Innlent

Boðað til íbúafundar í Öræfum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli en undanfarið hafa verið jarðhræringar í jöklinum.
Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli en undanfarið hafa verið jarðhræringar í jöklinum. vísir/gunnþóra
Boðað hefur verið til í íbúafundar í Öræfum í kvöld klukkan 20 vegna Öræfajökuls. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi munu vísindamenn fara yfir stöðuna og fulltrúar almannavarna kynna vinnu vegna rýmingaráætlunar.

 

Á morgun, þriðjudag, verður síðan fundur á vegum almannavarna með aðilum í ferðaþjónustu. Fundurinn verður haldin í Freysnes og hefst klukkan 9.

Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli en undanfarið hafa verið jarðhræringar í jöklinum. Þannig hefur sigketilli hans stækkað nokkuð undanfarið og hefur jarðhitavatn úr katlinum runnið í Kvíá, eina af ánum sem renna frá jöklinum.

Neyðarrýmingaráætlun er tilbúin fyrir svæðið ef eldgos verður í jöklinum. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. Hefjist eldgos hins vegar án fyrirvara verður svæðið rýmt samkvæmt áætluninni.


Tengdar fréttir

Áætlun vísar veginn ef gos verður í Öræfajökli

Almannavarnir stefna að því að rýma svæðið við Öræfajökul áður en eldgos kann að brjótast þar út. Náist það ekki í tæka tíð verður unnið samkvæmt nýrri neyðaráætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×