Daníel verið edrú í tvo mánuði: "Ég sver það upp á móður mína“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2017 10:30 Daníel Már er að stækka mikið. „Já, ég er ennþá hættur að drekka, ég sver það upp á móður mína - og ég dýrka móður mína, þannig að það er mikið að marka þetta,” sagði Daníel Már, 29 ára gamall snappari sem kom fram í þættinum Snapparar á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar kom fram að hann hefði tekið þá ákvörðun að hætta að drekka tveimur dögum áður en fyrsta viðtalið var tekið fyrir þáttaröðina. Mánuði síðar mætti hann aftur í tökur og reyndist hafa staðið sig vel í bindindinu. Nú er liðnir tveir mánuðir frá því Daníel Már hætti að drekka. Hann segir mikið hafa gengið á í lífi sínu á þessum tíma, þetta hafi verið erfitt en hann sé ennþá hættur. „Maður er þyrstur, en ekkert sem ég ræð ekki við. Fylgið stækkar meira ef ég er ekki mökkaður alltaf.”Stækkar og stækkar Það virðast orð að sönnu. Því á þessum tveimur mánuðum segir hann fylgið hafa stækkað frá 5000 manns upp í 6500. En hann hefur ekki fylgt ráðleggingum þeirra Gæa og stofnendum Markaðsstofunnar Eylendu til hlítar. Í þætti gærkvöldsins lögðu þau þunga áherslu á að þeim gangi best á Snapchat sem séu einlægir og persónulegir. En Daníel Már heldur áfram að rugla og bulla í fylgjendum sínum, eins og sést í myndbandinu sem hér fylgir. Þriðji þáttur Snappara verður á dagskrá Stöðvar 2 næstkomandi sunnudagskvöld. Þar kynnumst við tveimur gerólíkum snöppurum, brimbrettagaurnum Binna Löve sem hikar ekki við að koma nakinn fram og guðfræðinemanum Ernu Kristínu. Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson. Daníel bullar oft töluvert á Snapchat og má sjá brot frá reikningi hans hér að neðan en reikningurinn hans er Djaniel88. Samfélagsmiðlar Snapparar Tengdar fréttir „Fólk komið með ógeð á auglýsingum á Snapchat“ "Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. 20. nóvember 2017 10:30 Atvinnupókerspilari sem gerðist edrú snappari: „Búinn að vera fyllibytta öll mín ár“ "Ég var að taka dálítið stóra ákvörðun núna fyrir nokkrum dögum,” sagði Daníel Már, 29 ára gamall atvinnupókerspilari þegar tökuteymið fyrir þáttaröðina Snapparar heimsótti hann í kjallaraíbúð í Breiðholtinu í haust. 26. nóvember 2017 14:00 Binni Glee: Hættur að hanga í Kringlunni en finnst þó alltaf gaman að hitta aðdáendur Ég er hættur að fara í Kringluna og Smáralind svona til að hanga þar, segir ein skærasta snappstjarna landsins, Brynjar Steinn, sem kallar sig Binna Glee á Snapchat. 19. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
„Já, ég er ennþá hættur að drekka, ég sver það upp á móður mína - og ég dýrka móður mína, þannig að það er mikið að marka þetta,” sagði Daníel Már, 29 ára gamall snappari sem kom fram í þættinum Snapparar á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar kom fram að hann hefði tekið þá ákvörðun að hætta að drekka tveimur dögum áður en fyrsta viðtalið var tekið fyrir þáttaröðina. Mánuði síðar mætti hann aftur í tökur og reyndist hafa staðið sig vel í bindindinu. Nú er liðnir tveir mánuðir frá því Daníel Már hætti að drekka. Hann segir mikið hafa gengið á í lífi sínu á þessum tíma, þetta hafi verið erfitt en hann sé ennþá hættur. „Maður er þyrstur, en ekkert sem ég ræð ekki við. Fylgið stækkar meira ef ég er ekki mökkaður alltaf.”Stækkar og stækkar Það virðast orð að sönnu. Því á þessum tveimur mánuðum segir hann fylgið hafa stækkað frá 5000 manns upp í 6500. En hann hefur ekki fylgt ráðleggingum þeirra Gæa og stofnendum Markaðsstofunnar Eylendu til hlítar. Í þætti gærkvöldsins lögðu þau þunga áherslu á að þeim gangi best á Snapchat sem séu einlægir og persónulegir. En Daníel Már heldur áfram að rugla og bulla í fylgjendum sínum, eins og sést í myndbandinu sem hér fylgir. Þriðji þáttur Snappara verður á dagskrá Stöðvar 2 næstkomandi sunnudagskvöld. Þar kynnumst við tveimur gerólíkum snöppurum, brimbrettagaurnum Binna Löve sem hikar ekki við að koma nakinn fram og guðfræðinemanum Ernu Kristínu. Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson. Daníel bullar oft töluvert á Snapchat og má sjá brot frá reikningi hans hér að neðan en reikningurinn hans er Djaniel88.
Samfélagsmiðlar Snapparar Tengdar fréttir „Fólk komið með ógeð á auglýsingum á Snapchat“ "Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. 20. nóvember 2017 10:30 Atvinnupókerspilari sem gerðist edrú snappari: „Búinn að vera fyllibytta öll mín ár“ "Ég var að taka dálítið stóra ákvörðun núna fyrir nokkrum dögum,” sagði Daníel Már, 29 ára gamall atvinnupókerspilari þegar tökuteymið fyrir þáttaröðina Snapparar heimsótti hann í kjallaraíbúð í Breiðholtinu í haust. 26. nóvember 2017 14:00 Binni Glee: Hættur að hanga í Kringlunni en finnst þó alltaf gaman að hitta aðdáendur Ég er hættur að fara í Kringluna og Smáralind svona til að hanga þar, segir ein skærasta snappstjarna landsins, Brynjar Steinn, sem kallar sig Binna Glee á Snapchat. 19. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
„Fólk komið með ógeð á auglýsingum á Snapchat“ "Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. 20. nóvember 2017 10:30
Atvinnupókerspilari sem gerðist edrú snappari: „Búinn að vera fyllibytta öll mín ár“ "Ég var að taka dálítið stóra ákvörðun núna fyrir nokkrum dögum,” sagði Daníel Már, 29 ára gamall atvinnupókerspilari þegar tökuteymið fyrir þáttaröðina Snapparar heimsótti hann í kjallaraíbúð í Breiðholtinu í haust. 26. nóvember 2017 14:00
Binni Glee: Hættur að hanga í Kringlunni en finnst þó alltaf gaman að hitta aðdáendur Ég er hættur að fara í Kringluna og Smáralind svona til að hanga þar, segir ein skærasta snappstjarna landsins, Brynjar Steinn, sem kallar sig Binna Glee á Snapchat. 19. nóvember 2017 14:00