Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2017 11:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, við upphaf fundar þeirra í morgun. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. Þetta tilkynnti forsetinn í samtali við blaðamenn að loknum fundi sínum með Katrínu í morgun. „Um nokkurt skeið hafa Katrín, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, rætt um myndun ríkisstjórnar þessara flokka. Nú liggur fyrir í megindráttum stjórnarsáttmáli slíkrar stjórnar,“ sagði forsetinn. „Á morgun munu stofnanir flokkanna þriggja greiða atkvæði um hann. Þá er um það samkomulag að styðji flokksstofnanir samkomulagið verði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.“Ekki algilt að einhver einn leiði viðræður Forsetinn tíundaði einnig ástæður þess að hann hafi ekki veitt neinum formanni flokkanna þriggja umboðið fyrr í viðræðunum. Hann segir það augljósa hefð í íslenskum stjórnmálum að einhver einn flokksformaður fái umboð til stjórnarmyndunar og leiði þannig viðræðurnar. „Það verklag er þó alls ekki algilt og í þessu tilfelli var niðurstaðan sú að heillavænlegast yrði að flokkarnir ræddu saman án þess að einn leiddi för.“ Hann segir þó þarft að einn flokksleiðtogi hafi stjórnarmyndunarumboð á hendi þegar viðæðurnar eru farnar að skýrast eins og nú og því hafi Katrín fengið umboðið í dag. Aðspurður hvort hann hafi trú á ríkisstjórn flokkanna þriggja sagði forsetinn að svo væri. Hann segist vonast til að formleg stjórnarskpiti verði á fimmtudaginn, 30. nóvember. Þá verði haldnir tveir ríkisráðsfundir á Bessastöðum. Einn með fráfarandi starfstjórn og einn með nýrri ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur.Blaðamannafund forsetans má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta Íslands Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fer á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag klukkan 10:30. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. Þetta tilkynnti forsetinn í samtali við blaðamenn að loknum fundi sínum með Katrínu í morgun. „Um nokkurt skeið hafa Katrín, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, rætt um myndun ríkisstjórnar þessara flokka. Nú liggur fyrir í megindráttum stjórnarsáttmáli slíkrar stjórnar,“ sagði forsetinn. „Á morgun munu stofnanir flokkanna þriggja greiða atkvæði um hann. Þá er um það samkomulag að styðji flokksstofnanir samkomulagið verði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.“Ekki algilt að einhver einn leiði viðræður Forsetinn tíundaði einnig ástæður þess að hann hafi ekki veitt neinum formanni flokkanna þriggja umboðið fyrr í viðræðunum. Hann segir það augljósa hefð í íslenskum stjórnmálum að einhver einn flokksformaður fái umboð til stjórnarmyndunar og leiði þannig viðræðurnar. „Það verklag er þó alls ekki algilt og í þessu tilfelli var niðurstaðan sú að heillavænlegast yrði að flokkarnir ræddu saman án þess að einn leiddi för.“ Hann segir þó þarft að einn flokksleiðtogi hafi stjórnarmyndunarumboð á hendi þegar viðæðurnar eru farnar að skýrast eins og nú og því hafi Katrín fengið umboðið í dag. Aðspurður hvort hann hafi trú á ríkisstjórn flokkanna þriggja sagði forsetinn að svo væri. Hann segist vonast til að formleg stjórnarskpiti verði á fimmtudaginn, 30. nóvember. Þá verði haldnir tveir ríkisráðsfundir á Bessastöðum. Einn með fráfarandi starfstjórn og einn með nýrri ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur.Blaðamannafund forsetans má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta Íslands Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fer á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag klukkan 10:30. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta Íslands Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fer á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag klukkan 10:30. 28. nóvember 2017 10:00