsins og innri markaðarins. „Ég vona að Bretar séu ekki að halda Írum í gíslingu í þessum útgönguviðræðum. Þetta er allt of alvarlegt vandamál til þess.“ Viðræður við ESB standa nú yfir og hafa gengið brösulega. Evrópusambandið gaf ríkisstjórn May nýlega frest til 4. desember næstkomandi til þess að skila tillögum um landamærin, frumvarp um að Bretar skuli áfram greiða þær upphæðir sem ríkið skuldbatt sig til að greiða ESB á meðan ríkið var aðili að sambandinu, og um réttindi borgara ríkja Evrópusambandsins búsettra í Bretlandi og öfugt. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ekki verður hægt að komast að neinni niðurstöðu um hvernig landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands, og þar með Bretlands, verður háttað fyrr en fríverslunarsamningur verður gerður á milli Bretlands og Evrópusambandsins. Þetta sagði Liam Fox, milliríkjaviðskiptaráðherra Bretlands, í gær. Phil Hogan, framkvæmdastjóri ESB á sviði landbúnaðar og byggðaþróunar og fulltrúi Írlands, sagði hins vegar fyrr um daginn að Írar minntu á þá hótun sína að ríkið gæti beitt neitunarvaldi gegn hvers konar slíkum samningi þar til komin væri niðurstaða í landamæramálið. „Ef Bretland og Norður-Írland fengju áfram að vera í tollabandalagi Evrópusambandsins og jafnvel hluti af innri markaði þess yrði hins vegar ekkert vandamál með landamærin,“ sagði Hogan í viðtali við The Observer. Írska ríkisstjórnin hefur verið á þeirri línu að engin landamæragæsla yrði á milli ríkjanna allt frá því Bretar kusu að yfirgefa ESB. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar áður sagt að Bretar muni hvorki tilheyra tollabandalaginu né innri markaðnum við útgönguna úr Evrópusambandinu.Mairead McGuinnes, Evrópuþingmaður Írlands.Nordicphotos/AFPÞessari skoðun May deilir Liam Fox. „Við viljum ekki að það verði landamæragæsla þarna en Bretar munu yfirgefa tollabandalagið og innri markaðinn.“ Ekki sé þó hægt að gefa lokasvar við landamæraspurningunni fyrr en viðræður við ESB séu komnar mun lengra. Er því kominn upp nokkurs konar hnútur í útgönguferlinu enda krefjast yfirvöld á Írlandi þess að fá skriflega staðfestingu á því sem allra fyrst að engin landamæragæsla yrði á landamærum Írlands og Norður-Írlands. John McDonnell, skuggafjármálaráðherra stjórnarandstöðunnar á Bretlandi, fjallaði um ummæli Fox í gær og gagnrýndi. Sagði hann að Verkamannaflokkurinn væri ekki tilbúinn til að slá aðild að tollabandalagi og innri markaði út af borðinu. „Ég vona að forsætisráðuneytið hafi ekki samþykkt þessa yfirlýsingu Fox,“ sagði McDonnell við ITV. Mairead McGuinness, Evrópuþingmaður Írlands, gagnrýndi Fox einnig. Sagðist hún hafa áhyggjur af ummælum Fox og hvatti Breta eindregið til að halda sig innan bæði tollabandalagsins og innri markaðarins. „Ég vona að Bretar séu ekki að halda Írum í gíslingu í þessum útgönguviðræðum. Þetta er allt of alvarlegt vandamál til þess.“ Viðræður við ESB standa nú yfir og hafa gengið brösulega. Evrópusambandið gaf ríkisstjórn May nýlega frest til 4. desember næstkomandi til þess að skila tillögum um landamærin, frumvarp um að Bretar skuli áfram greiða þær upphæðir sem ríkið skuldbatt sig til að greiða ESB á meðan ríkið var aðili að sambandinu, og um réttindi borgara ríkja Evrópusambandsins búsettra í Bretlandi og öfugt.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira