„Maður fylltist nú öryggiskennd við að sjá allt þetta fólk“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2017 14:49 Hafdís situr hér fyrir miðju. Sigurður Gunnarsson Hafdís Roysdóttir, húsfreyja í Svínafelli, segir íbúafund um stöðu mála í Öræfajökli í gær hafa verið mjög góðan og að mikilvæg umræða hafi skapast. „Maður fylltist nú öryggiskennd við að sjá allt þetta fólk frá Rauða krossinum, lögreglunni, slökkviliðinu og annars staðar frá. Þá vissi maður að við erum ekki ein á báti og yrðum látin vita ef eitthvað myndi gerast,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. „Maður fann að fólk er á tánum.“ Hafdís segir salinn í Hofgarði hafa verið þéttsetinn og giskar á að minnst 150 manns hafi sótt fundinn. Þar hafi ekki einungis verið um heimamenn í Öræfum að ræða heldur einnig fólk frá Höfn, Suðursveit, Klaustri og svo fólk sem komi að jarðvísindum. Haldin voru fræðsluerindi um Öræfajökul og hvernig hann hefur hagað sér í gosum í gegnum árin. Íbúum var tilkynnt að verið væri að koma fyrir frekari mælum til að fylgjast með jarðhræringum og leiðni í ám úr jöklunum væri oft mæld.Áhyggjur af dýrunum Áhyggjur heimamanna snerust að miklu leyti um slæmt símasamband og útvarpssamband á svæðinu og einnig um mögulegan brottflutning á dýrum. Hafdís segir Öræfi vera sjúkdómalaust svæði svo að ef flytja ætti fé af svæðinu mætti það líklegast ekki vera flutt aftur inn á svæðið. Þar að auki væri nýbúið að rýja allar kindur svo þær ættu erfitt með að vera úti um einhvern tíma. Fundargestum var tilkynnt að til stæði að bæta símasamband á svæðinu, auka styrk og bæta útvarpsskilyrði. Það er ekki einungis fyrir heimamenn því miðað við notkun símakerfis væru um tvö þúsund manns á svæðinu á vetrarmánuðum. „Á hverjum degi eru til dæmis hundruð ferðamanna uppi á jöklunum. Þau koma ekki niður í einum hvelli,“ segir Hafdís. Þá var íbúum sagt að ef til eldgoss kæmi myndu jarðskjálftar greinast í aðdraganda þess. Það yrði ekki án fyrirvara. Þrátt fyrir að fyrirvarinn gæti mögulega verið stuttur ef/þegar sjálft eldgosið hefst.Klár með neyðarkassa Því voru fundargestum veittar leiðbeiningar í að búa til nokkurskonar neyðarkassa. Þar væri hægt að taka til matvæli sem geymast lengi, vasaljós, fatnað, teppi og slíkt. Jafnvel spil og kerti einnig. Neyðarkassann væri svo hægt að taka með ef yfirgefa þurfi svæðið í flýti. Þá væri fólk betur tilbúið til að fara á fjöldahjálparstöð eða slíkt. Fundargestir voru einnig beðnir um að fylla út spurningalista á netinu þar sem spurt er út í fjölda íbúa, fjölda dýra, símasamband og slíkt. Það myndi gera yfirvöldum auðveldara að rýma svæðið undir Öræfajökli. „Þetta var mjög góður fundur. Það var gott að fá þessar upplýsingar og þá umræðu sem skapaðist. Það var gott fyrir okkur,“ segir Hafdís. „Þetta er svolítið sérkennilegt ástand, en það þýðir ekkert annað en að halda bara áfram.“ Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Hafdís Roysdóttir, húsfreyja í Svínafelli, segir íbúafund um stöðu mála í Öræfajökli í gær hafa verið mjög góðan og að mikilvæg umræða hafi skapast. „Maður fylltist nú öryggiskennd við að sjá allt þetta fólk frá Rauða krossinum, lögreglunni, slökkviliðinu og annars staðar frá. Þá vissi maður að við erum ekki ein á báti og yrðum látin vita ef eitthvað myndi gerast,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. „Maður fann að fólk er á tánum.“ Hafdís segir salinn í Hofgarði hafa verið þéttsetinn og giskar á að minnst 150 manns hafi sótt fundinn. Þar hafi ekki einungis verið um heimamenn í Öræfum að ræða heldur einnig fólk frá Höfn, Suðursveit, Klaustri og svo fólk sem komi að jarðvísindum. Haldin voru fræðsluerindi um Öræfajökul og hvernig hann hefur hagað sér í gosum í gegnum árin. Íbúum var tilkynnt að verið væri að koma fyrir frekari mælum til að fylgjast með jarðhræringum og leiðni í ám úr jöklunum væri oft mæld.Áhyggjur af dýrunum Áhyggjur heimamanna snerust að miklu leyti um slæmt símasamband og útvarpssamband á svæðinu og einnig um mögulegan brottflutning á dýrum. Hafdís segir Öræfi vera sjúkdómalaust svæði svo að ef flytja ætti fé af svæðinu mætti það líklegast ekki vera flutt aftur inn á svæðið. Þar að auki væri nýbúið að rýja allar kindur svo þær ættu erfitt með að vera úti um einhvern tíma. Fundargestum var tilkynnt að til stæði að bæta símasamband á svæðinu, auka styrk og bæta útvarpsskilyrði. Það er ekki einungis fyrir heimamenn því miðað við notkun símakerfis væru um tvö þúsund manns á svæðinu á vetrarmánuðum. „Á hverjum degi eru til dæmis hundruð ferðamanna uppi á jöklunum. Þau koma ekki niður í einum hvelli,“ segir Hafdís. Þá var íbúum sagt að ef til eldgoss kæmi myndu jarðskjálftar greinast í aðdraganda þess. Það yrði ekki án fyrirvara. Þrátt fyrir að fyrirvarinn gæti mögulega verið stuttur ef/þegar sjálft eldgosið hefst.Klár með neyðarkassa Því voru fundargestum veittar leiðbeiningar í að búa til nokkurskonar neyðarkassa. Þar væri hægt að taka til matvæli sem geymast lengi, vasaljós, fatnað, teppi og slíkt. Jafnvel spil og kerti einnig. Neyðarkassann væri svo hægt að taka með ef yfirgefa þurfi svæðið í flýti. Þá væri fólk betur tilbúið til að fara á fjöldahjálparstöð eða slíkt. Fundargestir voru einnig beðnir um að fylla út spurningalista á netinu þar sem spurt er út í fjölda íbúa, fjölda dýra, símasamband og slíkt. Það myndi gera yfirvöldum auðveldara að rýma svæðið undir Öræfajökli. „Þetta var mjög góður fundur. Það var gott að fá þessar upplýsingar og þá umræðu sem skapaðist. Það var gott fyrir okkur,“ segir Hafdís. „Þetta er svolítið sérkennilegt ástand, en það þýðir ekkert annað en að halda bara áfram.“
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira