Urðu við ósk stjórnarandstöðunnar um fullbúið fjárlagafrumvarp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2017 16:36 Gengið er út frá því að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að nýtt fjárlagafrumvarp verði smíðað frá grunni. Það hafi verið ósk formanna stjórnarandstöðuflokkanna á fundi formanna allra flokka á fjórða tímanum. Formenn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hafi sett fram tvo valkosti á fundinum. „Setja fram nýjan ráðherrakafla og breytingartillögur við gamla frumvarpið svo það væri hægt að kalla þingið saman fyrr ef stjórnarandstaðan hefði áhuga á því að gefa sér meiri tíma í fjárlagavinnuna og önnur mál,“ segir Katrín um fyrri kostinn. „Eða leggja fram fullbúið nýtt frumvarp, sem tekur þá lengri tíma, svo að þingið er ekki að koma saman fyrr en fer að nálgast miðjan mánuð, sem er ansi stuttur tími.“Frá fundi formannanna í hádeginu í dag.vísir/ernirLeyst illa á fyrri kostinn Eins og Logi Einarssonar, formaður Samfylkingar, sagði við Vísi eftir fundinn leyst andstöðunni illa á að leggja fram gamla frumvarpið með breytingum. „Við sögðum að okkur litist illa á það og að við hefðum talið réttara að þau legðu fram sína stefnu með nýjum fjárlögum. Við gætum þá átt rökræður um það, tekið undir með því góða sem þar er gert og sett út á og gert breytingartillögur við annað sem er ekki eins gott. Okkur finnst það alveg fráleit hugmynd að leggja fram gamla frumvarpið sem VG og Framsókn gagnrýndu mjög í haust, jafnvel þó að það séu einhverjar útskýringar og formáli sem gefi eitthvað annað til kynna, þá er það ekki gott að okkar mati. Það er miklu betra að ný ríkisstjórn fái bara strax í upphafi standa frammi fyrir sinni stefnu og halda henni á lofti og það er þá hægt að takast á um hana,“ segir Logi. „Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig,“ segir Katrín. „Ég hef auðvitað áhyggjur af því að það verði stuttur tími til stefnu, ekki síst líka hvað varðar önnur mál eins og málefni fatlaðra, NPA og fleira. Fólk verður bara að vinna vel þessa daga sem við eigum.“Fundarhöld formanna fóru fram um helgina en formlegar viðræður flokkanna þriggja hafa staðið í tvær vikur.vísir/ernirHefði náðst aukavika í þingstörf Katrín sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún vonaðist til þess að þing gæti komið saman í lok næstu viku. Svo virðist ekki ætla að verða raunin eftir niðurstöðuna af formannafundinum. Formleg vinna við fjárlagafrumvarp geti ekki hafist fyrr en komin sé ný ríkisstjórn. „En við erum auðvitað búin að vera að vinna okkar sýn og tillögur inn í þann grunn sem við höfum. Það tekur síðan tíma eftir að ný ríkisstjórn tekur við að útbúa nýtt frumvarp frá grunni.“ Hefði fyrri kosturinn orðið fyrir valinu telur Katrín að náðst hefði aukavika í þingstörf. Stjórnarandstaðan hafi viljað minni tíma og fullbúið frumvarp. Það sé niðurstaðan. Varðandi ráðherraskipan segir Katrín að umræða um þau skipti hafi hafist í morgun og verði framhaldið í dag og í kvöld. Fram hefur komið í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, að lagt sé upp með það í viðræðunum að Katrín verði forsætisráðherra. Þá hefur Katrín sagst ekki telja nauðsynlegt að fjölga ráðherraembættum.Framundan er fundur á Bessastöðum í fyrramálið klukkan 10:30 með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Kosningar 2017 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að nýtt fjárlagafrumvarp verði smíðað frá grunni. Það hafi verið ósk formanna stjórnarandstöðuflokkanna á fundi formanna allra flokka á fjórða tímanum. Formenn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hafi sett fram tvo valkosti á fundinum. „Setja fram nýjan ráðherrakafla og breytingartillögur við gamla frumvarpið svo það væri hægt að kalla þingið saman fyrr ef stjórnarandstaðan hefði áhuga á því að gefa sér meiri tíma í fjárlagavinnuna og önnur mál,“ segir Katrín um fyrri kostinn. „Eða leggja fram fullbúið nýtt frumvarp, sem tekur þá lengri tíma, svo að þingið er ekki að koma saman fyrr en fer að nálgast miðjan mánuð, sem er ansi stuttur tími.“Frá fundi formannanna í hádeginu í dag.vísir/ernirLeyst illa á fyrri kostinn Eins og Logi Einarssonar, formaður Samfylkingar, sagði við Vísi eftir fundinn leyst andstöðunni illa á að leggja fram gamla frumvarpið með breytingum. „Við sögðum að okkur litist illa á það og að við hefðum talið réttara að þau legðu fram sína stefnu með nýjum fjárlögum. Við gætum þá átt rökræður um það, tekið undir með því góða sem þar er gert og sett út á og gert breytingartillögur við annað sem er ekki eins gott. Okkur finnst það alveg fráleit hugmynd að leggja fram gamla frumvarpið sem VG og Framsókn gagnrýndu mjög í haust, jafnvel þó að það séu einhverjar útskýringar og formáli sem gefi eitthvað annað til kynna, þá er það ekki gott að okkar mati. Það er miklu betra að ný ríkisstjórn fái bara strax í upphafi standa frammi fyrir sinni stefnu og halda henni á lofti og það er þá hægt að takast á um hana,“ segir Logi. „Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig,“ segir Katrín. „Ég hef auðvitað áhyggjur af því að það verði stuttur tími til stefnu, ekki síst líka hvað varðar önnur mál eins og málefni fatlaðra, NPA og fleira. Fólk verður bara að vinna vel þessa daga sem við eigum.“Fundarhöld formanna fóru fram um helgina en formlegar viðræður flokkanna þriggja hafa staðið í tvær vikur.vísir/ernirHefði náðst aukavika í þingstörf Katrín sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún vonaðist til þess að þing gæti komið saman í lok næstu viku. Svo virðist ekki ætla að verða raunin eftir niðurstöðuna af formannafundinum. Formleg vinna við fjárlagafrumvarp geti ekki hafist fyrr en komin sé ný ríkisstjórn. „En við erum auðvitað búin að vera að vinna okkar sýn og tillögur inn í þann grunn sem við höfum. Það tekur síðan tíma eftir að ný ríkisstjórn tekur við að útbúa nýtt frumvarp frá grunni.“ Hefði fyrri kosturinn orðið fyrir valinu telur Katrín að náðst hefði aukavika í þingstörf. Stjórnarandstaðan hafi viljað minni tíma og fullbúið frumvarp. Það sé niðurstaðan. Varðandi ráðherraskipan segir Katrín að umræða um þau skipti hafi hafist í morgun og verði framhaldið í dag og í kvöld. Fram hefur komið í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, að lagt sé upp með það í viðræðunum að Katrín verði forsætisráðherra. Þá hefur Katrín sagst ekki telja nauðsynlegt að fjölga ráðherraembættum.Framundan er fundur á Bessastöðum í fyrramálið klukkan 10:30 með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.
Kosningar 2017 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira