Klaufalegt tap fyrir Búlgörum í Höllinni Stefán Árni Pálsson skrifar 28. nóvember 2017 06:00 Kristófer Acox sækir að körfu Búlgara. Íslenska liðið spilaði vel á löngum köflum en gaf eftir undir lokin. vísir/anton Ísland tapaði fyrir Búlgaríu, 77-74, í undankeppni HM 2019 í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Liðið var lengi vel með fín tök á leiknum en henti honum frá sér í fjórða leikhlutanum. Martin Hermannsson var atkvæðamestur í liði Íslands með 21 stig en Jakob Örn Sigurðarson skoraði 18 stig í leiknum. Það var hrein unun að fylgjast með íslenska landsliðinu í byrjun leiks og þá sérstaklega þeim Martin Hermannssyni og Tryggva Snæ Hlinasyni. Martin stjórnaði leik íslenska liðsins eins og herforingi og Tryggvi Snær varði þrjú skot í fyrsta leikhlutanum og var frábær í vörninni. Búlgararnir þurftu að hafa mikið fyrir hverju einasta stigi og gekk sóknarleikur íslenska liðsins töluvert betur til að byrja með. Staðan var því 21-17 eftir fyrsta leikhlutann og hefði íslenska liðið getað verið með stærra forskot, með smá heppni. Í öðrum leikhluta hélt baráttan og harkan í íslenska liðinu áfram og var það einfaldlega líkamlega sterkara en búlgörsku landsliðsmennirnir. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 35-23 fyrir Ísland og útlitið nokkuð bjart. Búlgarar komu til baka undir lok fyrri hálfleiksins og létu íslensku strákana hafa vel fyrir sér með því að keyra alltaf inn í teiginn. Það hafði það í för með sér að menn fóru að sanka að sér villum.Jakob Örn Sigurðarson átti góðan leik.vísir/antonTryggvi var kominn með þrjár villur í hálfleik og þurfti að hafa sig hægan í upphafi síðari hálfleiksins og það sama má segja um Martin Hermannsson. Staðan í hálfleik var 45-35. Búlgarar mættu grimmir út í síðari hálfleikinn og fóru strax að minnka muninn og það mjög markvisst. Þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum var staðan 52-51 fyrir Ísland og Búlgararnir að hóta þeim hvítklæddu að komast yfir í leiknum. Sem betur fer héldu íslensku landsliðsmennirnir út og hleyptu þeim ekki fram úr sér. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 61-53. Íslenska liðið var með frumkvæðið í byrjun fjórða leikhluta en gestirnir ætluðu sér að ná í sigur í Laugardalshöllinni í gær. Þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum komust Búlgarar yfir, 67-66, og var mikil spenna í leiknum út leiktímann. Svo fór að lokum að Búlgaría vann leikinn, 77-74. Það skrifast á algjört kæruleysi hjá íslenska liðinu þar sem liðið hafði stóran hluta af leiknum fín tök á honum. Það þurfti bara að sigla sigrinum í hús en það gekk því miður ekki. Búlgarska liðið sýndi aftur á móti gríðarlegan karakter, gafst aldrei upp og það sem var mikilvægast, að þeir hleyptu íslenska liðinu aldrei of langt frá sér. Körfubolti Tengdar fréttir Martin: Þetta verður erfið nótt "Við þurftum að vinna þennan leik, vorum með hann í höndunum í 38 mínútur en klúðrum þessi bara í lokin,“ segir Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Martin skoraði 21 stig. 27. nóvember 2017 22:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Búlgaría 74-77 | Strákarnir klaufar gegn Búlgörum Ísland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Tékklandi en strákarnir ætla sér sigur í kvöld. 27. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Búlgaríu, 77-74, í undankeppni HM 2019 í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Liðið var lengi vel með fín tök á leiknum en henti honum frá sér í fjórða leikhlutanum. Martin Hermannsson var atkvæðamestur í liði Íslands með 21 stig en Jakob Örn Sigurðarson skoraði 18 stig í leiknum. Það var hrein unun að fylgjast með íslenska landsliðinu í byrjun leiks og þá sérstaklega þeim Martin Hermannssyni og Tryggva Snæ Hlinasyni. Martin stjórnaði leik íslenska liðsins eins og herforingi og Tryggvi Snær varði þrjú skot í fyrsta leikhlutanum og var frábær í vörninni. Búlgararnir þurftu að hafa mikið fyrir hverju einasta stigi og gekk sóknarleikur íslenska liðsins töluvert betur til að byrja með. Staðan var því 21-17 eftir fyrsta leikhlutann og hefði íslenska liðið getað verið með stærra forskot, með smá heppni. Í öðrum leikhluta hélt baráttan og harkan í íslenska liðinu áfram og var það einfaldlega líkamlega sterkara en búlgörsku landsliðsmennirnir. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 35-23 fyrir Ísland og útlitið nokkuð bjart. Búlgarar komu til baka undir lok fyrri hálfleiksins og létu íslensku strákana hafa vel fyrir sér með því að keyra alltaf inn í teiginn. Það hafði það í för með sér að menn fóru að sanka að sér villum.Jakob Örn Sigurðarson átti góðan leik.vísir/antonTryggvi var kominn með þrjár villur í hálfleik og þurfti að hafa sig hægan í upphafi síðari hálfleiksins og það sama má segja um Martin Hermannsson. Staðan í hálfleik var 45-35. Búlgarar mættu grimmir út í síðari hálfleikinn og fóru strax að minnka muninn og það mjög markvisst. Þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum var staðan 52-51 fyrir Ísland og Búlgararnir að hóta þeim hvítklæddu að komast yfir í leiknum. Sem betur fer héldu íslensku landsliðsmennirnir út og hleyptu þeim ekki fram úr sér. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 61-53. Íslenska liðið var með frumkvæðið í byrjun fjórða leikhluta en gestirnir ætluðu sér að ná í sigur í Laugardalshöllinni í gær. Þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum komust Búlgarar yfir, 67-66, og var mikil spenna í leiknum út leiktímann. Svo fór að lokum að Búlgaría vann leikinn, 77-74. Það skrifast á algjört kæruleysi hjá íslenska liðinu þar sem liðið hafði stóran hluta af leiknum fín tök á honum. Það þurfti bara að sigla sigrinum í hús en það gekk því miður ekki. Búlgarska liðið sýndi aftur á móti gríðarlegan karakter, gafst aldrei upp og það sem var mikilvægast, að þeir hleyptu íslenska liðinu aldrei of langt frá sér.
Körfubolti Tengdar fréttir Martin: Þetta verður erfið nótt "Við þurftum að vinna þennan leik, vorum með hann í höndunum í 38 mínútur en klúðrum þessi bara í lokin,“ segir Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Martin skoraði 21 stig. 27. nóvember 2017 22:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Búlgaría 74-77 | Strákarnir klaufar gegn Búlgörum Ísland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Tékklandi en strákarnir ætla sér sigur í kvöld. 27. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur Sjá meira
Martin: Þetta verður erfið nótt "Við þurftum að vinna þennan leik, vorum með hann í höndunum í 38 mínútur en klúðrum þessi bara í lokin,“ segir Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Martin skoraði 21 stig. 27. nóvember 2017 22:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Búlgaría 74-77 | Strákarnir klaufar gegn Búlgörum Ísland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Tékklandi en strákarnir ætla sér sigur í kvöld. 27. nóvember 2017 22:00