Vonast til að Alþingi geti komið saman í næstu viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 12:49 Frá upphafi fundarins sem hófst í hádeginu. vísir/ernir Formenn stjórnmálaflokkanna átta sem sæti eiga á þingi hittust á fundi í þinghúsinu klukkan 12. Þar verður farið yfir þau störf þingsins sem fram undan eru en eins og komið hefur fram mun ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taka við í lok vikunnar, að því gefnu að flokksstofnanir flokkanna þriggja samþykki stjórnarsáttmálann. Það sem liggur fyrir þinginu þegar það kemur saman eru fjárlög næsta árs og fjáraukalög þessa árs en ekki er ákveðið hvenær þing kemur saman. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrir fund formannanna að hún vonaðist til að þing gæti komið saman í næstu viku. Málefnasamningur VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er nánast tilbúinn og munu flokksstofnanir koma saman á miðvikudag þar sem samningurinn verður ræddur og borinn undir atkvæði. Þingflokkar þessara þriggja flokka koma hins vegar saman í dag upp úr klukkan 13 þar sem inntak málefnasamningsins verður að öllum líkindum til umræðu. Ekki er búið að ákveða skiptingu ráðuneyta í stjórnarmyndunarviðræðunum og þá liggur ekki fyrir hver verður forseti Alþingis. Hins vegar er ólíklegt að ráðuneytum verði fjölgað. Það eina sem gefið hefur verið upp varðandi það hverjir munu setjast í ráðherrastólana er að við upphaf viðræðnanna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að lagt væri upp með að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra.Uppfært klukkan 13:06: Fundi formannanna átta er nú lokið en engin niðurstaða varðandi þingstörfin fékkst á honum. Samkvæmt upplýsingum Vísis munu formennirnir aftur hittast á fundi klukkan 15 í dag. Alþingi Tengdar fréttir „Við erum við bryggjuna“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. 27. nóvember 2017 09:57 Formennirnir funda í stjórnarráðinu Málefnasamningur flokkanna er nánast tilbúinn. 27. nóvember 2017 10:50 Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Formenn stjórnmálaflokkanna átta sem sæti eiga á þingi hittust á fundi í þinghúsinu klukkan 12. Þar verður farið yfir þau störf þingsins sem fram undan eru en eins og komið hefur fram mun ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taka við í lok vikunnar, að því gefnu að flokksstofnanir flokkanna þriggja samþykki stjórnarsáttmálann. Það sem liggur fyrir þinginu þegar það kemur saman eru fjárlög næsta árs og fjáraukalög þessa árs en ekki er ákveðið hvenær þing kemur saman. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrir fund formannanna að hún vonaðist til að þing gæti komið saman í næstu viku. Málefnasamningur VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er nánast tilbúinn og munu flokksstofnanir koma saman á miðvikudag þar sem samningurinn verður ræddur og borinn undir atkvæði. Þingflokkar þessara þriggja flokka koma hins vegar saman í dag upp úr klukkan 13 þar sem inntak málefnasamningsins verður að öllum líkindum til umræðu. Ekki er búið að ákveða skiptingu ráðuneyta í stjórnarmyndunarviðræðunum og þá liggur ekki fyrir hver verður forseti Alþingis. Hins vegar er ólíklegt að ráðuneytum verði fjölgað. Það eina sem gefið hefur verið upp varðandi það hverjir munu setjast í ráðherrastólana er að við upphaf viðræðnanna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að lagt væri upp með að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra.Uppfært klukkan 13:06: Fundi formannanna átta er nú lokið en engin niðurstaða varðandi þingstörfin fékkst á honum. Samkvæmt upplýsingum Vísis munu formennirnir aftur hittast á fundi klukkan 15 í dag.
Alþingi Tengdar fréttir „Við erum við bryggjuna“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. 27. nóvember 2017 09:57 Formennirnir funda í stjórnarráðinu Málefnasamningur flokkanna er nánast tilbúinn. 27. nóvember 2017 10:50 Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
„Við erum við bryggjuna“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. 27. nóvember 2017 09:57
Formennirnir funda í stjórnarráðinu Málefnasamningur flokkanna er nánast tilbúinn. 27. nóvember 2017 10:50
Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00