Stjórnarandstaðan lagðist gegn því að gamla fjárlagafrumvarpið yrði lagt fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 15:50 Frá fundi formannanna í hádeginu í dag. vísir/ernir Ólíklegt er að fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði lagt fram af verðandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir að stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi, Samfylkingin, Viðreisn, Miðflokkur, Flokkur fólksins og Píratar lögðust gegn því á fundi formanna flokkanna núna klukkan 15. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist í samtali við Vísi reikna með því að verðandi ríkisstjórn leggi fram nýtt fjárlagafrumvarp. Formenn verðandi stjórnarflokka vörpuðu fram þeirri hugmynd að leggja gamla frumvarpið fram með tilteknum útskýringum og formála í samræmi við stefnu nýrrar ríkisstjórnar á fundi með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna í hádeginu. Að sögn Loga spurðu þau hvernig þeim í stjórnarandstöðunni litist á það. „Við sögðum að okkur litist illa á það og að við hefðum talið réttara að þau legðu fram sína stefnu með nýjum fjárlögum. Við gætum þá átt rökræður um það, tekið undir með því góða sem þar er gert og sett út á og gert breytingartillögur við annað sem er ekki eins gott. Okkur finnst það alveg fráleit hugmynd að leggja fram gamla frumvarpið sem VG og Framsókn gagnrýndu mjög í haust, jafnvel þó að það séu einhverjar útskýringar og formáli sem gefi eitthvað annað til kynna, þá er það ekki gott að okkar mati. Það er miklu betra að ný ríkisstjórn fái bara strax í upphafi standa frammi fyrir sinni stefnu og halda henni á lofti og það er þá hægt að takast á um hana,“ segir Logi. Logi segir ekki liggja fyrir hvenær þing kemur saman. „Það sem vakti fyrir þeim var að það tæki nokkra daga að keyra nýtt frumvarp í gegnum formúlur í ráðuneytunum, prenta það og svo framvegis. Við höfum fullan skilning á því en teljum hins vegar miklu eðlilegra að gera það,“ segir Logi og bætir við að stjórnarandstaðan hafi lagt áherslu á það við formenn verðandi stjórnarflokka að málið yrði unnið eins hratt og örugglega og unnt er.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Yrði hissa ef fjárlagafrumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið Þingmaður VG segir enn óákveðið hvernig staðið verði að fjárlagafrumvarpi. 27. nóvember 2017 15:38 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Ólíklegt er að fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði lagt fram af verðandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir að stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi, Samfylkingin, Viðreisn, Miðflokkur, Flokkur fólksins og Píratar lögðust gegn því á fundi formanna flokkanna núna klukkan 15. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist í samtali við Vísi reikna með því að verðandi ríkisstjórn leggi fram nýtt fjárlagafrumvarp. Formenn verðandi stjórnarflokka vörpuðu fram þeirri hugmynd að leggja gamla frumvarpið fram með tilteknum útskýringum og formála í samræmi við stefnu nýrrar ríkisstjórnar á fundi með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna í hádeginu. Að sögn Loga spurðu þau hvernig þeim í stjórnarandstöðunni litist á það. „Við sögðum að okkur litist illa á það og að við hefðum talið réttara að þau legðu fram sína stefnu með nýjum fjárlögum. Við gætum þá átt rökræður um það, tekið undir með því góða sem þar er gert og sett út á og gert breytingartillögur við annað sem er ekki eins gott. Okkur finnst það alveg fráleit hugmynd að leggja fram gamla frumvarpið sem VG og Framsókn gagnrýndu mjög í haust, jafnvel þó að það séu einhverjar útskýringar og formáli sem gefi eitthvað annað til kynna, þá er það ekki gott að okkar mati. Það er miklu betra að ný ríkisstjórn fái bara strax í upphafi standa frammi fyrir sinni stefnu og halda henni á lofti og það er þá hægt að takast á um hana,“ segir Logi. Logi segir ekki liggja fyrir hvenær þing kemur saman. „Það sem vakti fyrir þeim var að það tæki nokkra daga að keyra nýtt frumvarp í gegnum formúlur í ráðuneytunum, prenta það og svo framvegis. Við höfum fullan skilning á því en teljum hins vegar miklu eðlilegra að gera það,“ segir Logi og bætir við að stjórnarandstaðan hafi lagt áherslu á það við formenn verðandi stjórnarflokka að málið yrði unnið eins hratt og örugglega og unnt er.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Yrði hissa ef fjárlagafrumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið Þingmaður VG segir enn óákveðið hvernig staðið verði að fjárlagafrumvarpi. 27. nóvember 2017 15:38 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Yrði hissa ef fjárlagafrumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið Þingmaður VG segir enn óákveðið hvernig staðið verði að fjárlagafrumvarpi. 27. nóvember 2017 15:38